— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hjorturs
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Saga - 1/11/02
Gamli maðurinn

Smásaga um gamlan mann<br /> Höf: Hjörtur Sigurðsson

Gamall maðurinn hafði sofnað í sófanum heima hjá sér fyrir framan sjónvarpið. Hann dreymdi að hann væri á gangi í náttúrunni. Það var aldimmt og maðurinn sá ekki nokkurn skapaðan hlut.

Gamli maðurinn fikraði sig meðfram klettaveggnum og sér til mikillar furðu sá hann ljóstýru inni í sprungu í klettnum. Hann pírði augun og reyndi að sjá hvað var inni í sprungunni en gat ekki greint neitt. Maðurinn tók höndum sínum utan um stóran stein sem var við sprunguna og gat hreyft hann örlítið svo sprungan stækkaði. Hann krafsaði í lausa möl neðan við sprunguna sem stækkaði eilítið. Hann var nú á hnjánum, krafsaði í jörðina fyrir neðan sprunguna, vildi komast í birtuna. Æðaberar hendur hans blóðguðuðst en hann tók ekki eftir því.

Gamli maðurinn smokraði sér inn um þrönga sprunguna sem nú var orðin að litlu opi að stærri helli. Þegar maðurinn kom inn gat hann staðið uppréttur. Hann sá ljósið sem hafði lokkað hann inn. Það stafaði af stórum demantshring sem var á sillu í veggnum. Á veggnum voru þrír hringar. Sá þriðji var við inngang að risastórri hvelfingu. Maðurinn tók alla hringana. Í hvelfingunni miðri var gullin kúla sem lýsti hvelfinguna upp. Kúlan endurkastaði ljósi sem kom úr opi í hvirfli hvelfingarinnar.

Gamli maðurinn strauk kúluna sem var þakin örsmáu letri. Hann gekk í kringum kúluna og sá að yfrirborðið var alsett þessu letri sem hann sá fullkomlega þrátt fyrir að sjón hans væri orðin mjög slæm. Hann tók að rýna í það og þóttist skilja að á kúlunni væru allir hlutir sem hann hafði nokkurn tíma átt skráðir. Manninum brá. Allt frá fæðingu hans til kvöldsins sem hann sofnaði í sófanum. Allir hlutir sem hann hafði átt voru á kúluna skráðir. Þarna var úrið sem hann fékk í fermingargjöf, fyrsti bíllinn hans, jafnvel tindátarnir sem hann lék sem barn voru skráðir. Allt sem hann hafði átt.

Gamli maðurinn horfði á kúluna lyftast hægt upp og svífa út um gatið. Í stutta stund varð almyrkt í hvelfingunni og maðurinn sá ekki nokkurn skapan hlut. Hringarnir sem hann hafði sett á fingur sér voru hættir að glóa. Hann sá ekki lengur ganginn sem hann hafði komið inn um. Maðurinn gekk hægt um í myrkrinu og fikraði sig að vegg hvelfingarinnar. Hann gekk með veggnum í von um að finna útganginn. Hann var innilokaður og komst hvergi.

Gamli maðurinn heyrði brothljóð. Hann heyrði glamur og þunga dinki. Hvelfingin lýstist upp en þó virtist birtan ekki eiga sér neinn upphafsstað. Á gólfi hvelfingarinnar undir opinu í hvriflinum lágu brotnir hlutir. Þeir féllu í gegnum opið og á hverri sekúndu sem leið bættust við nýjir hlutir. Hann horfði á þá bíla sem hann hafði átt hrapa niður og eyðileggjast, hann horfði á sjónvörp, húsgögn, bækur og peninga falla í sístækkandi hrúgu. Hlutirnir héldu áfram að hrynja niður og mynduðu eins konar foss. Hann óttaðist að kremjast undir hlutunum. Ætlaði þetta engan endi að taka?

Gamli maðurinn hlustaði á þögnina, hlutirnir höfðu myndað risastóran haug sem náði alla leið upp að gatinu. Nú skein niður um það ljós. Maðurinn lagði af stað upp hauginn. Hann rispaðist á hlutunum í haugnum, fötin hann rifnuðu. Ferðin gekk hægt. Hann komst á tindinn en komst að því að hann náði ekki upp í opið sama hversu hann teygði sig. Þá datt honum í hug að klæða sig úr skónum og öllum fötunum og setti þau undir sig til að ná hærra.

Gamli maðurinn stóð ofan á öllum hlutum sem hann hafði átt yfir ævina fyrir utan hringana þrjá sem hann tímdi ekki að láta. Maðurinn stökk og náði í brún opsins með annarri hendi, Þeirri er hann hafði enga hringa á. Hringarnir runnu af fingrum hans og féllu á hauginn. Þegar þeir skullu á haugnum var eins og gólf hvelfingarinnar gæfi sig. Miklar drunur bergmáluðu inni í hvelfingunni og hann horfði á eigur sínar hrynja ofan í myrkt dýpið sem var eins og óendanlega djúpt.

Gamli maðurinn hékk á annarri hönd á brún opsins, ljósið sem skein í gegn blindaði hann. Blóð lak í taumum niður höndina á honum, niður allan skrokkinn og draup af tánum niður í hyldýpið. Maðurinn reyndi að teygja hina höndina upp en gat það ekki. Hann komst aldrei upp. Hann gafst upp og lét sig falla.

Gamli maðurinn hrapaði heila eilífð. Hann sá eftir því að hafa tekið hringana. Græðgin hafði orðið honum að falli.

Gamli maðurinn féll ofan á hrúguna og lét lífið.

Hann vaknaði aldrei aftur.

   (1 af 1)  
hjorturs:
  • Fæðing hér: 26/9/03 15:57
  • Síðast á ferli: 15/6/04 17:59
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Eðlisfræði og Stærðfærði auk þess að ég veit allan sannleik.