— GESTAPÓ —
Blöndungur
Heiðursgestur.
Dagbók - 3/12/08
Nú naga ég skjáborð - eða: Náin kynni af Linuxi í þriðju höfn.

Oft rekur tilviljanir á fjörur. Hér nýlega sá ég félagsrit, sem var í raun kall á hjálp við að ráða fram úr nýju stýrikerfi á heimilistölvu. Sjálfur notast ég nú við sama stýrikerfi, síðan í gær. Áhrif, orkanir og athugasemdir skrái ég hér að neðan.

Gangi maður um og spyrji förunauta sína út í tölvur, er næsta víst að þeir sem til þeirra þekkja betur en aðrir, muni mæra stýrikerfið Linux. Ekki síst ef maður spyr að fyrra bragði. Þeir munu segja frá því, hve miklu öruggari Linux sé en Windows og hversu mikið léttar tölvan muni vinna sambærileg verk.
Vissulega taldi ég óvitlaust að skipta yfir í Linux, núna þegar ég var á annað borð að verða mér úti um nýja tölvu. Enda benti allt til þess: Windows hafði að margra mati endanlega gert í buxurnar með útgáfu síðasta kerfis (Windows Vista) [Sem mér þætti annars ágætis listamannsnafn á leikara, svona kannski í ætt við Vince Vaughn.] Og vitandi það, að Vista-stýrikerfin sem voru boðin ásamt tölvunum voru oft einungis með tímabundinni áskrift; og að ef ég á hinn bóginn héldi áfram að nota gamla Windows stýrikerfið (Windows XP), þá myndi það hanga yfir mér einsog sverð að eftir ár kæmist í umferð svæsin tölvuveira sem legðist aðeins á tölvur með því stýrikerfi - svo að gamla fólkið myndi nú fara og fá sér nýja W. Vista. (Slíkt gerðist einmitt haustið 1998, þegar Winows 98 var orðið algengt, en margir sátu enn á Windows 95.) Auk þess sem mér þóttu kröfur nýja Vista-kerfisins til vélbúnaðar lýsa ótrúlegri tilætlunarsemi og hroka.
Það varð því úr, að ég fékk vin minn, sem þykir nokkuð glúrinn í tölvumálum, til að setja upp Linux-stýrikerfi á nýju tölvuna. Með tíð og tíma myndi ég svo læra á kerfið - á sama hátt og ég lærði á Windows á unglingsárum, og á sama hátt og ég lærði á MacIntosh í barnæsku.
En: Vei, vei, í vökuþrautum! Ég hefi skipt risaeðlu út, og fengið í staðinn pokarottu.

Tölvumógúlarnir horfa í himininn og brosa hálfu Texa-Everto-brosi (hálft svoleiðis bros lýsir sjálfsánægju), og segja sem svo; Já, ég er með Linux. Engar veirur, ekkert vesen. - En það vill gleymast að þetta eru tölvuunnendur, og sem slíkir eiga þeir ekki í meiri erfiðleikum með að skilja þankagang forritanna en meðal Íslendingur á við að skilja sænsku. En fyrir einfalda notendur er ekki ekki með góðu móti hægt að feta sig í gegnum útskýringar þar sem þriðja hvert orð er tækniorðaskammstöfun. Því er það, að nú á öðrum degi, hugsa ég sem svo: Er ekkert algott? Er ekkert svo einfalt að hægt sé að skilja það í annarri atrennu?

Eftirmáli:
Ég man eftir því þegar afi notaði tölvu. Hún þjónaði honum sem ritvél. Oft lenti hann í vandræðum með tölvuna, enda ekki hlaupið að því fyrir mann á hans aldri að læra á hana. Nú er ég sjálfur með samanbitna kjálka af bræði yfir tölvuheimskunni, en velti því fyrir mér, að ég hef almennt séð aldrei séð gamalt fólk æsa sig sérstaklega yfir tölvum. Hefur þetta eitthvað með mannfræðilegt hlutverk kynslóðanna að gera? Rannsakaði Konrad Lorentz þetta?

   (3 af 3)  
3/12/08 05:02

Skabbi skrumari

[brosir kvart Texa-Everto brosi]... skál

3/12/08 05:02

Wayne Gretzky

[ Tekur helming af brosi Skabba of brosir 1/8]

3/12/08 05:02

Ívar Sívertsen

Ég hef nokkrar athugasemdir við þessa framkvæmd.
1) Windows Vista er ónýtt, það eru lang-flestir sammála um. Menn eru farnir að ræða um Vista sem álíka gáfulega tilraun og Microsoft Bob sem var undanfari Windows 95. Microsoft Bob var endurforritað, gert bærilegra og selt sem Windows 95. Á vormánuðum hafa Microsoft menn boðað lokaútgáfu Windows 7 sem er byggð að miklu leiti á Windows Vista en þeir sem ég þekki og hafa prófað Windows 7 segja það miklu stabílla og betra í vinnslu.
2) Linux er fínt til heimanota... fyrir mikla tölvugrúskara og afskaplega hentugt fyrir þá sem eru að læra á tölvu í fyrsta sinn. Hins vegar prófaði ég að setja upp Ubuntu á fartölvu hér heima og Hexia brjálaðist á endanum og er enn að ná sér. Eftir nokkra mánuði af Linux og mér að geggjast á alls konar viðbótarvöntunum sem ekki var hlaupið að að ná í þá gafst ég upp og setti upp Windows XP á hana. Í kjánagangi mínum gleymdi ég að setja upp vírusvörn og eftir tvo mánuði setti ég vélina upp aftur. Í þetta sinn var það Windows Vista. Við það sannfærðist ég endanlega um litla brandarann minn. Vista er í raun skammstöfun. Virus in system terminates all. Ég er nú að bíða eftir lokaútgáfu af Windows 7 og set það upp á fartölvuna þegar það kemur.
3) Apple tölvur eru flottar en andskotanum dýrari. Þær eru góðar og sinna sínu verki alveg. Apple tölvur hafa aldrei verið hálfvitaheldar eins og markaðssetning þeirra gaf til kynna í upphafi, ekkert stýrikerfi er hálfvitahelt.

Niðurstaða: Það skiptir öllu máli hverju maður hefur vanist. Ef þú hefur vanið þig við að nota Linux þá er það best. Ef þú hefur vanið þig við að nota Windows þá er það best og ef þú hefur vanið þig við að nota Mac þá er það best. Sjálfur hef ég fundið kosti og galla bæði Mac og Windows en eingöngu fundið galla Linux. Ég vona að ég kynnist kostunum einhvern daginn.

3/12/08 05:02

Huxi

Ég var að skoða bakhlutann á nýju fínu dvergtölvunni minni og sá þar miða með windows XP kóða. Er eitthvað á því að græða ef ég vil setja upp XP í tölvið...?

3/12/08 05:02

Andþór

Málið er bara að tölvur eru ekki fyrir þá sem eru óþolinmóðir. [Glottir]

Vista hefur valdið mér miklum erfiðleikum þar sem ég nota mína tölvu mikið til að spila leiki. Hinsvegar með hjálp google og því að ég hef notað tölvur frá því að ég var í grunnskóla hef ég náð að lagfæra allt sem ég hef viljað.
Það hefur hinsvegar kostað þolinmæði.
Vista ætti hinsvegar ekki að trufla hinn venjulega notanda. Allavega ekki meira en hvert annað stýrikerfi.

By the way, vírusar hafa aldrei verið vandamál hjá mér. Ég er núna í fyrsta skipti með vírusvörn og mest allan tímann slekk ég á henni. Ég er líka með slökkt á firewalls sem tölvan mín hefur (sjálfkrafa með vista og síðan vírusvörninni) því þeir trufla mig meira en orð fá lýst. Firewallinn sem er í routernum er fyllilega nóg fyrir mig og það er endalaust af hlutum sem ég hleypi þar í gegn.

3/12/08 06:01

hlewagastiR

Ég er með gamla Sinclair Spectrum® 48K með innbyggðu stýrikerfi og Microdrive®. Með Sir Clive's MicroMemoryDoubler® (keyrir hana upp í 96K), Sir Clive's LinePrinterInterface® og Sir Clive's VisualNetworkInterface® eru mér allir vegir færir, bæði í ritvinnslu og Gagnvarpi. Hvað vilja menn hafa það betra? (Ef frá er talið hvað lyklaborðið er óþægilegt.)

3/12/08 06:01

Glúmur

Já, ég er með Linux. Engar veirur, ekkert vesen.
Fyrir venjulega notendur þá er Linux mjög þægilegt ef menn halda sig við pakkastjórann til að setja inn forrit. Ef menn vilja hinsvegar alltaf fá nýjustu útgáfur af forritunum þá lenda þeir í vandræðum - það sama á við ef menn vilja nota nýjasta vélbúnaðinn, spila leiki, nota Office eða iPod - nú og svo þeir sem eru forfallnir aðdáðeindur minesweeper, þeir ná aldrei gleði sinni á ný.
https://help.ubuntu.com/8.04/index.html

3/12/08 07:01

Ívar Sívertsen

Huxi: Það ætti að koma fram hvort það er Home eða Professional. Og ef svo er þá hefði átt að vera uppsett Windows á hana. Ef ekki þá er það svikin vara. Þú ættir hins vegar að geta fundið uppsetningardisk fyrir Dell, HP, Lenovo eða svoleiðis vélar þar sem WIN serial númerið er greypt í móðurborðið. Það er líklegt að þín sé gerð fyrir XP með SP2.

Andþór: Eldveggur routera er oft mjög þunnur og veigalítill. Ég var einu sinni eldveggslaus í gegnum router og áður en ég vissi af hafði ég ekki lengur stjórn á tölvunni. Að vera með eldvegg í router og síðan eldvegg á tölvu er bara meira öryggi. Þannig ertu kominn með prýðilega lokun á árásir. Hins vegar er ekkert mál að opna port í routerum... bara nota Google frænda.

3/12/08 07:01

Flatus

Ég snerti ekki tölvur, ég skrifa allt niður á blað! Ég hef komist af hingað til án tölvu og kemst af án hennar framvegis! [horfir aðeins í kringum sig, slær svo flötum lófa á ennið] djö...

3/12/08 08:00

Huxi

Ívar: Tölvan sem ég keypti er með uppsett Linux frá verksmiðjunni. Mig grunar hins vegar að guttinn sem seldi mér han hafi verið búinn að setja upp XP í hana en síðan eytt því ásamt öðrum gögnum. Þegar ég fékk vélina í hendur var hún eins og hún kemur uppsett frá verksmiðju.

3/12/08 09:00

Ívar Sívertsen

Huxi ef það er windows serial miði á vélinni þá var Windows á henni.

Blöndungur:
  • Fæðing hér: 28/11/08 17:49
  • Síðast á ferli: 3/9/11 17:58
  • Innlegg: 1065