— GESTAPÓ —
Mikill Hákon
Óbreyttur gestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/02
Saga Baunarinnar Illu

Þetta gerðist í alvörunni fyrir u.þ.b. ári. Var að rekast á þennan texta einhversstaðar ofan í skúffu.<br /> Þess má geta að ég geng undir nafninu Ganondorf þarna.

Eftir hina miklu svaðilför og auglýsinga orrustu sem var háð í miðbæ Reykjavíkur í gær ákváðum við geltirnir að drekkja sorgum okkar með því að skrifa búðing vikunnar og vafra eilítið um netið. Leigð var ágætis spóla til að horfa á. Þegar við höfðum horft á hana og lokið við ófáa lítra af kóki fannst okkur rétt að við skildum drífa okkur aftur í tölvuna til þess að skemmta okkur jafnvel meira við gerð #2 búðings vikunnar. Það tókst sem skildi ok bragðaðist hann mjög vel. En þegar við vorum að klára að skrifa uppskriftina fyrir ykkur, kæru gríslingar, gerðist það. Ekki er víst hvaða öfl voru hér að verki en talið var að kókið hefði þessi áhrif. Jæja, hann Búkolli tók eina maísbaun sem var í botninum á skál sem áður hafði verið notuð undir popp og án þess að hugsa um það frekar stakk hann henni lengst upp í eyrað á sér. Fyrst um sinn þótti okkur þetta voðalega fyndið en þegar annað kom á daginn urðum við mjög áhyggjufullir (nema Rumpi, hann hló allt kvöldið). Við höfðum komist að því að baunin hafði fest þarna lengst uppi í eyra Búkolla og reyndist mjög erfitt að ná henni þaðan.

Fyrst um sinn tókum við spennu sem systir Ganondorfs átti og reyndum ítrekað að ná þessum aðskotahlut burt, en þegar Ganondorf var alveg að ná bauninni þá togaði Búkolli í eyrnasnepilinn á sér. Við það fannst honum sem baunin hyrfi úr eyranu og hélt hann að hún hefði kannski dottið á gólfið. Eftir hálftíma eða svo fann Búkolli aftur fyrir bauninni þarna lengst uppi þó að ekkert væri að sjá, enda var baunin lengra inni í eyranu en við fengum séð. Við ræddum málin og þá komumst við að niðurstöðu.

Ganondorf hljóp niður og hinir á eftir og náði í eitt neongrænt rör. Áætlunin fólst í því að reyna að soga baunina út með rörinu. Ganondorf stakk rörinu upp í eyrað á Búkolla og saug eins og Galverjum er lagið, en ekkert kom út nema eyrnamergur og sársauki. Eftir þetta reyndi Búkolli oft að sjúga þetta sjálfur út með því að beygja rörið frá eyra til munns, en Ganondorf og Rumpi vissu alveg að hann sóttist eftir öðru.

Eftir þetta eyddi Búkolli u.þ.b korteri í að hrista hausinn eins og vitleysingur og var hann byrjaður að minna skuggalega mikið á einhvern meðlim í hljómsveitinni Slipknot, en ekkert hófst upp úr þessu.

Fjórða og jafnframt síðasta tilraunin var fólgin í því að setja vatn upp í eyra á Búkolla til þess að breyta eyrnamergnum sem hélt bauninni í einskonar sleipiefni. Þetta tókst og var baunin nú aftur komin í augsýn. Við þetta hlýnaði Búkolla mjög mikið um hjartarætur. En þetta var ekki búið strax. Þarna var áhættusamasti hlutinn af þessu "baun-í-eyra ævintýri" kominn. Núna tók hann Ganondorf til sinna ráða og náði aftur í spennuna góðu og kafaði inn eftir bauninni. Fyrst fór hann með spennuna fyrir ofan baunina og spennti hana síðan út með miklum herkjum. Augun á Búkolla ranghvelfdust og var hann kominn í einskonar vímu af sársauka.

Búkolli andvarpaði eins og heiminum hefði verið bjargað og hófst nú mikil gleðistund, því að Búkolli hafði hugsað mjög mikið um lífið og hvernig hann hafði vanmetið það á meðan þessu stóð. Við tókum nokkur grúphög en Rumpi var ekki enn hættur að hlæja. Þannig að við fengum okkar einn umgang af #2 Búðing vikunnar

   (57 af 58)  
5/12/06 05:00

The Shrike

<Poppar>

5/12/06 06:01

Gvendur Skrítni

[Rokkar]

5/12/06 06:01

Billi bilaði

Af hverju er Carrie með þetta í uppáhaldi? [Klórar sér í höfðinu]

5/12/06 01:01

Billi bilaði

Já, og Mikill Hákon á þetta. [Ljómar upp]

3/12/07 02:01

Vladimir Fuckov

Hvað þurfa að vera komnar margar athugasemdir til að um alvöru laumupúkaþráð geti talist að ræða ?

9/12/07 05:01

Álfelgur

Tjah... verður þú ekki að ransaka og greina það herra forseti?
Láttu mig vita svo!

Mikill Hákon:
  • Fæðing hér: 8/8/03 20:07
  • Síðast á ferli: 25/6/09 11:12
  • Innlegg: 97
Eðli:
Ógeðslegur maður.
Fræðasvið:
Keisurun, Fuglaskoðun
Æviágrip:
Fæddist sextugur að aldri, gerðist einn af upphafsmönnum Baggalútíu sem tók völdin í Alþingishúsinu seinnihluta ársins 2003 og hefur síðan háð margar styrjaldir til þess að þóknast þeim réttlátu.Var nýlega sleppt af brjáluðum lækni sem hélt honum föngum á ofskynjunarlyfjum.