— GESTAPÓ —
Glúmur
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 1/12/04
Ég afneita

Ég afneita konungsvaldinu!
Ég afneita keisaravaldinu!
Ég afneita forsetavaldinu og ríkisstjórn Baggalútíu.

Ég tek byltingunni fagnandi og býð alla velkomna, aldna sem nýja.
Á Gestapó án fordóma, án stéttskiptingar og án pólitíkur.
Ég bíð alla velkomna á gestapó gagnkvæmrar virðingar, áhugaverðra spekúleringa og ódauðlegra ljóða.

Ég fagna hinni útópísku byltingu sem mun tryggja Gestapó í sessi eins og því var alltaf ætlað að vera. Útópískt samfélag þenkjandi fólks með sérlega frómt skopskyn.

Lengi lifi byltingin - Lengi lifi Gestapó

   (21 af 24)  
1/12/04 17:01

Ívar Sívertsen

Ég held að þú sért í afneitun. Hér stjórnar hver sjálfum sér en engum öðrum. Friðargæsluliðar hafa völd til að færa til þræði en samt í samráði við aðra friðargæsluliða. Menn eiga að haga sér skikkanlega og bannað er að móðga [mikið alla vega] og bannað er að særa! Þetta eru reglurnar við skulum fara eftir þeim!

1/12/04 17:01

Skabbi skrumari

Sammála Ívari...

1/12/04 17:01

krumpa

Vil nú engan særa en eftir þessa svokölluðu byltingu er veran hér orðin dæmalaust leiðinleg. Illindi virðast hafa stigið upp af smámunum, þau skrif sem ég hef verið að lesa í dag eru fádæma andlaus og leiðinleg. Ég vil ekki særa neinn - en þetta vefsvæði er ekki svipur hjá sjón hjá því sem það var áður en ég fór í fríið mitt. Sjokkið er algert. Andleg lágkúra svífur hér yfir vötnum og hvergi er frjóa hugsun að finna. Ef þetta eru afleiðingar byltingarinnar þá verð ég að segja að hún er búin að eta börnin sín.

1/12/04 17:01

B. Ewing

Hvað eru allir að skrifa um byltingu hér og byltingu þar??
Ég er lítill íhaldsinni en það þarf vandaðari aðferðir en byltingu eina og sér til að skapa breytingar. Að hrópa "BYLTING" getur verið hættulegt í sumum löndum. Sem betur fer á það ekki við á Klakanum því að þótt einhver hrópi "BYLTINGU!!" í heila viku þá mætir yfirleitt enginn í byltinguna.

1/12/04 17:01

Ívar Sívertsen

Krumpa: Hjálpaðu okkur að endurreisa stemmninguna eins og hún var. Gerum okkar besta!

1/12/04 17:01

Heiðglyrnir

Hér rekur bara hverja munnfyllina af annari af fádæma kjánalegu bulli, annars vegar undir "byltingarslagorðum" og hins vegar undir "vil nú engan særa" Þessi blessaða bylting er nú varla meira en svona 3 til5 daga gömul, og aðrir flokkar stofnaðir í kringum hana, en í guðanna bænum, þetta er bara grín, en ein Baggalútsuppákoman og ber ekki að líta á neitt öðruvísi. Að þetta hafi eitthvað með viðveru tiltekinna persóna á Baggalút, (sem hefur verið furðu lítil löngu fyrir þessa vitleysu) er bara kjánalegt, og að Baggalútur sé leiðilegri og andlausari en áður er bara ekki svaravert, Baggalútur er bara við sem byggjum hann, og svona erum við. Skál Skabbi minn

1/12/04 17:01

feministi

Þá hló marbendill

1/12/04 17:01

Vladimir Fuckov

Vel mælt hjá Heiðglyrni. Vér vonum (og oss grunar) að skrif Glúms séu grín en þau geta misskilist illilega séu þau lesin án þess að vita hvað hér hefur verið að gerast.

En haldi þetta byltingartal áfram dettur oss í hug sú róttæka hugmynd að kljúfa Baggalútíusvæðið upp í Austur-Baggalútíu þar sem kommarnir myndu aðallega halda sig og Vestur-Baggalútíu þar sem yrði keisara- konungs- og forsetavald eins og verið hefur í Baggalútíu. Þessi hugmynd er þó kannski tóm vitleysa...

Tek annars heils hugar undir orð Ívars hér að ofan.

1/12/04 17:01

Enter

Mér er sama hvað þið reynið óbermin ykkar - þið fáið ekki múr!

1/12/04 17:01

Vladimir Fuckov

En hvað með tjald úr járni ?

1/12/04 17:01

Gvendur Skrítni

bara svona lítið, ha?

1/12/04 17:01

feministi

Múr? Djöfull sem þið getið verið leiðinleg Eruð þið búin að gleyma "die Mauer muss weg"

1/12/04 17:01

Finngálkn

Kannast einhver við orðið "SKULLFUCKER" - Í merkingunni skálaþembill?

1/12/04 17:01

Mikill Hákon

Hvaða fokkings hryðjuverkahópar eru að skjóta upp kollinum hér og þar!?

1/12/04 17:01

krumpa

Uss elskan, ekki segja svona ljótt! Þér hefur greinilega farið aftur meðan ég var í fríinu. Þarf ég nú að fara að ala þig aftur upp?? Oh, jæja - náðu þá í svipuna - ætla að bregða mér í gallann...

1/12/04 17:01

Smábaggi

Ég tek undir með orðum Glúms; ég afneita ríkisstjórninni! Allir menn eru jafnir! Orð auðvaldssinnans Ívars eru marklaus fyrir mér.

1/12/04 17:02

Afturhaldskommatittur

Orð krumpu sýna siðspillingu aðalsins! Lifi hinn siðbætandi móralska bylting!

1/12/04 17:02

krumpa

Það er auðvitað megintilgangur aðalsins að vera spilltur og ruglaður og taka upp á ýmsu sem meðaljóninum dettur ekki í hug. Þið litla fólkið megið svo fylgjast með okkur og hafið þá um eitthvað skemmtilegt að spjalla!

1/12/04 18:01

bauv

*Hendir Krumpu í sjóinn*

1/12/04 18:02

Limbri

"Hér syndum við fiskarnir" sagði hornsílið við hákarlinn.

-

1/12/04 18:02

Nafni

Eru allir gengnir af göflunum hérna!

4/12/04 22:01

Hakuchi

Ég afneita þér!

6/12/04 03:01

Texi Everto

Hér fljótum við eplin

Glúmur:
  • Fæðing hér: 8/8/03 13:32
  • Síðast á ferli: 23/6/16 16:18
  • Innlegg: 45
Eðli:
Ég er Glúmur Angan verzlunar- og múgæsingamaður. Vertu hjartanlega velkomin(n) á þessa lítilfjörlegu síðu mína og endilega fáðu þér kaffibolla og lummu af borðinu.
Fræðasvið:
Verzlunar- og múgæsingamaður
Æviágrip:
Glúmur Angan er fæddur og uppalinn að Hálsakoti í Háadal. Ungur að árum var Glúmur fljótur upp á lag með að gera gys að jafnöldrum sínum og þótti honum þeir tregir. Varð þetta til þess að jafnaldrar Glúms forðuðust hann og óskuðu enskis frekar en að verða ekki fyrir háðslegum skætingi og níðvísum hans er síst varði, varð Glúmur fljótt vinalaus með öllu utan prestinn á Síðu sem Glúmur heimsótti oft og ræddu þeir jafnan saman heilu dægrin.Glúmur þótti duglegur til verks og þá sérstaklega höfuðverks en hann bar því tíðum við að hann gæti eigi farið út á engi eða sinnt gegningum sökum höfuðverks. Glúmur átti eigi í vandræðum með að útskíra höfuðverkinn og sagði hann vegna þess að slíkar gáfur hefði hann að hann hreinlega verkjaði í höfuðið ef hann mætti eigi huxa um eitthvað gáfulegt. Þessu trúði enginn nema presturinn á Síðu sem tæmdi safnaðarsjóðinn til þess að hægt væri að senda Glúm til náms í Lærðaskólanum. Því er skemmst frá að segja að Glúm þótti ekki mikið koma til gáfnafars kennaranna í Lærðaskólanum og sótti því enga tíma, sem varð til þess að Glúmur var rekinn úr skólanum strax á haustmánuðum. Tók þá Glúmur sér allrahanda hluti fyrir hendur og tók stefnuna á þá braut sem hann fylgdi æ síðan sem verzlunar- og múgæsingamaður.Meðal þeirra hluta sem hann var hvað frægastur fyrir var að æsa fyrrverandi bekkjarfélaga sína til að æpa "Pereat" út um alla Reykjavík þó svo að enginn þeirra vissi hvað það þýddi, slíkir vanvitar sem þeir voru, hló þá Glúmur og nuddaði saman höndunum eins og hann gerði svo oft er hann var eitthvað að bralla.Glúmur fór snemma að stunda verzlun og var fljótt farinn að standa í útflutningi. Glúmur var snjall í viðskiptum, ef ekki viðsjárverður, og varð fljótt ríkur af viðskiptum sínum þó stundum orkuðu þau tvímælis. Danska krúnan varð til dæmis að grípa fram fyrir verzlun Glúms í Danmörku þegar hann varð uppvís af því að hafa selt reyðinnar býsn af mjöli til Dana sem síðar kom í ljós að var ekkert annað en vikur og jafnvel alvarlegra var hversu margir veiktust eftir að Glúmur seldi Dönum móköggla sem þrumara. Enn þann dag í dag eru verzlunarsvik Glúms kennd í grunnskólum í Danmörku og á hann væntanlega stóran þátt í því hversu mjög Danir eru kvekktir og varir um sig í návist Íslendinga.Glúmur var í seinni tíð virtur galdrabrennu forkólfur og "ÚltraKóbalt" veldi hans var stórt í sniðum.