— GESTAPÓ —
dordingull
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/11/04
Er Guð til? Og hver smíd-ann II Fáeinar Biblíuspurningar til gamans.

Jæja best að vera ekki að bíða neitt með þetta. Þá gæti svo farið að ekker yrði úr líkt og varð upp á teningnum í vor.<br /> Þá skrifaði ég smá hugleiðingu í framhaldi af umræðu sem átti sér stað á þræði og lofaði (hótaði) að koma með meira, en hætti við af ýmsum ástæðum. Aðalástæðan var þó sú hvað viðkvæmt málið virtist vera og þar sem ég er hér fyrst og fremst til að skemmta mér og vonandi öðrum í leiðinni fannst mér þetta vera full alvarleg umræða. Og ekki vil ég taka sáluhjálpina frá nokkrum manni. En áfram með smérið því pistlarnir verða margir (nei bara að plata 2-3 ekki meir) hér er sá fyrsti.

Þegar ég segi fólki að ég trúi því að maðurin hafi skapað guð en guð ekki manninn, taka flestir það sem grín eða fíflshátt og telja það óviðeigandi að láta svona útúr sér. Þegar þeim verður svo ljóst að mér er full alvara breytist viðhorfið og ég þá orðinn að oflátúng eða vitleysing eins og Helgi Hós.
Svo koma spurningarnar: Trúir þú þessu virkilega? Á hvað trúir þú þá? Heldur þú að þetta allt hafi gertst af sjálfu sér? Trúir þú þessu eða hinu og trúir þú ekki þessu eða hinu, endalaust. Hitni svolítið í kolunum heimta menn svör við já og nei spurningum. Trúir þú á Guð? Já eða nei. Vandinn við að svara slíku er sá að spyrjandinn veit ekki um hvað hann er að spyrja.

Hvaða guð á hann við? Biblíuguðinn að sjálfsögðu, ert þú asni? Má vera, en hvaða Biblíuguð? HA? Þeir hljóta að vera fleiri en einn. Ekki getur það verið sami guðinn sem setti okkur boðorðin og sá sem drekkti öllum í reiðikasti.
Braut boðorðin með einni af höfuðsyndunum bræði og myrti bara allt heilaklabbið! Karla, konur, börn og öll dýrin líka. Og hversvegna? Þau höfðu syndgað!
Jahá, varla þó litlu nýfæddu börnin sem þú varst að skapa þau hljóta þó að vera saklaus og hvað með dýrin? Geta þau syngað? Skiptir mig engu ég tók öryggisafrit af hveri tegund fyrir sig ef ég þarf að nota eitthvað af þessu seinna. Það var einfaldast að kála öllum í einu.

Hvað margir þeirra sem þetta lesa trúa öðru en að sagan af syndaflóðinu sé annað en forn munnmælasaga af náttúruhamförum eða bara ævintýri? Má ég sjá, réttið upp hönd sem trúið því að guð hafi gert þetta.

Ef hann hefur ekki framið þetta mesta fjöldamorð í sögu jarðarinnar er þá ekki allt satt sem stendur í Biblíunni? Hvað segja rétttrúaðir við slíkri speki?
Láttu nú ekki svona þetta er bara í Gamlatestamentinu. Aaa, nú skil ég, hentistefna? Ertu alveg orðin kolvitlaus? Ert þú að halda því fram að alvitur og algóður guð skapandi himins og jarðar hagi sér eins og prangari og geri eitt í dag og annað á morgun? Já það stendur í Biblíunni og þar munu guðs eigin orð vera skráð. Eða er ekki svo? Þú er vitlaus! Getur verið, en hvernig er það, trúir þú á guð? Að sjálfsögðu trúi ég á guð það gera allir. Er það? Samt dregur þú orð hans í efa. Ég geri það ekki neitt! Sagði bara að ekki væri allt sem stæði í Gamlatestamentinu endilega komið frá guði. Ha, hvenær sagðir þú það? Þú veist vel hvað ég á við vertu ekki að snúa útúr. Nei hef ekki hugmynd um það hvað þú átt við. Trúin á Biblíuguðinn hlýtur að vera byggð á Biblíunni hún er undirstaðan, grundvöllur trúarinnar á son Hans Jesú krist og föðurinn Guð sjálfan. Og nú ert þú trúaður maðurinn að segja mér að það sé ekki víst að allt sem þar stendur sé heilagur sannleikur.
Ég sagði það ekki neitt! Ég sagði bara að á löngum tíma gæti eitthvað hafa skolast til. Það er búið að þýða þetta milli margra tungumála og ekker skrýtið þó eitthvað hafi farið úrskeiðis, en grunnurinn sjálf trúin á guð stendur uppúr. Ég heyrði þig ekki segja neitt af þessu. Getur verið að þú sér farinn að hagræða guðsorði að eigin henutug leikum? Þú skilur ekki neitt! Guð er það góða í heiminum.
Heyr! Skiptir þá engu hvað stendur í Biblíunni? Jú víst skiptir það
máli hitt er samt aðalatriðið. Hitt? Skolast til? Ekki allt komið frá guði? Tungumálaerfiðleikar? Hver er trú þín maður, þýðingarvilla? Ertu klikkaður þú veist það vel ég túi á Guð. Já en hvaða guð, Biblíguðinn? Nú ert þú komin í hring kunningi. Nú er það. Þá er best að fara að hætta þessu. En segðu mér samt eitt að lokum, trúir þú sögunni um fæðingu og dauða Jesú krists, því að hann hafi verið eingetinn risið upp frá dauðum stigið til himna og sitji nú við hlið föður síns og fylgist með öllu sem við gerum og dæmi okkur til heljar eða himna svona á svipaðan hátt og Þór gerði hér áðurfyrr? Ég veit það ekki. Þú veist það ekki? Nei. Það var ekki gott. Hvað áttu við, afhverju þarf það að vera slæmt? Vegna þess að sagan af meyfæðingunni og upprisunni er grunvöllur þessara trúar. Án hennar hrinur öll kenningin til grunna eins og spilaborg. Þögn. Kannski er guð bara það góða sem í okkur býr.
HVAÐ VARST ÞÚ AÐ SEGJA? Ekkert. Gott óttaðist það augnablik að á endanum yrðum við sammála. Jæja. Já það er satt það er byrjað að rigna best að drífa sig heim. Sjáumst síðar. Blessaður.

   (5 af 8)  
2/11/04 11:02

Offari

Réttir upp hönd.. Guð er góður og býr líka í mínum haus. Biblían er rit sem er ekki fullkomin saga en talar þó sínu máli. Þegar vísindin reyna að afsanna Biblíuna rekast þeir yfirleitt oftar á eitthvað sem ber saman við þessa sögu þetta er skemtileg umræða sem fær okkur til að hugsa um trúmál okkar. Takk fyrir
þar er hinsvegar óvist hvort mín orð séu heilög.

2/11/04 11:02

Nornin

Skoðanir okkar eru eins og eignir; við verjum þær með kjafti og klóm, deilum þeim með þeim sem kunna að meta þær, sýnum skástu hliðarnar á þeim og dyljum aðrar.
Þetta á jafnt við um trúarskoðanir og aðrar.

Hentistefna okkar í trúmálum sannar bara það að við vitum ekkert hvað við erum að vona, en við trúum að við séum hólpin þegar á hólminn er komið.
Annars væri þessi jarðvist talsvert napurlegri en hún er.

2/11/04 11:02

Nermal

Eitt atriði er samt giska merkilegt í sambandi við blessuð trúmálin. Guð á að heita að vera góður og margir þakka honum fyrir að bjarga sér frá hinum ýmsustu örðugleikum. Svo skeður eitthvað slæmt t.d eins og flóðbylgjan við Indónesíu í fyrra eða jarðskjálftarnir í Pakistan. Af hverju lætur Guð svona viðgangast? Og svarið er: Vegir Guðs eru óransakanlegir.. Þetta er svona svipað og þegar maður var spurður sem krakki af hverju maður gerði þetta og hitt og svaraði með: Bara.

2/11/04 11:02

Offari

Þar var Djöfullinn að verki...?

2/11/04 11:02

dordingull

Það er vegna þess að guð er ekki til í því formi sem trúarbrögðin kenna. Hann er þó vissulega til og ekki einn guðirnir eru óteljandi. Við bjuggum þá til í þeim tilgangi að auðvelda okkur aðgang að andlegri orku. Sækjum hana til örkustöðva alheims. (Bingó! Nú hef ég trú á að ég hafi heldur betur flækt málið)
Stórsnjöll hugmynd sem virkar vel. Svar til Nermal. offari skaut Djöflinum á milli.

2/11/04 11:02

dordingull

Veist þú það offari góður að það var haldinn fundur hjá rithöfundasambandi biblíuskrifara um það hversu oft væri best að nefna guð hins illa á nafn í bókinni.
Og sú fundargerð er til! Hún er læst niður í dýpsu dýflissu Vadikansins þar sem orfáir fræðimenn hafa fengið að kíkja augnablik í hana undir ströngu eftirliti.

2/11/04 11:02

Offari

Skrepp sem snöggvast til Vadíkans.

2/11/04 12:00

Glúmur

Jæja dordingull, ég sal skrifa þér orð. Ég kann ágætlega við þig og ég sé að þú setur metnað þinn í þetta rit. Þetta rit minnir mig þó um of á óþroskaðar hugmyndir mínar sem ég hafði á mínum menntaskólaárum til þess að ég láti þær hér fram fara ósvaraðarar.
Ég verð því að flengja þig með þeim óþægilega sannleika að þú ert bókstafsftrúar og líkt og öðrum bókstafstrúarmönnum skrumskælir þú boðskap trúarinnar til að bera fram þinn eigin vanþróaða boðskap. Troddu því inn í hausinn á þér að í trúarboðskap okkar er fólgin speki einstaklinga sem lifðu og dóu sínu heila helvítis lífi fyrir árþúsundum ára áður en þér var prumpað í heiminn og þeir kaflar sem þeir fengu innritaða í bifblíuna áður en þeir dóu voru þeir kaflar sem fólki almennt fannst mest vit í! Ef þú heldur að þín takmarkaða vitnesjka sem þú hefur aflað þér þín örfáu ár sem þú hefur étið og sofið í þessum heimi sé meiri en sú almenna vitneskja sem til er í biflíunni þá segir það mér aðeins einn hlut. Að þú ert fordómafullur fáviti sem hefur myndað sér bókstaflega skoðun á biflíunni út frá fáeinum illa orðuðum eða jafnvel illa þýddum setningum í stað þess að kynna þér þann fróðleik ódauðlegra einstaklinga sem þar er að finna.
Ef þú kýst að andmæla mér þá skal ég glaður rökræða við þig í þessu félagsriti.

2/11/04 12:01

Sæmi Fróði

Að rökræða um trúmál er eins og að leika sér að eldi inn í flugeldaverksmiðju í kína, það gæti sloppið en ég hugsa að menn taki nú yfirleitt ekki þá áhættu, því sprenging er möguleg.

2/11/04 12:01

dordingull

Góður! Nema - Þú misskilur mig alveg.
Í Biblíunni er safnað saman mikilli vitneskju og sem slík er um sórmerkilegt rit að ræða. Sagan af fæðingu Jesú og margar aðrar sögur biblíunnar eru hinsvegar ævintýri.
Flestar skemmtilegar dæmisögur sem færa fram ákveðin siðaboðskap en aðrar hreinar skemmtisögur sennilega settar þarna inn til að bókin verði ekki bara þurr fróðleikur.
Hvar var Jesú frá unga aldri fram til tvítugs? Margt bendir til að hann hafi verið meðal Essena. Þar lærði hann þennan siðaboðskap og þessi augljóslega bráðgáfaði ungi maður varð að einum merkasta kennimanni sem við þekkjum. Sá siðaboðskapur sem hann boðaði hafði mikla yfirburði fram yfir þá siði sem þá giltu á mörgum sviðum og það var þessvegna sem hluti mankyns gerði þennan boðskap að sið.
Hann var SIÐABÓT. Jesú var ekki sonur Guðs og boðskapur hans ekki komin frá Guði. Hann var samansafn þekkingar sem fræðimenn Essena virðast hafa safnað saman og hann af snilligáfusinni á því sviði boðaði sem trú og almenna siðabót.
Ég hef ekker á móti því að menn noti þá þekkingu sem í Biblíunni má finna til að styrkja sig andlega og leita þar skýringa á því sem okkur er hulið.
En það MÁ nota Brekkukotstrúna (sjá svar við pistli Jóakims) líka. Um einmitt það stendur til að fjalla í næsta félagsriti, vonandi fljótlega, og þá skýrist afstað mín til trúar betur.
Legg til að þeir sem áhuga hafa á annað borð lesi fyrsta pistilinn um þetta. Þar enduspeglast afstað mín til þess að nota megi hvaða aðferð sem er til að nálgast"guð" að nokkru.

2/11/04 12:01

dordingull

Það var nú þessvegna Sæmi minn sem ég ákvað að hafa pistlana ekki fleiri á sínum tíma.
Líkurna á því að allt springi til helvítis og fólk hér yrði hreinlega að óvinum var of mikill.
Nú þegar er aulinn búin að missa alla virðingu fyrir mér og Glúmur telur mig bókstastrúar. Það leiðréttist vonandi en sýnir vel sprengihættuna.

2/11/04 12:01

dordingull

Smá leiðrétting á svarinu til Glúms.
En það Má nota Brekkukotstrúna í STAÐIN. Ekki, líka, sem þó má alveg auðvitað.

2/11/04 12:01

Númi

Verið kurteis - í guðanna bænum!

2/11/04 12:01

Jóakim Aðalönd

Mér sýnist lang flestir hafi sýnt afburða kurteisi í umræðum þessum, með örfáum undantekningum þó. Svör við þessu félaxriti eru öll kurteis. Það er helst Glúmur vinur minn sem er harðorður.

Málið er bara það að það er nánast útilokað að rökræða trúmál, því þau byggja ekki á rökum.

2/11/04 13:01

Vímus

Dingli min kära ven!

Ég er orðlaus aldrei þessu vant. Ég get ekki hrakið þessi rök þín á nokkurn hátt

2/11/04 14:00

Glúmur

Ég biðst forláts á óvönduðu orðavali í þinn garð Dordingull og líklegast er það rétt hjá þér að ég hafi misskilið þig. Svarið þitt til mín þótti mér gott og í raun betra en félagsritið.
Til að gera grein fyrir höstugu orðavali get ég einungis sagt að þeir sem reyna að gera út um trúmál með því að vitna í biflíuna, hvort sem það er gert með eða á móti trú, eru í mínu áliti ekkert annað en bókstafstrúarmenn. Óbeit mín á bókstafstrúarmönnum er það sem skein í gegn í svari mínu til þín og líklegast óverðskuldað. Biflían er safn af dæmisögum og tímalausum fróðleik sem getur gagnast fólki enn í dag. Á meðan fólk í dag leitar hamingjunnar í sjálfshjálparbókum í fallegum umbúðum með áprentuðu lofi um téða bók þá fyrirfinnst varla sá einstaklingur sem les biflíuna sem bók sér til visku, sumir kíkja í hana í leit að trú, (hún er ekki falin í bók, leitið annarsstaðar) og enn aðrir af skyldurækni.
Það er margt ákaflega gott í biflíunni og inn á milli er sumt sem er leiðinlegt aflestrar. En leitun er að slíku safni visku og þar er saman komið.

2/11/04 15:01

dordingull

Þakka þér fyrir Vímus. En því miður eru ekki til nein óhrekjanleg rök. Fyrir utan það þá taka hinir TRÚUÐU mjög sjaldan rökum.

2/11/04 15:01

dordingull

Ekker mál Glúmur minn. Hafði bara gaman að þessu.
Bjóst satt að segja við meiru slíku.
En af þessu innleggi þínu að sjá er ég þér sammála að mörgu leyti allavega.
Ég er bara dottin úr stuði við að skrifa frekar um þetta, en þar var meiningin að skýra þá afstöðu mína að mér er nákvælega sama hvaða aðferð menn nota til að ná til SÍNS guðs bara ef þeir fengjust nú til þess sjálfir og hægt væri að fá þá til að hætta þessu kjaftæði að allt sem stæði í þeim annars stórmerku ritum biblíunni og kóraninum væri komið frá hinum eina sanna guði.

2/11/04 20:00

Leibbi Djass

Ég verð að segja að ég heillast stundum af myrku hliðinni. En mín myrka hlið er bara ein af mörgum. Drekka bjór, dansa, drekka bjór, dansa, syngja, láta eins og api og gantast.

Það er ein af mínum myrku hliðum.

Mín myrka hlið er full af gæsku.

Takk fyrir gott félagsrit dordingull.

dordingull:
  • Fæðing hér: 10/10/03 13:52
  • Síðast á ferli: 20/6/13 19:39
  • Innlegg: 2406
Eðli:
AA,HA!
Fræðasvið:
Mangado
Æviágrip:
Hví þarf ég að endurskrifa ævisögu mína?Man ekki með nokkru móti hvaða tegund ýkju og skreytingarlistar var notuð í 1.útgáfu. HVAR ER HÚN NÚ?! Týndist handritið kannski í hafi? Mun þá gera mitt besta við endurritun en vil þá fá tryggingarféð greitt.