— GESTAPÓ —
Golíat
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 31/10/03
Heimilisofbeldi lögleitt

Ég hélt að nú væri árið 2004.

Þessi sýknudómur sem sagt var frá í kvöldfréttum útvarps og sjónvarps yfir ofbeldisseggnum sem níddist á konunni sinni, gekk algjörlega fram af mér. Maðurinn tók hana kverkataki þannig að hún missti meðvitund, reif utan af henni fötin og reyndi að nauðga henni, en það var allt í lagi af því að hann grunaði að hún hefði haldið framhjá honum! Talíbanar hvað? Sviptu þeir konur sjálfsögðum mannréttindum? Okkur ferst að tala. Og af því að maðurinn hafði misþyrmt konunni reglulega áður þá var það virt honum til málsbóta að "sambandið væri stormasamt".
Mann setur hljóðan.

Sem sagt þú mátt ganga í skrokk á konunni þinni ef þig "grunar" að hún haldi framhjá. Ég má sjálfsagt berja Jón Jónsson ef mig grunar að hann ætli að berja mig - seinna, eða etv ræna mig eða rispa bílinn minn. Eða hvað veit ég.

   (22 af 30)  
31/10/03 21:00

Skabbi skrumari

Já hið þriðja árþúsund ætlar að vera á svipuðum nótum og hið fyrsta... barbarismi segi ég...

31/10/03 21:00

Jóakim Aðalönd

...og vandalizmi

31/10/03 21:00

Frelsishetjan

Og er það slæmt?

31/10/03 21:00

Golíat

Það er slæmt ef það er álitið ásættanleg hegðun að níðast á fólki innan veggja heimilisins.

31/10/03 21:00

Órækja

Vont að dæma um það sjálfur þegar maður þekkir ekki málavexti. En ofbeldi virðist vera orðið leyfilegt í þessu þjóðfélagi sem við búum í, andlegt jafnt sem líkamlegt.

31/10/03 21:01

Vamban

Ofbeldi og hryðjuverk. Árni Johnsen og Nylon, Valtýr Björn og Einar Bárðar, Mc Donalds, Pizza Hut og Kentucky Fried Fuck! Talíbanar, Ameríkanar, Sjálfsstæðismenn, Framsókn, Veruleikasjónvarp, George Bush...George Bush...George Bush...George Bush...George Bush...George Bush...George Bush...George Bush...George Bush...George Bush...George Bush...

31/10/03 21:01

Órækja

Sem minnir mig á það, eru ekki allir búnir að skila inn sínum GB atkvæðum? Getum ekki látið hjá líða að kjósa þann mikla mannvin.

31/10/03 21:01

krumpa

Vissulega eru fréttir af þessum dómi ekki huggulegar - hins vegar skýrast svona dómr oft betur ef þeir eru lesnir - og vafasamt að vera að treysta ,,ítarlegri" umfjöllun æsiblaðamanna í DV... það er auðvelt að koma með glefsur í blöðum og útvarpi og slíta úr samhengi. Dómar eru yfirleitt 10-30 bls og þarf að lesa þá í heild til að ná samhenginu. Oft er þetta líka bara tæknilegt - að það vantar lagaákvæði eða ekki er ákært fyrir þau brot sem voru framin, mistök í saksókn og þá er dómarinn fastur. Hlakka þess vegna til áfrýjunarinnar og þess að geta lesið þennan dóm í heild sinni í Hæstaréttrdómasafni. Tjái mig ekki nánar efnislega um málið fram að því.

31/10/03 21:01

krumpa

Vissulega eru fréttir af þessum dómi ekki huggulegar - hins vegar skýrast svona dómr oft betur ef þeir eru lesnir - og vafasamt að vera að treysta ,,ítarlegri" umfjöllun æsiblaðamanna í DV... það er auðvelt að koma með glefsur í blöðum og útvarpi og slíta úr samhengi. Dómar eru yfirleitt 10-30 bls og þarf að lesa þá í heild til að ná samhenginu. Oft er þetta líka bara tæknilegt - að það vantar lagaákvæði eða ekki er ákært fyrir þau brot sem voru framin, mistök í saksókn og þá er dómarinn fastur. Hlakka þess vegna til áfrýjunarinnar og þess að geta lesið þennan dóm í heild sinni í Hæstaréttrdómasafni. Tjái mig ekki nánar efnislega um málið fram að því.

31/10/03 21:01

krumpa

jáhá - þetta er vissulega vel mælt hjá mér - en samt var nú meiningin ekki að þetta kæmi tvisvar - nettengingin í höllinni í fjöllunum eitthvað slöpp !

31/10/03 21:01

Órækja

Skv því sem ég les í dag var maðurinn dæmdur í 6 mánaða fangelsi skilorðsbundið, sem er nú ekki óvenjulegur dómur í venjulegu líkamsárásarmáli.

31/10/03 21:01

Golíat

Skilorðsbundnir dómar jafngilda í minni bók síknu.
Ég heyri það krumpa, að stud juris er á meðal vor - samhryggist.

31/10/03 21:01

krumpa

Takk fyrir það - viðurkenni nú samt ekki neitt. Er ekki öllum hollt að halda opnum huga og skoða allar hliðar áður en afstaða er tekin ? Hvort sem menn eru júristapöddur eða eitthvað annað ?

31/10/03 21:01

krumpa

Takk fyrir það - viðurkenni nú samt ekki neitt. Er ekki öllum hollt að halda opnum huga og skoða allar hliðar áður en afstaða er tekin ? Hvort sem menn eru júristapöddur eða eitthvað annað ?

31/10/03 21:01

Hakuchi

Er bergmál hérna?

31/10/03 21:01

Leibbi Djass

Halló.

31/10/03 21:01

Leibbi Djass

Neibb, ekkert bergmál. Bara hryðjuverk.

31/10/03 21:01

Golíat

Þetta er hárrétt krumpa, auðvitað á maður að reyna að kynna sér málin áður en maður fellir sleggjudóma. Ég veit í raun ekkert um framanrætt mál nema það sem ég heyrði í kvöldfréttunum hjá RÚV í gær. Það gekk hins vegar algjörlega fram af mér og ég treysti þeim fjölmiðili bara nokkuð vel.

31/10/03 21:01

voff

Mistök í saksókn geta ekki komið í veg fyrir sakfellingu. Ef dómari telur að eitthvað tiltekið refsiákvæði eiga við þá hefur það engin áhrif þótt þessa ákvæðis sé ekki getið í ákærunni.

31/10/03 22:00

krumpa

Jú - dómari er bundinn af ákæru - hann verður að geta tekið dómsorðið úr stefnunni - að sjálfsögðu getur dómari bara dæmt fyrir það sem ákært er fyrir - annars væri dómari orðinn saksóknari. Þess vegna eru mýmörg dæmi þess að t.a.m. menn sem gera tilraun til nauðgunar sleppa því ekki var um nauðgunartilraun að ræða heldur kannski bara líkamsárás... Þess vegna er mjög mikilvægt að ákæra fyrir sem flest brot - og það er yfirleitt gert - til þess að fá menn a.m.k. dæmda fyrir eitthvað. Og þannig er nú það - get annars bent þér á mjög áhugaverðar lesningar um þetta efni !

31/10/03 22:00

krumpa

Mergurinn málsins er - Voff - að mistök í saksókn geta, og hafa, komið í veg fyrir sakfellingu - það er hlutverk dómara að vera eins konar fundarstjóri og vinna úr þeim gögnum sem fyrir hann eru borinn - hann á ekki að vera eins og nemagrey á spítti leitandi að lagaákvæðum hingað og þangað.

(Svo fer það í pirrurnar á mér - greinilega - að allir eru lögfræðingar - sem hafa einu sinni slysast til að horfa á Ally McBeal eða Practise - ekki þið endilega en það er vandfundinn sá Íslendingur sem ekki treystir sér til að leiðrétta lögfræðinga og dómara um hin ýmsu lögfræðilegu málefni. Er auk þess með hausverk og á mjög bágt...)

31/10/03 22:01

Órækja

En þú hefur augljóslega rangt fyrir þér krumpa, ég sá í Law and order um daginn sko að...

31/10/03 22:01

krumpa

áhm - það er einmitt þetta sem ég meina - fólk sem ekki er með stúdentspróf (með fullri virðingu fyrir því fólki) er að karpa við mig og leiðrétta - og ég sem hef séð alla Law and Order þættina ! fuss fuss fuss

31/10/03 22:01

Golíat

Er það rétt skilið að menn þurfi stúdentspróf til að horfa á Law and order...

31/10/03 22:01

Órækja

Nei, en það hjálpar. Það ætti almennt ekki að hleypa fólki útí þjóðfélagið án einhverskonar prófs, stúdentsprófið er ágæt byrjun.

31/10/03 22:01

krumpa

Að sjálfsögðu ! Nah, það var nú ekki beint það sem ég var að meina, hins vegar fá mennýmsar ranghugmyndir úr amerískum þáttum, og amerísk lögfræði eins og hún kemur fram í þeim allsendis ólík þeirri íslensku. Það er hins vegar fyrsta árs námsefni í íslenskri lögfræði að dómari er bundinn af ákæruliðum í ákæru og lagagreinum sem tilgreindar eru í stefnu... Og allt er þetta bara mannlegt fólk sem kemur að þessu.

1/11/03 03:01

voff

Þetta er nú bara alveg ekki rétt. Þó svo orðalag 117. gr. laga um meðferð opinberra mála sé þannig að menn haldi að dómari sé bundinn af ákæru þá er reyndin önnur. Kröfur og lagatilvísun í ákæru hefur ekki sömu úrslitaáhrif og í stefnu í einkamáli. Ef þú trúir mér ekki þá vil ég t.d. benda þér á grein eftir Hallvarð Einvarðsson um Ákæruskjöl og framlagningu þeirra í Úlfljóti 1968. Ástæðan fyrir þessum dómi í Hafnarfirði er nú mun einfaldari en einhver meint mistök saksóknar. Það er opinbert leyndarmál, og búið að vera lengi, að dómarinn í málinu, Guðmundur L. jóhannesson, er alls ekki hæfur til að sitja í dómaraembætti. Þetta er altalað á lögfræðistofum landsins.

1/11/03 03:01

krumpa

hmm...frekar gömul grein - skv. nýlegum dómum og helsta refsiréttarsérfræðingi landsins hef ég rétt fyrir mér. Og hann er nú varla sá eini sem á ekki erindi í dómaraembætti - eða hvað ! Mæli með að þú blásir rykið af fræðunum - ef t.a.m. maður er ákærður fyrir hlutdeild í broti er ómögulegt að dæma hann fyrir samverknað - sem er alvarlegra brot - þó að full ástæða gæti verið til. Dómari er bundinn af ákæruskjali. Og hananú ! Býð þér svo að útkljá þennan misskilning þinn með kappdrykkju ! Eða - ertu kannski Hæstaréttardómari ? Þá væri þessi villa þín nú kannski skiljanleg...

1/11/03 03:01

krumpa

PS. Eða sérðu kannski um kaffiuppáhellingar á ,,lögfræðistofum landsins" - Hvað sem því líður - þá veðurðu í villu - upp í klof ! Held mig við það eftir að hafa gruflað og rannsakað og ráðfært mig við marga af helstu lögfræðingum landsins. Vísa annars í margvísleg og gáfuleg rök mín hér að ofan. Er svo bara hætt í ruglinu - fæ ekki einu sinni baun fyrir að hjálpa þér að sjá ljósið hér !

1/11/03 03:01

krumpa

.....var annars einmitt að ræða þetta við refsiréttarprófessor og fræðimann í morgun... Ok, nú er ég hætt !

1/11/03 03:01

voff

Þetta er hins vegar ekki einhlýtt. Berðu saman dóma Hæstaréttar í málum 61/2002 og 359/2002. Það er alls ekki augljóst af hverju sitthvor niðurstaðan er í þessum málum. Ef dómari metur það þannig að fjalla eigi um mál á grundvelli annars ákvæðis en getið er um það í ákæru þá getur hann mælt svo fyrir að það skuli gert. Sakborningur fæær þá tækifæri til að haga vörn sinni í samræmi við það og verður ekki fyrir réttarspjöllum. Það hefur verið dómvenja að það teljist heimilt. Ákvæði 117. gr. OML getur verið fín leið til að losna við að búa til efnisdóm, bara henda málinu út á grundvelli formgalla. Það var hins vegar aldrei ætlun löggjafans að ákvæðið yrði túlkað á mjög strangan hátt, enda geta komið fram ný gögn, ný vitni og nýjar upplýsingar eftir útgáfu ákæru sem geta skipt máli í dómsúrlausn. Allt önnur rök liggja að baki áskilnaði um kröfugerð og lagatilvísanir í ákærum í opinberum málum en varðandi kröfugerð og málsástæður í stefnu í einkamáli. Sé ákæruvaldinu of þröngur stakkur skorinn getur það haft lamandi áhrif á réttarvörslukerfið, því þá geta menn aldrei verið vissir nema eitthvað nýtt komi fram sem kollvarpi málinu. Lög um meðferð opinberra mála eru til að setja ramma utan um meðferð sakamála, ekki til að koma í veg fyrir saksókn. Og þú getur sagt blessuðum lagaprófessornum það með kveðju frá mér!

1/11/03 03:01

krumpa

Æi, jæja, þú veist nú kannski eitthvað í þinn haus. En það er ekki ein rétt niðurstaða í neinu máli og getum við ekki bara verið sammála um að vera ósammála ? Þú túlkar þetta á þinn hátt og ég (og annað viti borið fólk) á minn hátt... Við gætum annars verið hér fram að jólum vitnandi í lög og dóma fram og til baka og aldrei komist að niðurstöðu (og meðal annarra orða - mín niðurstaða er réttari). Ég hef (vonandi) bara þarfari hluti að gera. En mergurinn málsins er sá að lögfræðingar og dómarar og annað hyski yrði alveg óþarft ef ekki væri hægt að karpa um allt innan lögfræði (gallinn er bara að lögfræðikarp er frekar tilgangslítið og leiðinlegt). Skora svo bara aftur á þig í kappdrykkju ! Ef þú veist í raun eitthvað um lögfræði þá hlýturðu að geta drukkið !

1/11/03 03:01

krumpa

ps. H1962:243 - þar sem HR taldi sig bundinn af ákæru þrátt fyrir að hann teldi vera um alvarlegri glæp að ræða/svona atvik eru enn rökstudd með tilvísan í 1. mgr. 117. gr. oml. ... Eigum við ekki annars að hætta þessu bara ?

4/12/07 13:01

Billi bilaði

Nei, ekki gera það. Umræðan er rétt að verða skemmtileg.

Golíat:
  • Fæðing hér: 13/10/03 10:42
  • Síðast á ferli: 4/2/19 13:04
  • Innlegg: 7464
Eðli:
Haldinn óþolandi samkeppnisanda.
Fræðasvið:
Garðvísindi, mótauppsláttur og almennir hleypidómar.
Æviágrip:
Prestssonur frá Stökustað í Sinnisveit. Byrjað þar að sitja fé og spinna ull 6 vetra. Fór til sjós 12 vetra að loknu 3 mánaða ströngum farskóla. Er þar enn, enda í góðu plássi hjá Birni "tryllta" Böðvarssyni á teinæringnum Hafgúunni frá Dritvík.