— GESTAPÓ —
Miniar
Fastagestur.
Sálmur - 6/12/10
Bakverkur

Bara væl og kvörtun í kvöld því miður!

Örlítill dofi
Halla mér fram
Set þyngdina á olnbogana
Bíð
Veit
Þekki
Ískaldur sársauki vaknar í mjóbakinu
Leiðist upp
Lekur niður
Forðast að standa upp
Bíð þar til ég get ekki beðið lengur
Hlakka ekki til næturinnar
Engin kvíld í sárum svefni
Andskotans bakverkurinn

   (3 af 8)  
6/12/10 06:01

hlewagastiR

Fáðer nokkrar tramól og svart kaffi með, vinur. Þá verður allt gott. Ef ekki, fýraðu þá einni feitri ofan í þetta og þú er geim.

6/12/10 06:01

Grýta

Ææ... Bakverkir eru svo erfiðir að eiga við.

6/12/10 06:01

Miniar

Þarf vanalega tvær parkódín forte með íbúprófeini til þess að aðeins slá á til þess að geta sofnað ef bakið er farið.

6/12/10 06:01

Grýta

Hefur þú prófað að fara í hnykkingu? Hún virkar í mörgum tilfellum.

6/12/10 07:01

Huxi

Þetta er raunsæ og myndræn lýsing. Það gætu sumir starfsamenn heilbrigðisstétta tekið þig sér til fyrirmynfar í þeim efnum. Frægt er þegar Bogi Jónsson, bæklunarlæknir sendi örorkumatsvottorð til Tryggingarstofnunar sem hljóðaði svona: "Manninum er illt í bakinu". Punktur.

6/12/10 01:00

Grágrímur

Bakverkur er ekkert sniðugur, Hef engin ráð en vona að þér batni sem fyrst.

6/12/10 01:01

hlewagastiR

Betri er Bölverkur en bakverkur.

6/12/10 02:00

Kargur

Mín ráð eru sennilega fullsértæk en þau hafa dugað mér. Það hefir komið fyrir að ég hefi fengið svo rosalegan bakverk að ég hefi varla komist á fætur. Þá hefi ég (Upphaflega eftir lestur bókar Sigurðar frá Brún) lagt á hrekkjótt hross og mismunað mér á bak.
Það er skemst frá að segja að þetta hefir ekki klikkað; lengst hefir það tekið mig um klukkustundarreið að verða algóður.
Þér er hér með boðið á Kargsbúið að sitja hvurn þann hest er þér þykir líklegastur til lækninga.

6/12/10 03:01

Nermal

Já. það er hollt fyrir bakið að ríða.

6/12/10 05:02

Miniar

Kynlíf er talið létta á höfuðverkjum en ég efast um að það virki við bakverki líka...

6/12/10 06:00

Huxi

Kynlíf er allra meina bót og þá ekki síður við bakverkjum en öðrum verkjum. Þó á það til að valda morgunógleði hjá konum...

Miniar:
  • Fæðing hér: 31/8/09 19:01
  • Síðast á ferli: 1/11/17 15:53
  • Innlegg: 268
Eðli:
Maðurinn með hattinn.
Fræðasvið:
Gagnslausar upplýsingar um allt mögulegt og fleira til.
Æviágrip:
Hættu að forvitnast!