— GESTAPÓ —
Mikill Hákon
Óbreyttur gestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/03
Ógeðslegt

Framkvæmdirnar á Suðurgötu

Hvenær ætlar þessum viðurstyggilegu framkæmdum á Suðurgötu að ljúka?!
Ég er kominn með nóg af því að keyra alltaf allan helvítis hringinn í kringum tjörnina til þess eins að geta fleygt mér í rúmið!
Svo þykjast þeir núna ætla að grafa upp einhvern djöfulinn þarna við hringtorgið! Nei, halló kallarnir mínir. Þetta bara hreinlega gengur ekki! Einhvernveginn verð ég að geta komist heim til mín án þess að þurfa að keyra út í jaðar veraldar og aftur til baka!
Þegar ég var að vinna í byggingarvinnu í forðum vorum við miklu fljótari að þessu. Það eina sem heftir umferðina á þessari götu er eitthvað djöfuls rusl hér og þar og einhverjar fáeinar óuppfylltar holur!
Pakkið nú nestinu ykkar inn í álpappírinn góða og djöfulist til þess að klára þetta!

Letingjar - Eintómir fokkings letingjar.

   (12 af 58)  
1/11/03 01:02

Leibbi Djass

Letingjar - Eintómir fokkings letingjar.

1/11/03 01:02

Þarfagreinir

Já ... svo eru svona framkvæmdir út um allt núorðið. Það er varla hægt að keyra 100 metra í Reykjavíkinni án þess að rekast á alvarlega tálma sem orsakast af vegaframkvæmdum.
Þetta er ekkert annað en skandall!

1/11/03 01:02

Herbjörn Hafralóns

Hvað er þetta Hákon minn? Komdu bara í Kópavoginn.

1/11/03 01:02

Mikill Hákon

Ætli maður verði ekki að gera það ef þetta heldur svona áfram!

1/11/03 01:02

Herbjörn Hafralóns

"ÞAÐ ER GOTT AÐ BÚA Í KÓPAVOGI" sagði maður nokkur og eru það orð að sönnu.

1/11/03 01:02

Tinni

Þetta eru aldeilis þarfar framkvæmdir. Ég tölti á tveimur jafnfljótum upp í Háskóla um daginn og fór þá Suðurgötuna og virðist sem þeir hafi hækkað götuna upp þannig að nú er maður með gott útsýni yfir hinn gullfallega Suðurgötukirkjugarð, þannig að nú er hægt að virða t.d. fyrir sér leiði Sigurðar Breiðfjörð án þess að þurfa að æða inn í garðinn sjálfan. Hér áður fyrr minntu háir og drungalegir veggir kirkjugarðsins frekar á innganginn á kastala Drakúla. Ný Suðurgata færir manni betri tilfinningu fyrir hinum framliðnu, því þeir eru jú víst fólk eins og við hin, þó svo að þeir láti lítið á sér bera...nema hjá Þórhalli.

1/11/03 02:00

Frelsishetjan

Þeir eru sem sagt að reyna að sporna við djöfullegum nautnum í kirkjugarðinum...

1/11/03 02:01

Tinni

Ekki segja mér að skrattakollurinn hafi verið að gilja í garðinum?

1/11/03 02:01

Frelsishetjan

Ég segi bara ekki neitt.

1/11/03 02:01

Nafni

Af hverju labbaru bara ekki letihaugur?

1/11/03 02:02

Mikill Hákon

Það labbar enginn heilvita maður!

Mikill Hákon:
  • Fæðing hér: 8/8/03 20:07
  • Síðast á ferli: 25/6/09 11:12
  • Innlegg: 97
Eðli:
Ógeðslegur maður.
Fræðasvið:
Keisurun, Fuglaskoðun
Æviágrip:
Fæddist sextugur að aldri, gerðist einn af upphafsmönnum Baggalútíu sem tók völdin í Alþingishúsinu seinnihluta ársins 2003 og hefur síðan háð margar styrjaldir til þess að þóknast þeim réttlátu.Var nýlega sleppt af brjáluðum lækni sem hélt honum föngum á ofskynjunarlyfjum.