— GESTAPÓ —
Mikill Hákon
Óbreyttur gestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/03
Raunir vinar

Þetta eru sannsögulegir atburðir

Vinur minn, drengur góður, lenti í afar leiðinlegum atburð um helgina og á ég kannski nokkra sök þar á.
Þetta byrjaði allt fyrr um daginn, um hádegisbilið til að vera nákvæmur.
Við sátum saman að snæðingi og töluðum um að bregða okkur kannski í smá bíltúr um kvöldið. Ég kvaðst kannski mundu vera ökumaðurinn og allt í lagi með það. Nú, af þessum samræðum hafði hann fengið þá hugmynd að ég kæmi alveg örugglega með.
Seinna um kvöldið. Vinur minn var úti í bæ og hafði endað hjá einhverjum kvenkyns háskólanema á þörfinni. Þegar hann var orðinn þreyttur ákvað hann að hringja í mig til þess að láta sækja sig. Ég, í mínu mestu rólynd með kærustunni fyrir framan sjónvarpið með bjór, sagðist ekki geta það. Samtalinu lauk þar og sneri hann sér að gröðu háskólastelpunni sem sagði að hann gæti gist hjá sér.
Hann þáði boðið og skellti sér í einhvern nærliggjandi sófa. Þá ákvað hún að gera sér gott til glóðarinnar og leggjast hjá honum!
Hann, með engan kynferðislegan losta gagnvart lóðandi kveninu, hugsaði, eins og hann orðaði það, eins og Bruce Willis í Die Hard. Hér var um erfiðar aðstæður að ræða, hún var byrjuð að þukla á honum og hver sekúnda var mikilvæg.
Hann fékk hugmynd. "ANANAS SAFI!!", öskraði hann, "Mig langar í ananas safa!". Hann stökk upp í leit að Ananas safa en þegar hann fann það ekki fékk hann sér kók. Þá var hún komin á eftir honum og reyndi að króa hann af. Hann ákvað að "tækla" hana með því að þykjast ætla til vinstri en fara til hægri og öfugt. Það reyndist vera skammgóður vermir þar sem hún króaði hann af við stofuborð. Aftur var hann kominn í Bruce Willis hugsanaganginn og fékk aðra hugdettu.
"GERUM SÍMAAT!", gargaði hann, tók upp tólið og hringdi í félaga sinn sem var alveg BRJÁLAÐUR yfir þessu óskammfeilna símaati.
Loksins þegar kvenið var komið hættulega nálægt tókst honum að senda SOS skeyti til vinkonu sinnar sem kom og sótti hann á síðustu stundu.

Eftir þetta komum ég og vinur minn okkur upp ákveðinni leynisetningu þegar við erum í veseni en getum ekki talað um það.

   (11 af 58)  
1/11/03 19:02

Rasspabbi

Bwahhahahahahaha!

1/11/03 19:02

Rasspabbi

err... Afar strembin staða hjá piltinum...

1/11/03 19:02

Muss S. Sein

Það er gott að ekki fór verr!

1/11/03 19:02

Muss S. Sein

Vonandi var þetta samt ekki eins og þegar Lancelot the Brave bjargaði Gallahad the Pure úr Castle Anthrax...?

1/11/03 19:02

Hilmar Harðjaxl

Hehe, það var sko góð mynd. Og já, góð saga Hákon.

1/11/03 20:00

Jóakim Aðalönd

Hehe. Svona er þetta að láta draga sig á tálar.

1/11/03 20:00

hlewagastiR

Nú svo ÞÚ ert þá eftir allt saman Mikill Hákon. Og svo blaðrarðu þessu út úm allan vef án þess að spyrja mig leyfið. Og kallar þig vin minn! Huh!

1/11/03 20:01

Skabbi skrumari

Hákon, að þú skulir gera hlewa þetta... hehe

1/11/03 20:01

Mikill Hákon

hvah?

1/11/03 21:00

Faðir Teresa

Þetta var ekki gamanat, en soldið fyndiðat

1/11/03 21:00

Ívar Sívertsen

ég hef lent í svona kvendi sem vildi mig en ég vildi ekki. Það varð samt ekki svona slæmt því að konan mín var rétt hjá og gat afstýrt því að ég yrði voðakvendi að bráð.

1/11/03 22:01

Omegaone

Góður húmor: Ananas safi.

Mikill Hákon:
  • Fæðing hér: 8/8/03 20:07
  • Síðast á ferli: 25/6/09 11:12
  • Innlegg: 97
Eðli:
Ógeðslegur maður.
Fræðasvið:
Keisurun, Fuglaskoðun
Æviágrip:
Fæddist sextugur að aldri, gerðist einn af upphafsmönnum Baggalútíu sem tók völdin í Alþingishúsinu seinnihluta ársins 2003 og hefur síðan háð margar styrjaldir til þess að þóknast þeim réttlátu.Var nýlega sleppt af brjáluðum lækni sem hélt honum föngum á ofskynjunarlyfjum.