— GESTAPÓ —
dordingull
Heiðursgestur.
Pistlingur - 3/12/05
Stóriðja

Að gefnu tiefni

Hvar á að fá rafmagn fyrir hraðvaxandi tæknisamfélag sem krefst sífelt meiri orku?
Hvar á að fá rafmagn fyrir vetnissamfélagið sem stjórnmálamenn tala um á tyllidögum?
Þegar við rafvæðum bíla og skipaflotann hvar á að fá til þess orku þegar búið er að ráðstafa öllum hagkvæmustu kostunum til eiturspúandi álvera og það á spottprís?
Af hverju berja menn höfðinu við steininn og neita að læra af reynslunni?
Þar sem stóriðju, álverum eða öðru, hefur verið plantað í lítil samfélög í tilraunum til að styrkja þau, er reynslan öll hin sama. Mikil uppbygging og fólksfjölgun. Sveitafélagið veður í peningum, byggir leikskóla, barnaskóla og afþreyingaraðstöðu, vegakerfið er bætt heilsugæsla elfd og allt er í blóma.
En hvað svo? Þegar börnin vaxa úr grasi fara þau burt!
Vilja ekki gera verkamannavinnu í stóriðuveri að ævistarfi eða fá ekki vinnu því, jú foreldrar þeirra manna flestar stöður. Verktakafyrirtækin sem blómstruðu á framkvæmdartímanu hafa fæst næg verkefni, þau fara því líka og taka með sér unga fólkið sem hjá þeim vinnur í verkefni annarstaðar eða leggja upp laupana. Eftir einungis tuttugu ár er staðan því þessi: Orðið er til samfélag fólks á aldrinum 40-60ára sem situr fast í menguðu krummaskuði án barna sinna og barnabarna, hundleiðist en kemst ekkert því eignir þeirra eru verðlausar.
Ég votta þessu fólki samúð mína.

   (2 af 8)  
3/12/05 03:01

Grámann í Garðshorni

Það þarf einfaldlega að fjölga frystihúsum og efla sjáfar útveginn. Íslendingar verða bara að hætta að vera svona andskoti snobbaðir. Það er enginn rökstuðningur í því að segja að álver séu atvinnuskapandi þegar að þau eru fullmönnuð af erlendu vinnuafli.
Styrkja þarf ferðamannaiðnaðinn og markaðsetja okkur sem hreint og ómengað land.

3/12/05 03:01

dordingull

Æ!

3/12/05 03:01

Offari

Leggjum allt hálendið undir eitt gígauppistöðulón og setjum álver í hverjan fjörð.

3/12/05 03:01

Jerusalem

Held að það þurfi nú líkja að styrkja hátækni iðnaðin hér. Mörg tölvufyrirtæki eru að hugsa um að flytja út úr landi vegna betri kjöra fyrir þau.
T.d. í Kanada er verið að bjóða fyrirtækjum frítt húsnæði.
CCP, fyrirtækið sem skilaði mestum hagnaði íslenskra tölvufyrirtækja er að hugsa um að flýja land. Krónan of sterk og allt það.

3/12/05 03:01

Haraldur Austmann

Sammála Dordingli.

3/12/05 03:01

Dr Zoidberg

Já, þarna er væntanlega verið að tala um samfélagsbreitingarnar sem orðið hafa í Hafnafirði eftir að álverið kom í Straumsvík, er það ekki eini staðurinn sem hefur haft álver í 20 ár?
En spáið í því hvað er stutt í að fólk fari að segja Akurnesingabrandara.

3/12/05 03:01

dordingull

Að álver, starfrækt á höfuðborgarsvæðinu muni dæmigert fyrir samfélagsáhrif stóriðju á fámenn útnárasamfélög, gefur glögga mynd af þeirri rökleysu sem þessi helstefna í heild sinni er.

3/12/05 03:01

Jóakim Aðalönd

Ekki skil ég hvaðan thú hefur thennan samanburð. Eru allir krakkarnir fluttir frá Hafnarfirði? Ég hef komið í álverið á Grundartanga og thar sá ég einungis íslenzka starfsmenn og allir virtust ánaegðir í vinnunni, enda nokkuð vel borgað. Thad er staðreynd að álverunum tveimur hefur haldist vel á starfsmonnum og segir thað sína sogu. Af hverju aettu svo bornin að neita að vinna somu vinnu og foreldrarnir? Svona málflutningur naer ekki nokkurri átt.

Thad er líka gomul lumma að nefna ferðamannaiðnaðinn í thessu sambandi, en staðreyndin er sú, að thað mun aldrei nást sami árangur í honum eins og stóriðjunni. Gleymum thví ekki að ferðamenn menga líka. Ferðamannabransinn á Íslandi er auk thess orðinn nokkuð mettur og taekifaerin flest gengin út. Thad er engin ástaeda til ad aetla ad stóriðja og ferðamannaiðnaður geti ekki átt samleið, ekki frekar en hvalveiðar og hvalaskoðun.

Ef thað vantar orku í vetnisframleiðslu eða annað, er létt verk að virkja bara meira. Stífla eins og eitt fljót, bora eins og nokkrar holur eða jafnvel að virkja sjávarfollin.

3/12/05 03:01

dordingull

Jóakim. Þú hefur ekki lesið það sem ég skrifaði.
Það var doktorinn sem fór að tala um Hafnarfjörð.
Ég talaði hvergi um ferðamenn. Og hvaðan hef ég þetta?
Nokkur ár eru síðan ég sá þátt í erlendu sjónvarpi um samfélagsleg áhrif stóriðju á FÁMENN samfélög.
Nærtækasta dæmið er þó frá Noregi við mjög líkar aðsæður og eru á Héraði. Þar VARÐ niðurstaðan sú sem ég er að lýsa og um þetta var þáttur í íslensku sjónvarpi fyrir stuttu.
En fjármálasnillingurinn Jóakim Aðalönd ætti fyrstur að átta sig á peningahlið málsins.
Það er ekkert einfalt að virkja bara meira, vegna kostnaðar. Það þýðir að sú orka sem við þurfum að nota sjálf í framtíðinni verður okkur dýrari, og þar munar miklu.
Þann mismun á auðvitað að taka með í reikninginn þegar við verðleggjum orkuna nú, en er ekki gert!

3/12/05 03:02

Lopi

Ég legg til að stjörnufræðingar finni ómengaða plánetu úti í geimi og að NASA stefni að því að senda hóp fólks til að nema hana og við sem eftir sitji á jörðu niðri samgleðjist þeim og horfum á skemmtilega veruleikasjónvarpsþætti þaðað.

3/12/05 04:02

Jóakim Aðalönd

Ég las thad sem thú skrifadir dingli. Ég var ad svara Grámanni í sambandi vid ferdamennina og thú útskýrdir ekki hvadan thú hafdir thessi ord um brottflutning ungmenna úr fámennum samfélogum sem búa vid stóridju fyrr en í svarinu hér ad ofan.

Thad aetti ekki ad vera hindrandi fyrir vetnisidnad ad á Íslandi starfi álver sem krefjast mikillar orku. Kostnadurinn sem fer í ad virkja meira, kemur ad sjálfsogdu til baka vid ad selja vetnid.

Thad er athyglisverdur punktur ad rafmagnid sé selt of ódýrt til álveranna, en líklega hefdu thau einfaldlega opnad álverin í fátaekari ríkjum, hefdum vid selt theim rafmagnid dýrar. Hagfraedingur einn sagdi í sjónvarpinu eitt sinn: Eitt tonn af áli faerir jafn mikid í thjódarbúid og eitt tonn af thorski.

3/12/05 05:01

hlewagastiR

Hvar á að fá rafmagn fyrir hraðvaxandi tæknisamfélag sem krefst sífelt meiri orku?
Svar: það er nóg til.

Hvar á að fá rafmagn fyrir vetnissamfélagið sem stjórnmálamenn tala um á tyllidögum?
Svar: það er nóg til.

Þegar við rafvæðum bíla og skipaflotann hvar á að fá til þess orku þegar búið er að ráðstafa öllum hagkvæmustu kostunum til eiturspúandi álvera og það á spottprís?
Svar: spurning felur í sér fullyrðingar sem ekki fá staðist. En við förum létt með að afla orku ti að rafvæða bílaflotann. Skipaflotinn verður aldrei rafvæddur, a.m.k. eru ekki einu sinni vísbendingar á lofti um að slíkt verði nokkru sinni unnt.

Af hverju berja menn höfðinu við steininn og neita að læra af reynslunni?
Menn læra af reynslunni. Hún er FRÁBÆR. Því er haldið áfram.

Þar sem stóriðju, álverum eða öðru, hefur verið plantað í lítil samfélög í tilraunum til að styrkja þau, er reynslan öll hin sama. Mikil uppbygging og fólksfjölgun. Sveitafélagið veður í peningum, byggir leikskóla, barnaskóla og afþreyingaraðstöðu, vegakerfið er bætt heilsugæsla elfd og allt er í blóma.
Svar: þetta er rétt.

En hvað svo? Þegar börnin vaxa úr grasi fara þau burt!
Svar: þetta átti við ÁÐUR en atvinnan kom með sínum lífsgæðum. Álverin binda enda á þennan vanda.

Vilja ekki gera verkamannavinnu í stóriðuveri að ævistarfi eða fá ekki vinnu því, jú foreldrar þeirra manna flestar stöður.
Álver eru hátæknifyrirtæki. Störf þar eru áhugaverð og kerfandi og vel launuð. Mikill er hroki þeirra sem líta niður á vinnandi fólk.

Verktakafyrirtækin sem blómstruðu á framkvæmdartímanu hafa fæst næg verkefni, þau fara því líka og taka með sér unga fólkið sem hjá þeim vinnur í verkefni annarstaðar eða leggja upp laupana. Eftir einungis tuttugu ár er staðan því þessi: Orðið er til samfélag fólks á aldrinum 40-60ára sem situr fast í menguðu krummaskuði án barna sinna og barnabarna, hundleiðist en kemst ekkert því eignir þeirra eru verðlausar.
Svar: nú hefur þú gleymt að taka lyfin þín, Nostradamus.

Ég votta þessu fólki samúð mína.
Svar: það er óþarfi. En ég votta sér samúð mína að vera svona þunglyndur.

3/12/05 05:01

dordingull

Fræðilega er nóg til. En er raunhæft að ætla að fallist verði á að flestum gróðurvinjum hálendisins verði sökt?
Er líklegt að að fallist verði á að þeim náttúruperlum sem mörg háhitasvæðin eru verði breytt í stálröraskúlptúra.
Síðan er það kostnaðurinn. Eitthvað er eftir af ,,ódýrum" virkjanakostum en verði haldið lengra vex kosnaðurinn svo mjög að eins og er eru þeir varla raunhæfir og gera í öllu falli hugsanlegt vetnissamfélag fokdýrt. Þegar þú í framtíðinni borga 7 krónur fyrir kílóvattstundina á bílinn þinn þá munt þú bölva álverunum í sand og ösku því án þeirra gætir þú fyllt á bílinn fyrir 2000 í stað 10.000.
Þegar ég tala um rafvæðingu bíla og skipa á ég við vetni. Vetni er ekki eiginlegur orkugjafi en er notað til að geyma raforku og mun ekki síður knýa skip en bíla.

3/12/05 05:01

dordingull

Jóakim. Það er rétt að kostnaðurinn kemur til baka.
En hvaðan? Hann mun koma úr þínum vasa, ekki mínum því ég verð dauður, og annarra almennra notenda.
Nú þegar er hátt orkuverð að sliga mörg íslensk fyrirtæki og ástæðan er sú að þau og almenningur er að niðurgreiða orkuverð til stóriðju. Og þessar niðurgreiðslur munu aukast í framtíðinni vegna álæðisins.

3/12/05 07:02

Jóakim Aðalönd

Nei, nú ertu endanlega orðinn snar. Orkuverð á Íslandi er mjög lágt, hvort sem er til amlennra notenda eða stóriðju og er það vel. Kostnaðurinn kemur svo augljóslega til baka frá þeim fyrirtækjum sem nota orkuna og þeirra viðskiptavinum, ekki almenningi, nema einstaklingum sem eru í viðskiptum við álframleiðandann, en þeir einstaklingar hljóta eðli málsins samkvæmt að vera fáir. Það væri líka fróðlegt að vita hvar þú færð þessar tölur um að notandinn gæti fyllt á bílinn sinn fyrir fimmfalt minna fé, bara vegna þess að engin væru álverin. Ég sé ekki nokkra tengingu þarna á milli. Eftir stendur að álframleiðendur kæmu aldrei til Íslands, ef ekki væri fyrir ódýra orku.

Í raun eru virkjunarkostir aldrei ódýrir. Málið er að þeir gefa mikið af sér þegar farið er að nota orkuna. Náttúruperlum landsins verður aldrei flestum sökkt. Það veit ég og það veist þú. Þær eru í fyrsta lagi flestar utan virkjanlegra svæða og ég græt þær þurrum tárum sem þurfa að víkja fyrir framkvæmdum sem gefa af sér mikla peninga. Við lifum ekki á því að glápa á landslagið.

Mér er það augljóst að þú hafnar stóriðju og virkjunum af tilfinningum og það jafnast á við trúarbrögð sem ekki er hægt að ræða á rökfræðilegum grundvelli. Ég er alla vega harður á því að peningar og velferð skipti meira máli en eitthvað landslag uppi á fjöllum sem fáir sjá,

dordingull:
  • Fæðing hér: 10/10/03 13:52
  • Síðast á ferli: 20/6/13 19:39
  • Innlegg: 2406
Eðli:
AA,HA!
Fræðasvið:
Mangado
Æviágrip:
Hví þarf ég að endurskrifa ævisögu mína?Man ekki með nokkru móti hvaða tegund ýkju og skreytingarlistar var notuð í 1.útgáfu. HVAR ER HÚN NÚ?! Týndist handritið kannski í hafi? Mun þá gera mitt besta við endurritun en vil þá fá tryggingarféð greitt.