— GESTAPÓ —
Bjargmundur frá Keppum
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 4/12/07
Upprisa nr.16287

‹vaknar upp í dúnfóðraðri kist í iðrum kastala Nefndarmálaráðuneytisins›

‹geispar svo glymur í nágrenninu›

Þetta var ágætis lúr. Hvað hefur gerst á meðan ég svaf?

‹blandar sér Alkaseltzer í gin›

   (2 af 22)  
4/12/07 13:01

Andþór

Ég gerðist. Hæ!

4/12/07 13:01

Huxi

Það er allt komið til helvítis. Þú verður að skipa nefnd til að redda því sem reddað verður.

4/12/07 13:01

Bjargmundur frá Keppum

Gerðist þú? ...

Ef þú ert óskilgetið barn mitt og vilt fá það á hreint þá liggja DNA-upplýsingar mínar á öllum helstu heilbrigðisstofnunum landsins. Ég hætti að nenna að fara í DNA-próf eftir 300asta skiptið.

4/12/07 13:01

Skreppur seiðkarl

Hafið þér eigi illt í baki eftir svefn þetta langan?

4/12/07 13:01

krossgata

Þú ert vonandi útsofinn?

4/12/07 13:01

Tigra

Velkominn aftur Ruglubulli minn!
[Ljómar upp]

4/12/07 13:02

B. Ewing

Getur þú séð um hópupprisu ?

4/12/07 13:02

Vladimir Fuckov

Vjer bjóðum yður formlega velkominn til baka [Ljómar upp]. Laumuðu óvinir ríkisins svefnlyfi í yður ?

4/12/07 14:00

Rattati

Velkominn. Hvað er að frétta úr draumalandinu?

4/12/07 15:00

Bjargmundur frá Keppum

Ég þakka hlý orð. Ástæða svefnsins langa var sú að ég fékk mér kannski aðeins of mikið neðan í því eina nóttina fyrir tveimur árum. Ég get hinsvegar ekki munað hversu mikið ég drakk þar sem ég fór í black-out, ellegar almyrkvun, um miðnætti.

Bjargmundur frá Keppum:
  • Fæðing hér: 10/10/03 17:12
  • Síðast á ferli: 9/3/11 02:16
  • Innlegg: 53
Eðli:
Í Heimsveldinu Baggalútíu ríkir stórriddarinn Sir Bjargmundur KBE (Knight of the Baggalutian Empire) yfir nefndarmálum, auk þess sem hann sinnir utanríkismálum í hjáverkum. Hann má oftast finna í hinum gríðarstóra kastala sem hýsir nefndarmálaráðuneytið, þar sem hann stundar hvort tveggja að stjórna gangverki samfélagsins með óteljandi nefndum og að borða kleinur og drekka kaffi á tilgangslausum nefndarfundum til að auka himinhá eftirlaun sín enn frekar.Þó svo að minna beri á ráðherranum dags-daglega á opinberum vettvangi heldur en Konungshjónum, Keisara, Forseta eða Forsætisráðherra Baggalútíu, er það í rauninni hann sem stjórnar á bak við tjöldin með krafti nefnda og skriffinnsku, en með því að styrkja stoðir skrifræðis í Heimsveldinu Baggalútíu hefur ráðherrann komið ár sinni þannig fyrir borð að hann getur talist einn valdamesti maður Ríkisins, þar eð ekkert getur farið fram nema að nefndir og skriffinnska komi þar að. Þess á milli er ráðherrann mikið fyrir sopann og á það til að dansa á borðum uppi við gamla diskóslagara, auk þess sem aðaltómstundagaman hans er að reykja vindla og hlæja stórkarlalega.
Fræðasvið:
Alhliða spekúlasjónir, bjúrókratismi og nefndarsköp.
Æviágrip:
-Bjargmundur Svarfdal fæddist á bænum Keppum við Dýrafjörð. Hann kemur af langri röð embættismanna, skriffinna og ógæfumanna.-Skráður í Skálholtsskóla einungis þriggja vetra gamall. Útskrifaður með 6,5 í leikfimi/glímu, 10 í bókfærslu, 8 í latínu og 7 í mótekju.-Hefur átt marga lærifeður og samstarfsmenn í gegnum tíðina, en þar á meðal eru Guðbrandur biskup, Magnús Stephensen, Bólu-Hjálmar, Herbert Spencer, Max Weber o.fl.