— GESTAPÓ —
Al Terego
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 2/12/09
Flett ofan af MANSALI

Skipulagt MANSAL fer fram í fyrirtæki í Reykjavík og hefur viðgengist lengi. Fyrirtækið er starfrækt fyrir opnum tjöldum upp á Ártúnshöfða og hefur fengið að starfa óáreitt árum ef ekki áratugum saman þrátt fyrir að eina starfsemin hjá því sé grímulaust MANSAL!

   (5 af 5)  
2/12/09 07:01

Regína

Já, og þeir eru ekkert smá stórtækir! Hvar er þetta fyrirtæki?

2/12/09 07:01

Al Terego

Vagnhöfða 1.

2/12/09 07:01

Huxi

Þetta félaxrit flokkast sem aulahúmor á lokastigi. [Hlær samt dáldið inní sér]

2/12/09 07:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Tær snild!

2/12/09 01:00

Vladimir Fuckov

[Hrökklast afturábak og hrasar við]
[Bætir fyrirtækinu á listann ógurlega yfir óvini ríkisins]

2/12/09 01:00

Valþjófur Vídalín

Fyrirtæki sem selur vörubíla sem heita MAN. Nú hló ég bara.

2/12/09 01:01

Þarfagreinir

Þetta er hvítur bíll, eða þá ljósgrár. Er þetta þá hið ljósa MAN?

2/12/09 01:01

Regína

En .. er þetta ekki löglegt?

2/12/09 01:02

Bleiki ostaskerinn

Getur einhver útskýrt fyrir mér af hverju orðið mansal er skrifað og sagt bara með einu N-i? Og þá er ég ekki að tala um ofangreinda meiningu.

2/12/09 02:00

Valþjófur Vídalín

Á sama hátt og sumir eru stundum einmana.

2/12/09 02:01

krossgata

Man er gamalt orð yfir ófrjálsan mann og/eða ambátt.

2/12/09 02:01

Regína

Einmitt, einmana er skrifað með einu n-i en ekki tveimur.

2/12/09 02:01

Jarmi

Það er nú ekki alveg rétt hjá þér Regína. Einmana er einmitt skrifað með tveimur stykkjum af hinum mæta bókstaf n.

2/12/09 02:01

Regína

Rétt hjá þér Jarmi.

Al Terego:
  • Fæðing hér: 15/1/10 15:45
  • Síðast á ferli: 3/9/12 20:37
  • Innlegg: 88
Eðli:
Ég er brakandi nýr Gestapói, hef aldrei komið hingað áður. Datt niður á þennan spjallvef fyrir rælni þegar ég var að skoða Baggalútsfréttir.

Ég þekki ekki kjaft hérna inni og veit ekki hvort ég muni passa inni í netsamfélagið sem hér er. Helstu áhugamál mín eru teningaleikir, kveðskapur, hlutverkaleikir og þó einkum allt sem tengist málminum góða, kóbalti. Ég er frekar mikill málfarsfasisti og drekk ákavíti, oftast með kisunni minni því að ég er svo vinafár a.m.k. ennþá.

Það sem ég hata er aðallega þegar fólk notar svokallaða broskarla í textum og eins þoli ég ekki vef sem ég vil helst ekki nefna en byrjar á hu og endar á gi og er kenndur við Ísland.

Þegar ég skoðaði mig um hér með augum hins ókunna eftir að hafa skráð mig inn í fyrsta sinn rak ég augun í þetta innflytjendahlið og taldi kjörið að gera grein fyrir mér hér. Ég hlakka mjög til að láta busa mig og vonast til þess að þannig kynnist ég fullt af skemmtilegu fólki. Já og meðan ég man, ég er krútt.
Fræðasvið:
Kjarneðlisfræði og sauðfjárrækt. Krútt.
Æviágrip:
Ég einfættur landsbyggðarlúði. Hef hafist við í mínum afdal mest alla ævina og fátt afrekað ef frá er talinn góður árangur í tilraunum með kjarnasamruna. Þyki mikið krútt.