— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Genji
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Sálmur - 1/11/08
Api

Í tilefni af því að vera orðinn þáttakandi á þessari síðu samdi ég meðfylgjandi ljóð. Innblásið af þeirri mynd sem hefur orðið tákn mitt sem og kveðskap Pós, sem reynst hefur mér vel, um kindina.

Merkur máninn hrífur,
heillar fira börn.
Bambuskóngur klífur,
klett í miðri tjörn.

Lítur lengi miðið,
leyftrið að ásaka.
Lófa ber í brimið,
og bíður átaka.

Tunglið sér úr teygir,
truflar sína mynd.
Kóngur kroppinn hneigir,
kempa alls ósynd.

Buslar upp á bakkann,
blautur inn við bein.
Snýr sér móts við hnakkann,
þar sem ástin skein.

En ekkert er þar lengur,
í efsta er nú ský.
með regni rómar strengur,
refsins enn á ný.

   (1 af 1)  
1/11/08 01:01

bauv

!

1/11/08 01:01

Þetta er glæsileg frumraun alvöruljóðs eftir bragfræðireglum hjá nýliðanum. Ég spái því að Genji nái fullkomnu valdi á bragfræðinni á mettíma, enda með eindæmum fljótur að læra.

1/11/08 01:01

Jóakim Aðalönd

Efnistökin og skemmtilegur frásagnarstíll trompa bragfræðivillurnar. Gott hjá þér Genji!

1/11/08 02:00

B. Ewing

Að frátöldum áðurnefndum bragfræðivillum lýst mér vel á efnið og andann. Þú ert næstum kominn á Selfoss, Svo er bara að bruna þar framhjá og beinustu leið í bæinn.

1/11/08 02:01

Genji

Þakka góðar viðtökur.

Genji:
  • Fæðing hér: 29/10/09 23:18
  • Síðast á ferli: 6/6/11 06:19
  • Innlegg: 21
Fræðasvið:
Legg stund á bókmenntafræði og japönsku.
Æviágrip:
Fæddur í Reykjavík og er þar ennþá.