— GESTAPÓ —
Heiđursgestur.
Sálmur - 6/12/08
Skáldiđ, sem nennti ekki ađ yrkja

Nú get ég ekki orđa bundist.
Ó, mér hefur lengi fundist
erfitt hug minn visna ađ virkja -
verđa sífellt meir ađ yrkja.

Mér ţađ vekur vondan leiđa
ađ vađa stuđladjúpiđ breiđa.
Grafa í mosagróna ţanka -
grípa í tóman orđabanka.

Sí og ć međ orđ ađ bruđla,
en sú mćđa ađ finna stuđla,
afla ríms og réttra orđa
úr rćfilslegum orđaforđa.

Ég alla daga veđ í villu
á verulega rangri hillu,
ţví fátt er leiđinlegra en ţađ
ađ láta stuđlađ rím á blađ.

   (15 af 25)  
6/12/08 07:01

Regína

Fátt er skáldi skemmtun meiri
en skrifa rím og hrćr'í leiri,
auka hratt sinn orđaforđa,
alltaf stuđul réttan skorđa.

6/12/08 07:02

hvurslags

Takk fyrir enn eitt gćđakvćđiđ.

6/12/08 07:02

Billi bilađi

Fínt.

6/12/08 07:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Listavel ort um skemmtilega ţversagnakennt mótív . . . Skál !

6/12/08 07:02

Upprifinn

Svo hjartanlega sammála.

6/12/08 07:02

hlewagastiR

Gersemi ertu, Pó.

6/12/08 01:00

Garbo

Mikiđ er ég fegin ađ ţú nennir ađ yrkja. Ţađ er hrein unun ađ lesa sálmana ţína.

6/12/08 01:00

Bölverkur

Ţetta er nú bara allt ađ ţví brilliant. Húrrum húrrasis.

6/12/08 01:01

Vladimir Fuckov

Ţetta var stórskemmtilegt. Skál !

6/12/08 01:02

Skabbi skrumari

Yndislegt... Skál

6/12/08 17:00

Jóakim Ađalönd

Ömurlegt! Fífliđ sem nennti ekki ađ yrkja, vćri réttari titill!

Pó:
  • Fćđing hér: 22/9/08 01:50
  • Síđast á ferli: 22/5/22 23:24
  • Innlegg: 2331
Eđli:
Áhugamađur um hitt og ţetta.
Frćđasviđ:
Hitt og ţetta.
Ćviágrip:
Borinn í Rvk og veriđ ţar síđan međ undantekningum.