— GESTAPÓ —
Golíat
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/03
Tilkynning til þeirra sem málið varðar

Þeir sem hafa verið að undirbúa sig fyrir fimmtugsafmæli mitt í næstu viku er bent á eftirfarandi. Ég verð sjálfur staddur á meðferðarstofnun þar sem reynt verður að ráða bót á drykkjuvanda mínum, þannig að ég tek ekki á móti gestum. En þeir sem hafa aðstöðu til að skála í eðalvíni eða öðru víni á miðvikudaginn mega gjarnan gera það og leiða jafnframt hugann að þessari þunnu línu milli gleði og ógleði.....
Skál, ég nota þann tíma sem ég hef.
Alls er óvíst með hátíðahöld síðar, það fer einkum eftir árangri næstu vikna. En eitt er víst, verði hátíð þá verður hún auglýst hér.

   (26 af 30)  
31/10/03 06:01

Sverfill Bergmann

Verðurðu á Byrginu? Þá ertu í djúpum lærisveinaskít...

31/10/03 06:01

Golíat

Ég treysti mér ekki til að gefa upp staðinn. Vil ekki fá "vinina" í heimsókn.

31/10/03 06:01

Vamban

Skál fyrir því!

31/10/03 06:01

Skabbi skrumari

Ég mun drekka Ákavíti og skála fyrir þér Golíat minn...

Golíat:
  • Fæðing hér: 13/10/03 10:42
  • Síðast á ferli: 4/2/19 13:04
  • Innlegg: 7464
Eðli:
Haldinn óþolandi samkeppnisanda.
Fræðasvið:
Garðvísindi, mótauppsláttur og almennir hleypidómar.
Æviágrip:
Prestssonur frá Stökustað í Sinnisveit. Byrjað þar að sitja fé og spinna ull 6 vetra. Fór til sjós 12 vetra að loknu 3 mánaða ströngum farskóla. Er þar enn, enda í góðu plássi hjá Birni "tryllta" Böðvarssyni á teinæringnum Hafgúunni frá Dritvík.