— GESTAPÓ —
Glúmur
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 2/11/07
Frábærar breytingar

Ég hef nú sjaldan litið á mig sem lofsperðil en lofa skal það sem lofa ber.

Nú hefur Gestapó verið breytt ofurlítið, nöfn gestapóa eru nú aðgengilegt nánast hvar sem þau finnast, félagsrit gestapóa eru aðgengilegri, nýjar myndir komnar af helstu gestum auk þess farið er að benda gestum á rafmæli lúta og gefur það manni kærkomið tækifæri til að rifja upp gamlar minningar tengdar téðum lútum.
Teningakast var innleitt og hefur það strax getið af sér þúsundir pysta í tileinkuðum þráðum og virkar sem ágætasta krydd í öðrum þráðum. Einnig ku Enter af sinni alkunnu forsjá hafa stoppað fyrir 1900 vandann enda ekki nema tæp 7 ár þangað til hann ber að dyrum.

Allar þessar breytingar eru hið besta mál að mínum dómi. Ég er þessa stundina að vinna að lítt áberandi en þó umfangsmiklum álagsprófunum og enn sem komið er virðist sem þetta sé allt saman frækilega smíðað.
...enn sem komið er. [Ljómar upp!]

‹|| Dagbókarfærslur ||›
28. 11 2008
Kæra dagbók, það heldur áfram að vera kalt og blikur halda áfram að vera á lofti í efnahagslífinu. Verðbólga í nóvember var þó lægri heldur en í október og eru það góðar fréttir. Verðbólgan er samt há, 1,74% á milli mánaða (sambærilegt við 20,88%) en er orðin lægri en dráttarvextir. Til samanburðar var verðbólgan í október 2,16% (sambærilegt við 25,92%). Það sem þetta þýðir samt er að síðan Glitnir féll þá hefur heildar upphæð verðtryggðra skulda minna hækkað um 3,94% vegna verðbólgunnar - slík aukning boðar ekki gott.

Það eru samt líka góðar fréttir að viðskiptajöfnuður var jákvæður um 11 milljarða strax í október, það gefur góða von um að þau séu jafnvel betri í nóvember. Með öflugu átaki náum við að toga okkur upp úr þessu, hægt í fyrstu en síðan með auknum hraða.

Lög hafa verið sett á alþingi um gjaldeyrisviðskipti. Ég hef ekki kynnt mér þau fyllilega enn, en af því sem ég hef séð þá valda þau mér áhyggjum. Þarna er verið að þvinga fjármagn og af minni reynslu þá bregst fé ekki alltaf vel við þvingunum - það er betra að smala því.

Rannsókn á meintum efnahagsafbrotum er á frumstigi og vonandi mun það verða öflugt starf. Ef vel á að vera þá verður almenningur að treysta starfinu og slíkt fæst einungis fram með óháðum aðilum og góðri upplýsingagjöf um hvernig starfið fer fram og hvers má vænta af rannsókninni.

2. desember 2008
Veðrið heldur áfram að vera kalt, það er samt ákaflega fallegt inn á milli. Ég fór til mömmu og pabba um helgina, þar var öll fjölskyldan samankomin og við skárum meðal annars út nokkrar laufabrauðs kökur. Það var ákaflega skemmtilegt kvöld. Mér þótti mjög miður að hin merku tímamót um fullveldi íslands í 90ár skyldu líða hjá án þess að á það væri minnst. Að auki virðist fjas um inngöngu í Evrópubandalagið sífellt aukast og einkennist slíkt alltaf annað hvort af græðgi eða fáfræði, nema þá ef bæði sé. Skelfing sem mér þykir það bagalegt þegar fólk hrapar algerlega í huga mér með blaðri um Evrópubandalagið þess efnis að það eigi að vera einhver algóður faðir sem eigi að færa okkur botnlausa velsæld án þess að fá nokkuð fyrir sinn snúð. Barnalegt fjas fáfróðra aumingja sem hafa haft það allt of gott um dagana segi ég!
Þetta fékk mig meira að segja til að rita félagsrit nú rétt fyrir miðnættið. Svo rakst ég á stafsetningarvillu hjá mér sem ég og lagaði en eyðilagði með því dagsetningu ritsins - meiri klaufaskapurinn hjá mér.
Annars er ég farinn að hugsa til jólannanna - þau gerast víst ekki af sjálfu sér.

4. desember 2008
Jæja, það heldur áfram að vera líflegt í þjóðfélaginu. Það gleður mig nokkuð að andstæðingar Evrópubandalagsins innan þjóðfélagsins virðast vera að rumska og tjá skoðun sýna. Loksins.
Ég hef verið að brjóta heilann yfir jólagjöfunum þetta árið, það gæti reynst erfitt að finna íslenskar gjafir handa öllum, þ.e. viðeigandi gjafir. Varðandi óvenjulegri gjafahugmyndir þá hefur mér m.a. dottið í hug heimareykt hangikjöt, gjafabréf frá ferðaþjónustu bænda, árs byrgðir af Omega3 og kind frá kindur.is. Hefðbundari gjafir eins og handverk, tónlist, bækur, DéskotansVandræðaDiskar, leikhúsmiðar, ostakörfur, Latabæjargóss og borðspil koma líka sterklega til greina. Kannski dettur mér fleira í hug - já, ljósmyndir þær eru skemmtilegar. Og tímar í nudd eða dekur, það gæti verið eitthvað fyrir hana Ormlaugu. Jájá, þetta kemur allt saman. Konfekt er líka möguleiki - handa langömmu t.d. henni finnst svo gott að geta boðið gestum eitthvað slikkerí. Handprjónuð lopapeysa er svo alveg eðall - og árskort í húsdýragarðinn.

   (20 af 24)  
3/12/04 16:01

Enter

Æ takk.

3/12/04 16:01

Smábaggi

Puh. Það verður ekki fyrr en hægt verður að laga innlegg í félagsritum og fyrirspurnum sem ég íhuga að hrósa krullóttum fyrir eitthvað.

3/12/04 16:01

Lómagnúpur

Teningakast?

Glúmur:
  • Fæðing hér: 8/8/03 13:32
  • Síðast á ferli: 23/6/16 16:18
  • Innlegg: 45
Eðli:
Ég er Glúmur Angan verzlunar- og múgæsingamaður. Vertu hjartanlega velkomin(n) á þessa lítilfjörlegu síðu mína og endilega fáðu þér kaffibolla og lummu af borðinu.
Fræðasvið:
Verzlunar- og múgæsingamaður
Æviágrip:
Glúmur Angan er fæddur og uppalinn að Hálsakoti í Háadal. Ungur að árum var Glúmur fljótur upp á lag með að gera gys að jafnöldrum sínum og þótti honum þeir tregir. Varð þetta til þess að jafnaldrar Glúms forðuðust hann og óskuðu enskis frekar en að verða ekki fyrir háðslegum skætingi og níðvísum hans er síst varði, varð Glúmur fljótt vinalaus með öllu utan prestinn á Síðu sem Glúmur heimsótti oft og ræddu þeir jafnan saman heilu dægrin.Glúmur þótti duglegur til verks og þá sérstaklega höfuðverks en hann bar því tíðum við að hann gæti eigi farið út á engi eða sinnt gegningum sökum höfuðverks. Glúmur átti eigi í vandræðum með að útskíra höfuðverkinn og sagði hann vegna þess að slíkar gáfur hefði hann að hann hreinlega verkjaði í höfuðið ef hann mætti eigi huxa um eitthvað gáfulegt. Þessu trúði enginn nema presturinn á Síðu sem tæmdi safnaðarsjóðinn til þess að hægt væri að senda Glúm til náms í Lærðaskólanum. Því er skemmst frá að segja að Glúm þótti ekki mikið koma til gáfnafars kennaranna í Lærðaskólanum og sótti því enga tíma, sem varð til þess að Glúmur var rekinn úr skólanum strax á haustmánuðum. Tók þá Glúmur sér allrahanda hluti fyrir hendur og tók stefnuna á þá braut sem hann fylgdi æ síðan sem verzlunar- og múgæsingamaður.Meðal þeirra hluta sem hann var hvað frægastur fyrir var að æsa fyrrverandi bekkjarfélaga sína til að æpa "Pereat" út um alla Reykjavík þó svo að enginn þeirra vissi hvað það þýddi, slíkir vanvitar sem þeir voru, hló þá Glúmur og nuddaði saman höndunum eins og hann gerði svo oft er hann var eitthvað að bralla.Glúmur fór snemma að stunda verzlun og var fljótt farinn að standa í útflutningi. Glúmur var snjall í viðskiptum, ef ekki viðsjárverður, og varð fljótt ríkur af viðskiptum sínum þó stundum orkuðu þau tvímælis. Danska krúnan varð til dæmis að grípa fram fyrir verzlun Glúms í Danmörku þegar hann varð uppvís af því að hafa selt reyðinnar býsn af mjöli til Dana sem síðar kom í ljós að var ekkert annað en vikur og jafnvel alvarlegra var hversu margir veiktust eftir að Glúmur seldi Dönum móköggla sem þrumara. Enn þann dag í dag eru verzlunarsvik Glúms kennd í grunnskólum í Danmörku og á hann væntanlega stóran þátt í því hversu mjög Danir eru kvekktir og varir um sig í návist Íslendinga.Glúmur var í seinni tíð virtur galdrabrennu forkólfur og "ÚltraKóbalt" veldi hans var stórt í sniðum.