— GESTAPÓ —
Glúmur
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 2/11/05
Hrappurinn í hrafni bjó

Virtur og fyrirlitinn er hann krummi - ferðamaður okkar.

Hrappurinn í hrafni bjó,
hrímuðum af kletti fló.
Brátt á baki auma sá,
bjargarvana daufa á.
Augun fljótt úr henni hjó,
harmahljóðum ærin dó.
Krummi soltinn kepptist við,
kroppaði í dauðan kvið.
Hrappurinn í hrafni bjó.

Hrappurinn í hrafni bjó.
Heim á ný á vængjum dróg.
Mettur mátti vorfrost strita,
með í goggi vænan bita.
Úr dauðri ánni volgur enn,
í laupnum myndi hrafninn senn,
fæða krumma krílin mjó.
Krunkað getur þá af ró.
Hrappurinn í hrafni bjó.

   (12 af 24)  
2/11/05 08:01

Skabbi skrumari

Skemmtilegt... Skál...

2/11/05 08:01

Golíat

Skál, félagar skál.
Ágætt ljóð annars.....

2/11/05 08:01

Offari

Skemmtilegt og minnir mig á gamlan vin sem kallar sig Kveldúlf vonand lætur hann sjá sig hér aftur með sitt hrafnaspark.

2/11/05 08:02

Jóakim Aðalönd

Skál fyrir Krumma!

2/11/05 08:02

Vladimir Fuckov

Skál ! [Sýpur á fagurbláum drykk]

2/11/05 09:01

Hakuchi

Mér hefur ávallt þótt vænt um krumma.

Hafðu þökk fyrir þetta skemmtilega ljóð um þann dásamlega fugl.

2/11/05 11:01

Glúmur

Já, hrafninn er sérlega skemmtilegur fugl. Sumt sem hann tekur sér fyrir hendur er þó miður fallegt og þó að ég hafi stundum hatast við hann í gegnum tíðina þá sýni ég honum skilning nú orðið.
Hann á skilið refsingu fyrir sumt sem hann gerir og ég myndi hiklaust útdeila þeirri refsingu sjálfur ef þannig bæri til - en ég myndi gera það án haturs og jafnvel af virðingu.
Þakka ykkur annars fyrir orðabelgina - þið eruð höfðingjar, allir með tölu.

Glúmur:
  • Fæðing hér: 8/8/03 13:32
  • Síðast á ferli: 23/6/16 16:18
  • Innlegg: 45
Eðli:
Ég er Glúmur Angan verzlunar- og múgæsingamaður. Vertu hjartanlega velkomin(n) á þessa lítilfjörlegu síðu mína og endilega fáðu þér kaffibolla og lummu af borðinu.
Fræðasvið:
Verzlunar- og múgæsingamaður
Æviágrip:
Glúmur Angan er fæddur og uppalinn að Hálsakoti í Háadal. Ungur að árum var Glúmur fljótur upp á lag með að gera gys að jafnöldrum sínum og þótti honum þeir tregir. Varð þetta til þess að jafnaldrar Glúms forðuðust hann og óskuðu enskis frekar en að verða ekki fyrir háðslegum skætingi og níðvísum hans er síst varði, varð Glúmur fljótt vinalaus með öllu utan prestinn á Síðu sem Glúmur heimsótti oft og ræddu þeir jafnan saman heilu dægrin.Glúmur þótti duglegur til verks og þá sérstaklega höfuðverks en hann bar því tíðum við að hann gæti eigi farið út á engi eða sinnt gegningum sökum höfuðverks. Glúmur átti eigi í vandræðum með að útskíra höfuðverkinn og sagði hann vegna þess að slíkar gáfur hefði hann að hann hreinlega verkjaði í höfuðið ef hann mætti eigi huxa um eitthvað gáfulegt. Þessu trúði enginn nema presturinn á Síðu sem tæmdi safnaðarsjóðinn til þess að hægt væri að senda Glúm til náms í Lærðaskólanum. Því er skemmst frá að segja að Glúm þótti ekki mikið koma til gáfnafars kennaranna í Lærðaskólanum og sótti því enga tíma, sem varð til þess að Glúmur var rekinn úr skólanum strax á haustmánuðum. Tók þá Glúmur sér allrahanda hluti fyrir hendur og tók stefnuna á þá braut sem hann fylgdi æ síðan sem verzlunar- og múgæsingamaður.Meðal þeirra hluta sem hann var hvað frægastur fyrir var að æsa fyrrverandi bekkjarfélaga sína til að æpa "Pereat" út um alla Reykjavík þó svo að enginn þeirra vissi hvað það þýddi, slíkir vanvitar sem þeir voru, hló þá Glúmur og nuddaði saman höndunum eins og hann gerði svo oft er hann var eitthvað að bralla.Glúmur fór snemma að stunda verzlun og var fljótt farinn að standa í útflutningi. Glúmur var snjall í viðskiptum, ef ekki viðsjárverður, og varð fljótt ríkur af viðskiptum sínum þó stundum orkuðu þau tvímælis. Danska krúnan varð til dæmis að grípa fram fyrir verzlun Glúms í Danmörku þegar hann varð uppvís af því að hafa selt reyðinnar býsn af mjöli til Dana sem síðar kom í ljós að var ekkert annað en vikur og jafnvel alvarlegra var hversu margir veiktust eftir að Glúmur seldi Dönum móköggla sem þrumara. Enn þann dag í dag eru verzlunarsvik Glúms kennd í grunnskólum í Danmörku og á hann væntanlega stóran þátt í því hversu mjög Danir eru kvekktir og varir um sig í návist Íslendinga.Glúmur var í seinni tíð virtur galdrabrennu forkólfur og "ÚltraKóbalt" veldi hans var stórt í sniðum.