— GESTAPÓ —
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 8/12/08
Í Grafarholti

Ég hef séð Ísland gera jafntefli við heimsmeistara í fótbolta á Laugardalsvelli, ég hef séð handboltalandsliðið tryggja sér sæti á stórmótum með marki á lokasekúndunum, ég hef séð skólann minn hampa mörgum sigrum í milliskólakeppnum og ég hef séð ömmu mína skafa happaþrennu til vinnings. Engin af þessum upplifunum jafnast þó á við þá, sem ég átti um sl. helgi.

Fyrir ekki svo löngu síðan mátti hér lesa félagsrit eftir Póverja sem var í nöp við golf. Mátti skilja af þeim skrifum að höfundur sæi engan tilgang með golfiðkun - þætti golf jafnvel leiðinleg íþrótt. Þeir sem horfðu á lokaholur Íslandsmótsins um sl. helgi á RÚV (eða mættu jafnvel á völlinn) ættu að hafa sannfærst um hið gagnstæða.

Þessi flippað klikkaða skemmtun sem boðið var upp á um helgina var einkum og sér í lagi einum manni að þakka - Ólafi Birni Loftssyni. Drengurinn stóð uppi sem Íslandsmeistari eftir svo ótrúlegar lokaholur að jafnvel handritshöfundi klisjukenndustu Hollywoodkvikmyndar sögunnar hefði varla dottið annað eins til hugar sem söguefni. En þetta var engin saga - þetta var raunverulegt. Ólafur lék fjórar seinustu holur vallarins (sem eru kallaðar „Final four“ og frægar sem erfiðustu lokaholur landsins) allar á fugli og tryggði sér þar með umspil við Stefán Má Stefánsson (eða vonda kallinn, eins og vistfólk Fossheima á Selfossi kallaði hann). Innáhögg Ólafs á 18. flötina misheppnaðist reyndar og langt og geypilega erfitt pútt átti hann eftir fyrir fuglinum sem mundi tryggja honum umspil.

Svo púttað'ann boltanum beint móti golunni
og boltinn fór rúllandi' í áttina' að holunni
og fólkið af mögnuðum fögnuði hoppaði
er fannhvítur boltinn í holuna skoppaði.

Ákaft þá fjölmenni' í kór heyrðist hvíslandi:
„Christ! Þessi drengur er bestur á Íslandi!“

Stefán klúðraði stutta púttinu sínu og umspil varð raunin. Nú voru velflestir áhorfendur komnir á band Ólafs, því geislandi sigurviljinn hreif alla viðstadda. Ólafur lék golf sem Íslendingar hafa hingað til aðeins fengið að sjá í sjónvarpsútsendingum frá fjarlægum slóðum. Enginn varð heldur svikinn af spilamennskunni í umspilinu. Eftir magnaðan viðsnúning sem innihélt m.a. fimm fugla í röð á erfiðustu holunum hampaði Ólafur Íslandsmeistaratitlinum við fögnuð viðstaddra - fögnuð sem Ólafur átti sannarlega skilið eftir að hafa upp á sitt einsdæmi boðið upp á skemmtilegustu íþróttaupplifun fyrr og síðar.

   (14 af 25)  
8/12/08 04:01

Huxi

Með fullri virðingu fyrir þér og þínum golfáhuga, þá er þetta ekki alveg að virka hjá þér. Að lesa lýsingu á löngu liðnum golfleik í félaxriti er ekki góð skemmtun. Golf er og verður glatað lestrarefni.

8/12/08 04:02

Útvarpsstjóri

Þarna er ég alveg ósammála Huxa. Ég hef lítið komið nálægt golfi um ævina og vissi ekki hvernig leikar þróuðust á þessu móti og hafði mjög gaman af þessu riti.

8/12/08 04:02

Regína

,,Eftir magnaðan viðsnúning sem innihélt a.m.k. fimm fugla í röð ..."
Skaut hann kúlinni aftur fyrir sig og rotaði ... tja, hvernig fugla? Magnað alveg.

8/12/08 04:02

hlewagastiR

Mér þótti þetta fínasta rit og hef ég þó sjálfur enga ánægju af golfi, enda heyrnarlaus. Frásögnin er hins vegar leiftrandi af lífsgleði og vísan hreint afbragð. Það er ekki annað hægt en að hrífast með.

Ég hvet alla Póa til áð leggja hér aðeins inn orðabelgi ef þeir hafa eitthvað efnislegt um ritið að segja - hvort heildur þeir hafa fram að færa jákvæðar athugasemdir eða neikvæðar.

Hins vegar mættu menn spara við sig hnútukast út í golf sem slíkt - nema þá með nýju félagsriti. Þetta segi ég vegna daprar reysnlu minnar af því að fjalla á spallborðum um stórtíðindi, álitamál eða eitthvað annað sem efst á baugi í málefnum knattspyrnulistarinnar hverju sinni. Þá bregst það ekki að her manna kemur að níða niður knattspyrnu sem slíka, menn sem geta ekki unnt okkur að eiga þetta göfuga áhugamál og ræða um það og iðka óyndi sitt með þráðaráni.

Vegna þess hvað mér leiðist slíkur hernaður ógurlega ætla ég alveg að láta það ógert að segja hér það sem mér finnst um golf.

Auk þess mun næsta félagsrit mitt fjalla um knattspyrnu.

8/12/08 04:02

[Hlakkar til að lesa næsta félagsrit Hlebba og veltir því fyrir sér, hvort hann muni skrifa það sjálfur]

8/12/08 04:02

Regína - það er alveg bannað að hafa rangt eftir fólki, einkum og sér í lagi þegar gæsalappir eru notaðar. Viðsnúningurinn innihélt ekki a.m.k. fimm fugla í röð heldur m.a.. Annars voru þarna á ferðinni fimmtán stéla steggur, sextán gogga gaukur, sautján vængja vindhani, átján fjaðra álft og tíu typpa snjótittlingur.

8/12/08 05:00

hvurslags

Prýðilegt rit og vísan ekki verri. "Mögnuðum fögnuði" og "hvíslandi" og "Íslandi" vakti kátínu.

8/12/08 05:00

Regína

Það eru ekki til svona fuglar eins og þú lýsir. En ég bið fórláts á viðsnúningi og íaukningu skammtsöfunarinnar. Ég lofa semt ekki að gera þetta aldrei aftur, því þetta var óvart.

8/12/08 05:01

Billi bilaði

Í sjónvarpsseríu sem sýnd var á RÚV þegar ég var tölvert yngri, þörtísomþíng minnir mig að hún hafi heitið, var það talið sem merki um magnað þunglyndi sem bregðast þyrfti strax við, er ein af aðalsöguhetjunum horfði á golf í sjónvarpi, eftir, held ég, sambandsslit.

Síðan þá hef ég ekki fyrir mitt litla líf þorað að horfa á golf í sjónvarpi, og lít því liður á gólf ef golf er í sjónvarpinu.

Að öðru leiti verð ég að játa að golf er skör ofar en körlíng.

8/12/08 05:01

Jóakim Aðalönd

Ég segi bara eins og skáldið Tvennumerkir: ,,Golf er bezta leiðin til að spilla góðum göngutúr".

8/12/08 06:00

dordingull

Hef engan áhuga á golfi sem slíku. En hef gaman að því að horfa á útsendingar frá stórmótum.
Og hvað gerir aumingja maðurinn nú! Sagði einn áhorandinn þegar kúlan hvarf ofan í holu.

8/12/08 07:01

krumpa

Sem sá Póverji sem vitnað er til í upphafi ritsins vil ég bara ítreka það að golf er leiðinlegt og tilgangslaust - auk þess sem það er varla verjandi að eyða 4-5 tímum fjarri heimili og fjölskyldu 4-5 daga í viku til að leika sér með stálprik.
Og jahérna hér, nógu er nú leiðinlegt að horfa á þessi ósköp í sjónvarpi þó maður fari ekki að lesa um þetta.
Og Billi - thirtysomething??? Svona smekkleysissjónvarpsáhorf viðurkennir maður bara ekki!

Pó:
  • Fæðing hér: 22/9/08 01:50
  • Síðast á ferli: 22/5/22 23:24
  • Innlegg: 2331
Eðli:
Áhugamaður um hitt og þetta.
Fræðasvið:
Hitt og þetta.
Æviágrip:
Borinn í Rvk og verið þar síðan með undantekningum.