— GESTAPÓ —
Líknarbelgurinn
Nýgræðingur.
Dagbók - 1/11/02
Hús fyrir vegalaus börn?

Dýrasta LEGO-hús sögunnar?

Í gærkvöldi var sjónvarpað á Rúv viðamikillri landssöfnun.Ég reyndar nennti ekki að horfa á þetta enda ekki mikill mannvinur.

En allt í einu rann upp fyrir mér hvenær ég sá fyrst svona söfnunu. Það var fyrir u.þ.b. 8 árum síðan í sjónvarpsþætti sem Hermann heitinn Gunnarsson stjórnaði. Markmið söfnunarinnar var að finna fé til að byggja hús handa vegalausum börnum(sem samkvæmt heimildum þess tíma voru 50 talsins)

Þátturinn var þannig uppsettur að í hvert sinn sem milljón bættist við söfnunarféið þá fengu einhverjir strumpar eina körfu af legókubbum, þeir notuðu síðan þessa kubba til þess að byggja ofursmáa útgáfu af þessu húsi.

Hvar er þetta hús? Ég veit ekki til þess að þetta hafi nokkurn tíman verið byggt!

Ef einhver les þetta og hefur einhverja vitneskju um hvar þetta hús er niðurkomið endilega sendið mér skilaboð.

   (4 af 5)  
4/12/12 12:01

Regína

Ég tek undir þetta.

Líknarbelgurinn:
  • Fæðing hér: 12/10/03 15:26
  • Síðast á ferli: 15/11/13 02:37
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
KISS, Bókmenntir, gítarspil, öldrykkja, leti, svefn, matargerð,