— GESTAPÓ —
Madam Escoffier
Heiðursgestur.
Dagbók - 7/12/11
Nýir tímar

í vetur, skrifaði Madaman félgasrit og vældi og skældi, sem betur fer rættust allar ykkar frómu óskir.

Já meðan nóttin var ennþá löng og dagurinn stuttur, þá jós Madaman hér úr skálum eymdar sinnar yfir ykkur. Nú langar hana að þakka ykkur fyrir ykkar frómu og góðu óskir og jafnfram að segja aðeins frá sigrum sínum síðan í vetur.

Madaman hafði semsagt rekið fyrirtæki í samstarfi við annað fólk um þó nokkurn tíma. Líkt og flestir vita hefur rekstraumhverfi fyrirtækja verið erfitt undanfarin 4 ár, var þetta því enginn dans á rósum, mikil viðvera, langir dagar og endalausar uppsagnir starfsfólks var því miður orðið daglegt brauð. Launaumslagið þynntist og álag jókst. Madaman stóð í þeirri trú að það gillti um sig og samstarfsfólk sitt. En í vetur koma sem sagt í ljósa að Madaman hafði bæði tekið á sig launskerðinguna og aukna álagið á meðan hinnir breyttu í engu sínum högum. Þá gaf eitthvað undan, hurðum var skellt, urrað og gellt, Í nokkra mánuðuði var allt í pattstöðu, en loksins hefur fundist lending á málum, Madaman tók út hluta af rekstrinum, rekur núna ein undir nýju nafni og lofar góðu. Hún er sjálf síns herra, allir fyrverandi starfsmennirnir ákváðu að fylgja henni að málum og vinna fyrir hana en ekki hin og birgjar og lánadrottnar hafa allir greitt götu hennar líkt og Móses gerði við Rauðahafið.

Madaman tekur því ofan í dag og þakkar kærlega góð og hlý orð frá ykkur kæru Bagglýtingar, sem voru smyrsl á særða sál þegar mest á reyndi. Madaman trúir því að nú sé bartari tíð með blóm i haga, sem munu skila ávexti með vinnu og eljusemi.

Góðar stundir.
M.E.

   (1 af 5)  
7/12/11 00:00

Dula

Yndislegt rit ,Takk

7/12/11 00:01

Regína

Gott að heyra.

7/12/11 01:00

Texi Everto

<Ljómar upp og teymir Blesa upp götuna greiddu>

7/12/11 01:01

hlewagastiR

Frábært. Skipta myndi ég á nýja staðinn og forðast þann gamla ef ekki væri fyrir það að ég veit hvur hvorugur er né heldur hvurs konar bissniss þetta er. Þangað til boykotta ég öll fyrirtæki sem eru ekki með ártalið 12 í kennitölu sinni. Þó því aðeins að þú lagfærir þágufallssýkina í annarri línu.

7/12/11 01:02

Garbo

Þér er ekki fisjað saman, Madam. Til hamingju með þetta og gangi þér vel um alla ókomna tíð.

7/12/11 02:00

Upprifinn

Hlebbi prakkari. ég ætla að bjóða þér í kaffi hjá Madam næst þegar ég kem í bæinn.

7/12/11 02:01

hlewagastiR

Þakka þér fyrir það, Upprifinn. Nú má vel vera að ég sé prakkari en það breytir því ekki að ég hef ekki hugmynd um hver raunheimapersóna Maddömunnar er eða við hvað hún starfar. Mér hafði helst dottið í hug efnalaug en ég veit svo sem ekki hvaða hugrenningatengsl það hafa verið. Ég hef ekkert lagt mig eftir svoleiðis vitneskju, ég verð alltaf svolítið dapur þegar ég fæ að vita hver raunheimapersóna Gestapósjálfs er. Þá finnst mér eitthvað upprunalegt deyja í persónunni sem ég þekkti og holdlegir lestir raumheimafígúrunnar taka við. En það er víst aðalsportið hjá mörgum manninum að kortleggja þetta.

7/12/11 02:01

Vladimir Fuckov

Góð þykja oss tíðindi þau er frá er skýrt í fjelagsriti þessu; til hamingju.

Hlebbi: Þjer segist ei hafa hugmynd um starfsviðið hjá Madam Escoffier. Út úr því er fram kemur ofarlega til hægri hjer á þessari síðu má hinsvegar lesa sterkar vísbendingar um að hún vinni við rannsóknir á sviði fáfræði.

7/12/11 02:01

hlewagastiR

Þá er ekki að furða að menn telji okkur Maddömuna þekkjast. Ég er augljóslega höfuðviðfangsefni hennar, enda með fáfróðustu fíflum.

7/12/11 05:01

Madam Escoffier

Madaman þakkar ábendinguna Hlebbi og er nú kominn karlkyns hænsfugl á réttan stað.
En ekki ætlast hún til þess að Bagglýtingar flykkist til hennar og styðji hennar rekstur með pengingaútlátum, því fer fjarri. Enda er það fegurðin við þetta samfélag, að óskirnar og orðin eru einlæg, þó svo að við vitum ekki háralit, menntun eða bílaeign félaga okkar hér á póinu.
Það er þvi algjöróþarfi að halda sig eingöngu við fyrirtæki stofnuð á árinu. Enda eftir örstutta leit í firmaskrá kom í ljós að Hlebbi færi þá 17 sinnum á snyrtistofu, út að borða 4 sinnum í viku og sinnti útfluttningi af ýmsu tagi. Hinsvegar gæti hann hvergi verslað í matinn, né farið með bílinn í viðgerð.

7/12/11 05:01

Texi Everto

Blesi þarf ekkert að fara í viðgerð, en hann mætti alveg koma sér á snyrtistofu.

7/12/11 01:00

Golíat

Það er vissulega kominn tími á að ég heimsæki hárfríðkunarstofu, rekirðu eina slíka Madam. En ef reksturinn er annars eðlis þá færðu bara frómar Þokufjarðaróskir.

7/12/11 01:00

Mjási

Gangi þé allt í haginn.

Madam Escoffier:
  • Fæðing hér: 19/10/09 12:42
  • Síðast á ferli: 23/6/20 22:08
  • Innlegg: 2541
Eðli:
Ætíð klædd í flöskugrænan síðkjól með krínólíni, blævæng og vel reyrt mitti.
Fræðasvið:
PMS í fáfræði frá Háskólanum í Bárðardal.