— GESTAPÓ —
Andskotinn
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Gagnrýni - 1/11/02
Ninja Dominator III

Myndin fjallar um Ninja morðingja sem missir líkama sinn í bardaga og tekur því upp á þeirri hvimleiðu iðju að yfirtaka annarra manna líkama og nota þá til hinna ýmsu níðingsverka.

Þetta var fyrsta myndin sem ég tók gagngert til að skoða vondar myndir. Hún stóðst að flestu leiti vonir mínar um vonda mynd. Hún var að öllu leiti illa gerð, illa leikinn, illa leikstýrt og söguþráðurinn kjánalegur með afbrigðum.

Ég skemmti mér konunglega yfir þessari ræmu og mæli hiklaust með henni fyrir þá sem kjósa frekar vondar myndir en góðar.

Bestu atriðin:
1. Ninjan er að fara að brjótast inn í hús en verður vör við að varðmenn nálgast frá báðum hliðum. Þá stekkur hún að næsta vegg, snýr baki að honum og "breikar" upp.
2. Tveir varðmenn mætast á sundlaugarbakka og spjalla saman. Við sjáum að Ninjan er í kafi upp við sundlaugarbakkann, allt í einu stekkur Ninjan heljarstökk upp úr vatninu, lendir á bakkanum og drepur báða verðina. Grunsamlegt þótti mér hvernig vatnið skvettist og komst fljótlega að því að þetta atriði er sýnt afturábak.

Myndin fær fjórar stjörnur þar sem hún er afskaplega vond en fimmtu stjörnuna fær hún ekki þar sem mér tókst að klára hana.

   (2 af 2)  
3/12/06 16:00

Billi bilaði

En ertu búinn að klára hana núna?

3/12/06 20:00

Andskotinn

Fimmtu stjörnuna fékk hún ekki þar sem mér tókst að klára hana. Það er algert skilyrði til að mynd fái fullt hús stiga að ekki sé hægt að klára að horfa á hana sökum leiðinda

4/12/06 06:00

Billi bilaði

Ó. Ég skil.

Andskotinn:
  • Fæðing hér: 28/10/03 00:13
  • Síðast á ferli: 30/3/07 01:30
  • Innlegg: 13
Eðli:
Andskotinn er hrjáður af athyglissýki og athyglisbrest. Sýkin er trúlega tilkomin vegna brestsins. Hann veitir sjálfum sér sem og öðrum littla athygli og verður því ekki var við þá athygli sem hann fær. Þetta gerir það að verkum að hann verður í meiri þörf fyrir athygli sem hann trúlega tekur ekki eftir.
Fræðasvið:
Vondar kvikmyndir sem maður fær frítt með nýjum myndum á betri myndbandaleigum