— GESTAPÓ —
Mikill Hákon
Óbreyttur gestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/11/03
Gegnsær og gagnsær

Mikill ruglingur þar á ferð.

Andskotinn. Mikið djöfull þoli ég ekki þessi orð: "Gegnsær" og "Gagnsær"!
Allir landsmenn nota þessi tvö orð um sama hlutinn, þ.e.a.s. að hægt sé að sjá í gegnum téðan hlut. Það mætti halda að þetta væri röng meðferð orðanna og því leit ég í orðabók og viti menn! Þessi orð þýða það nákvæmlega sama, þ.e.a.s. "-sem sést í gegnum"! Hvernig getur það staðist?
Það er deginum ljósara að gagnsær hlutur ætti að varpa ljósinu aftur til baka eins og spegill og að gegnsær hlutur hleypir því í gegnum sig.
Það sést af nokkrum öðrum orðum sem sett eru með orðinu "gagnsær" að "gagn-" þýðir eitthvað til baka eða á móti.
T.d. Gagnárás, gagnsókn og gagnsök (sök sem verjandi sækir á hendur sækjanda).

Allir notendur Baggalúts, ritstjórn og landsmenn ættu að taka þetta til sín og skrifa harðorð bréf til íslenskrar málnefndar.

   (10 af 58)  
2/11/03 13:01

Tigra

Þá er spegill væntanlega gagnsær ekki satt?

2/11/03 13:01

Mikill Hákon

Jú... en samt ekki (skv. íslenskri orðabók)

2/11/03 13:01

Tigra

Íslensk orðabók er bara rugl.
"Shit" er víst komið í nýjustu íslensku orðabókina.

2/11/03 13:01

Galdrameistarinn

Ef shit er komið í orðabókina, er það þá skilgreint sem "hægðir"?

2/11/03 13:01

Tigra

Nei.. sem upphrópun við einhverju.

2/11/03 13:01

Þarfagreinir

Er ekki nær að skrifa þetta sem 'sjitt'? Það er sko þjóðlegra ...

2/11/03 13:01

Tigra

Getur vel verið að það sé skrifað svoleiðis. Hef ekki athugað það.

2/11/03 13:01

hundinginn

Merkilegt. Var að lesa þetta, og sjónvarpsræfillinn minn gaf upp öndina. Og er því varla lengur gagnsær.

2/11/03 13:01

Muss S. Sein

En gæti gagnsær ekki alveg eins þýtt andsjór?

2/11/03 13:01

Vladimir Fuckov

Var einhver að tala um gjöreyðingarvopn ? [Ljómar upp]

2/11/03 13:01

Muss S. Sein

já, ef andefni eyðir efni, þá ætti andsjór að eyða sjó, eða hvað?

2/11/03 13:01

Skabbi skrumari

Mikið er íslenskt mál gegnsætt/gagnsætt alltaf hreint...

2/11/03 13:01

Lómagnúpur

Hvað með "gagnrýni?" Eigum við þá að breyta henni í "gegnrýni?" Og hvað með næturgagnið? Og hætta hross þá að gagnast merum og fara að gegnast þeim? Íslenska er gagnlegt mál þótt hún sé á tíðum ógagnsæ.

2/11/03 13:01

Mikill Hákon

Nei, höfum "rýni" og ef einhver kemur met athygasemdir við rýnina kallast það "gagnrýni".

2/11/03 13:01

Kynjólfur úr Keri

Að gagnrýna merkir ekki síður að rýna til gagns, eins og að rýna í gegnum eitthvað.

Spurning hvort gagnsær er sjór sem þú hefur gagn af og gegnsær sjór sem slær í gegn. Gegnslær. Eða sjór sem þú sérð í gegn um. Syndir í gegn um?

Kannski er gagnsær sjór sem er beint á móti öðrum? Þá er Hrútafjörður gagnsær við Hvammsfjörð!

2/11/03 15:01

Nykur

Lómagnúpur; Hross gagnast merum aðeins ef merin nýtur þess líka. Annar er hann bara að gegnast (á) 'enni.

2/11/03 16:00

Mikill Hákon

Þá að þetta að heita "Gegnrýni", djöfullinn hafi það.
Saltvinnanlegum sjó hefur þú gagn af.
Gagnslær sjór slær þig til baka ef þú slærð hann.

Mikill Hákon:
  • Fæðing hér: 8/8/03 20:07
  • Síðast á ferli: 25/6/09 11:12
  • Innlegg: 97
Eðli:
Ógeðslegur maður.
Fræðasvið:
Keisurun, Fuglaskoðun
Æviágrip:
Fæddist sextugur að aldri, gerðist einn af upphafsmönnum Baggalútíu sem tók völdin í Alþingishúsinu seinnihluta ársins 2003 og hefur síðan háð margar styrjaldir til þess að þóknast þeim réttlátu.Var nýlega sleppt af brjáluðum lækni sem hélt honum föngum á ofskynjunarlyfjum.