— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Blátönn
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Sálmur - 3/11/07
Frumraun

loksins eru liðin jól
loksins má ég anda
loksins mega ljúga fól
loksins kveðjur vanda

bráðum kemur blysa tíð
bráðum andann styrki
bráðum líka bölvað níð
bráðum hérna yrki

   (1 af 1)  
3/11/07 03:02

Herbjörn Hafralóns

Prýðisgóð frumraun. Til hamingju!

3/11/07 04:00

hlewagastiR

Allvel, allvel.

3/11/07 04:00

Fergesji

Skemmtileg klifun, þar.

3/11/07 04:00

Einstein

Þetta líst mér á að sé nokkuð gott.

3/11/07 04:00

Günther Zimmermann

Allt fellur þetta ágætlega að bragarhætti o.þ.h. – en greinarmerkjasetningu er stórkostlega ábótavant. Einnig vantar stóra stafi í upphafi setninga.

Ennfremur nokkuð skortir á að innihaldið meiki sens. Hvaða fól mega loksins ljúga? Ef fólin eru alvöru fól, ættu þau þá ekki að ljúga jafnt á jólum sem öðrum tíma? Hver vandar hverjum kveðjurnar? Afhverju? Einnig er í fjórða vísuorði annars erindis nokkur vöntun á persónufornafni í fyrstu persónu eintölu. Það mætti vera forliður, en þér finnst það máski erta estetískt vægi vísunnar.

Við yrkingar verður að feta hinn mjóa stíg sem liggur á milli þess að hafa hugmynd og yrkja um hana – eða að láta rímiið ráða efninu. Ekki fer vel á því ef hið síðarnefnda verður of áberandi.

En prýðileg frumraun öngvu að síður, upp með andann og áfram með smérið.

3/11/07 04:00

Regína

Já, allt rétt. Haltu áfram.

3/11/07 04:00

Huxi

Ég hló...

3/11/07 04:00

Einstein

Ágætar ábendingar hjá þér Günther, en hins vegar má líta á þessa hlið málsins: Sá sem skrifar ávallt með litlum staf, er að minnsta kosti samkvæmur sjálfum sér með það. Sá sem aldrei notar greinarmerki gerir það alla vega samkvæmt þeirri reglu.

Þetta er í raun málfræðileg deila um greinarmerki og stafsetningarreglur. Innihaldið held ég að sé ágætt út af fyrir sig, þó þessar athugasemdir Günthers eigi vissulega fullkomlega rétt á sér.

3/11/07 04:01

Ívar Sívertsen

Gott gott!

3/11/07 04:01

krossgata

Þetta er ekki versta frumraun sem ég hef séð. Skál!

3/11/07 04:01

Upprifinn

Sæt stelpa, leiðinda litur.

3/11/07 04:01

hlewagastiR

Fjöldi skála kýs að rita kvæði sín einvörðungu með lágstöfum og án greinarmerkja. Það held ég að megi heita viðurkennt. Ástæðan er augljós. Tvíræðni milli sérnafns og samnafns myndi kórrétt stafsetnign afmá. Eins eyðir greinarmerkjasetning margri tvíræðni. Því kjósa skáldin að gefa sem minnst upp. Hitt er svo annað mál að það dugar ekki alltaf til, sbr. vísubotninn skemmtilega um bóndann sem varð það á að skjóta hundinn sinn:

Mundar hann byssu, miðar að þér
maðurinn er hunda skýtur.

Hér hefði þurft að sleppa öllum y og ý og auk þess öllum bilum milli orða til að halda tvíræðninni í rituðu máli.

3/11/07 04:02

Nermal

Þetta er bara giska gott.

3/11/07 05:01

Tæknileg mistök

Framsóknarandinn flýtur yfir vötnum.

3/11/07 05:01

Skreppur seiðkarl

"Mundar hann byssu, miðar að þér
maðurinn er hunda skýtur."
...finnst mér meina að sá sem fær vísuna að sér beint teldist hundur vera.

3/11/07 06:01

Dexxa

Glæsileg byrjun, endilega haltu svona áfram. [ljómar upp]

Blátönn:
  • Fæðing hér: 23/11/08 23:22
  • Síðast á ferli: 2/3/09 00:56
  • Innlegg: 14