— GESTAPÓ —
Golíat
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 1/11/03
Glímt við þjóðveginn

Rokksjóvið í Egilsbúð á Nesi

Fór um liðna helgi á Rokksjóið hjá Jassklúbbnum BRJÁN í Egilsbúð. Og varð ekki fyrir vonbrigðum. Fyrir það fyrsta, þjónustan á borðhaldinu og maturinn var fyrsta flokks. Hraði, öryggi, kurteisi og kunnátta er einkunn þjónustunnar. Matreiðslan fær hæstu einkunn. Hreindýrapaté í forrétt, verulega ljúffengt. Svínahryggvöðvinn með bakaðri kartöflu og grænmeti var vel heppnaður g ekki spillti ábótin sem öllum var boðin. Eftirrétturinn toppaði þó það sem á undan var komið. Ef ég á að finna að einhverju þá var það að ekki var boðið upp á kaffi á borðin á eftir herlegheitunum, en engri veislumáltíð er að fullu lokið fyrr en kaffið og koníakið er komið til síns heima.
Þegar veisluföngunum hafði verið rennt niður hófst sýningin; Glímt við þjóðveginn. Rann hún ljúflega áfram við frábærar viðtökur gesta sem sungu og dönsuðu með, jafnvel upp á stólum. Tókst jafnt hljómsveit sem söngvurunum vel upp. Bestar voru þó undirtektirnar við söng Ál-Smára Geirssonar, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Eflaust má deila um lagavalið en þemað var íslensk dægurlög síðustu áratuga síðustu aldar. Fyrir hlé vorum við á sveitaballi en eftir hléið skelltum við okkur á útihátíð í Eiðavík. Var dagskráin tengd saman á leikrænan hátt sem setti skemmtilegan svip á hana. Lög Brimklóar, Stuðmanna, Geirmundar, Skriðjökla, Sólstrandargæjanna, Dúkkulísa ofl ofl hljómuðu vel og hressilega í flutningi þessara ágætu listamanna.

Takk fyrir mig, mæti aftur að ári.

   (19 af 30)  
1/11/03 10:01

Haraldur Austmann

Já, þetta var bara fínasta skemmtun. Og góður matur.

1/11/03 10:01

Limbri

Nú ? Vantaði kaffið ? Það er þó nokkuð skrítið.

-

1/11/03 10:01

Golíat

Já en þá reddar maður því bara á barnum skilurðu...

1/11/03 10:01

Haraldur Austmann

Mikið djöfull eru stelpurnar á Norðfirði annars fallegar. Annað en karlarnir.

1/11/03 10:01

Golíat

Þetta er víða svona...

1/11/03 10:01

Skabbi skrumari

Rosalegt að missa af þessu... sammála með stúlkurnar að austan, þær eru bjútí...

Golíat:
  • Fæðing hér: 13/10/03 10:42
  • Síðast á ferli: 4/2/19 13:04
  • Innlegg: 7464
Eðli:
Haldinn óþolandi samkeppnisanda.
Fræðasvið:
Garðvísindi, mótauppsláttur og almennir hleypidómar.
Æviágrip:
Prestssonur frá Stökustað í Sinnisveit. Byrjað þar að sitja fé og spinna ull 6 vetra. Fór til sjós 12 vetra að loknu 3 mánaða ströngum farskóla. Er þar enn, enda í góðu plássi hjá Birni "tryllta" Böðvarssyni á teinæringnum Hafgúunni frá Dritvík.