— GESTAPÓ —
Rauðbjörn
Fastagestur.
Sálmur - 31/10/05
Rökkrið

Ljóð sem ég samdi til ákveðinnar manneskju fyrir mörgum árum. Hún fékk hvorki að sjá það né heyra.<br /> Ég er feiminn þegar kemur að svona löguðu. Vona að þið njótið þess.

Um þig ég snýst,
fyrir lýst, fyrir víst.
Jörðina á enda, í æskupísl.
En svo hittumst við aftur,
himnum undir, milli hóla og tjarna.
Á sekúntu milli sólar og stjarna.

Fyrir þig myndi ég fara,
án fata, án spjara.
Jörðina á enda, á veraldarhjara.
En svo hittumst við aftur,
himnum undir, milli hóla og tjarna.
Á sekúntu milli sólar og stjarna.

Án þín myndi ég gráta,
grárra tára, grárra ára.
Ævina á enda, til dauðasára.
En svo hittumst við aftur,
himnum á, milli hóla og tjarna.
Á sekúntu milli sólar og stjarna.

   (7 af 26)  
31/10/05 19:00

Skabbi skrumari

Mikið er þetta hljómfagurt og klingjandi, ljómandi gott Rauðbjörn minn... Skál

31/10/05 19:01

Litla Laufblaðið

Awww en fallegt. Með því flottasta sem ég hef lesið hérna held ég bara.

31/10/05 19:01

Þarfagreinir

Já fjárinn.

Ég vissi ekki að þú gætir verið svona væminn, Rauðbjörn.

[Fær eitthvað í augað]

31/10/05 19:01

Tigra

Mér finnst þetta æðislegt!
[Ljómar upp]

31/10/05 19:01

Gaz

^^ Alveg ógeðslega krúttlegt og æði.
Aðeins væmið fyrir mig.

31/10/05 19:01

Anna Panna

Þetta er nú bara mjög fínt. Ó já.

31/10/05 19:02

Rýtinga Ræningjadóttir

Mjög fallegt og persónulegt, finnst þú hafa lagt mikið í þetta. Gaman að sjá þessa nýju og rómantísku hlið á þér, Raubbi minn.

31/10/05 19:02

Jóakim Aðalönd

Skál!

31/10/05 20:00

Sundlaugur Vatne

Óttalega fannst mér þetta nú klént og væmið.

Rauðbjörn:
  • Fæðing hér: 9/8/03 07:15
  • Síðast á ferli: 27/1/24 02:25
  • Innlegg: 377
Eðli:
Rauðbjörn er hrokafullur og málhalltur heldri maður sem notar upphrópunarmerkin óspart og hlær að eigin fyndni. Kann hvorki að reima né að brytja matinn sinn sjálfur.
Fræðasvið:
Doktorsgráða í rjúpnaveiðum frá konunglega skotveiðiháskólanum í Edinburg. B.S. í áhugamannanáttúrufræðum.
Æviágrip:
Rauðbjörn fæddist í nöturlegum húsakynnum í bakstrætum Dublinar um miðbik seinustu aldar. Föður hans var írskur handverksmaður og alkahólisti og móðir hans þýskt, lesblint atómskáld.Þrátt fyrir slæmar aðstæður og mikla fátækt þá átti hann mjög gáskafulla æsku allt til þrettán ára aldurs, en þá varð móðir hans fyrir steðja sem af einhverjum ástæðum var búið að koma fyrir á svalahandriði á fimmtu hæð á fjölbýlishúsi. Faðir hans drukknaði svo skömmu síðar í eigin ælu í erfidrykkjunni.Munaðarlaus var Rauðbjörn sendur í læri hjá gregorískum múnki sem kenndi honum ritlistina, Rauðbjörn ferðaðist vítt og breitt um heimin með læriföður sínum sem kenndi honum meðal annars bruggiðnina.Rauðbjörn vann síðan íslenskt ríkisfang í hlutaveltu á japönskum útimarkaði snemma árs 1997 og fluttist hingað seinna það sama ár.