— GESTAPÓ —
Rauðbjörn
Fastagestur.
Dagbók - 4/12/05
Slæmur dagur.

Dagurinn í dag var ekki góður. Ég myndi jafnvel ganga svo langt að segja að hann hafi verið slæmur.

Hvernig getur það staðist að allar þær nætur sem ég sit við drykkju þurfa að vera greiddar út með gubbumorgnum og ælueftirmiðdögum?
Þynnkan var einstaklega slæm, það var affermingarveisla í gærkvöldi. Já, gleðidagur! Það er búið að afferma Tígrulinginn minn úr flugvélinni og uppskipa henni aftur til okkar alla leiðina frá Afríku.

Timburmennirnir varpa enn skugga á það sem ætti að hið mesta ánægjuefni, og ekki skánar það þegar maður þarf að mæta til vinnu á sunnudagsmorgni í þessu súra ástandi.
Ég þurfti að dúsa í níu og hálfa klukkustund, rúmlega, í rökum handakrika þjónustugeirans í dag og óskaði mér þess að ég myndi byrja að pissa blóði, til þess eins að hafa afsökun til að fara heim.

En kæra dagbók, uppsagnarfresturinn líður hratt. Og þann 25. þessa mánaðar losna ég loksins undan þessu oki.

Hlutirnir eru strax byrjaðir að skána.

   (12 af 26)  
4/12/05 09:02

Tigra

Híhí, það var ljómandi gaman í gærkvöldi, og ég slapp alveg ótrúlega vel við þynnku!

4/12/05 09:02

Gaz

Drekka minna alkóhól og borða meiri alvöru mat og drekka vatn!

4/12/05 09:02

Nermal

Já, þetta er drykkjmannsins böl.

4/12/05 10:00

Jóakim Aðalönd

Drekka vatn?! Veistu ekki kona, að vatn er til að baða sig úr?

Segðu mér Rauði, hvernig fékkstu affermingu?

4/12/05 10:00

Tigra

Lestu betur kjána önd.
Ég var sú sem var affermd, og ég var affermd úr flugvélinni frá Afríku.

4/12/05 10:01

Rauðbjörn

Ofan á það þá þarf ég ekki affermingu. Ég er algjörlega ófermdur.
Það er dýrt að vera hugsjónamaður.

4/12/05 12:00

Jóakim Aðalönd

[Öfundar Rauðbjörn]

Rauðbjörn:
  • Fæðing hér: 9/8/03 07:15
  • Síðast á ferli: 27/1/24 02:25
  • Innlegg: 377
Eðli:
Rauðbjörn er hrokafullur og málhalltur heldri maður sem notar upphrópunarmerkin óspart og hlær að eigin fyndni. Kann hvorki að reima né að brytja matinn sinn sjálfur.
Fræðasvið:
Doktorsgráða í rjúpnaveiðum frá konunglega skotveiðiháskólanum í Edinburg. B.S. í áhugamannanáttúrufræðum.
Æviágrip:
Rauðbjörn fæddist í nöturlegum húsakynnum í bakstrætum Dublinar um miðbik seinustu aldar. Föður hans var írskur handverksmaður og alkahólisti og móðir hans þýskt, lesblint atómskáld.Þrátt fyrir slæmar aðstæður og mikla fátækt þá átti hann mjög gáskafulla æsku allt til þrettán ára aldurs, en þá varð móðir hans fyrir steðja sem af einhverjum ástæðum var búið að koma fyrir á svalahandriði á fimmtu hæð á fjölbýlishúsi. Faðir hans drukknaði svo skömmu síðar í eigin ælu í erfidrykkjunni.Munaðarlaus var Rauðbjörn sendur í læri hjá gregorískum múnki sem kenndi honum ritlistina, Rauðbjörn ferðaðist vítt og breitt um heimin með læriföður sínum sem kenndi honum meðal annars bruggiðnina.Rauðbjörn vann síðan íslenskt ríkisfang í hlutaveltu á japönskum útimarkaði snemma árs 1997 og fluttist hingað seinna það sama ár.