— GESTAPÓ —
Heiðursgestur.
Sálmur - 2/11/07
Andi jólanna

Er nokkuð of snemmt að birta jólakvæði? Þetta er reyndar ónýtt (árs gamalt) en gæti e.t.v. orðið e-m hér að meira gagni en tjóni.

Vofir yfir vetur þungur -
víða er kalt í desember.
Grátin kona og gumi ungur
geta hvergi yljað sér.

Lýsir tunglsins ljósið skært
lítil börn í hlýju dreyma.
Sumir aldrei sofa vært -
sumir eiga hvergi heima.

Dátt er sungið lag með ljóði -
ljóssins hátíð er við völd.
Mæðgin þegja þunnu hljóði -
það er aðfangadagskvöld.

Góðu börnin gjafir fá;
„gítar! En sá sældarfengur!“
Fátæk móðir ekkert á,
í örmum hennar kaldur drengur.

Fimbulkuldi, frostið meiðir
föla móður, lítið skinn.
Blíður maður barn sitt leiðir.
- „Má bjóða ykkur tveimur inn?"

Inni í hlýju ylja sér
ást er til í þessu landi.
- „Elsku vinur, þakka þér.
Þetta er sannur jólaandi."

   (23 af 25)  
2/11/07 11:00

Garbo

Það er aldrei of snemmt að birta svona fallegt kvæði. Takk.

2/11/07 11:00

Fergesji

Hugljúft var það.

2/11/07 11:00

Villimey Kalebsdóttir

En fallegt. [Ljómar upp] Og, það er ekki of snemmt fyrir jólakvæði 2 vikum fyrir jól.

2/11/07 11:00

krossgata

Minnti mig eitt augnablik á litlu stúlkuna með eldspýturnar, en endaði betur.

2/11/07 11:00

Herbjörn Hafralóns

Fallegt kvæði hjá þér.

2/11/07 11:00

Þarfagreinir

Ég fékk örlitla gæsahúð. Takk fyrir þetta.

2/11/07 11:00

Tina St.Sebastian

Verulega ljúft - ég meira að segja hætti við málfræðilexíuna.

2/11/07 11:00

Kærar þakkir öllsömul.

Og Tina, mér þætti mjög vænt um málfræðilexíu. Ég hef yndi af slíku.

2/11/07 11:00

Tina St.Sebastian

"Lýsir tunglsins ljósið skært
lítil börn í hlýju dreyma."

Þarna ætti að standa "í hlýju dreymir" þar sem sögnin 'að dreyma' fylgir þágufalli, ekki nefnifalli.

2/11/07 11:00

Kífinn

Ég verð nú bara að vera sammála Þarfagreini og öðrum er rita hér, m.a.s. með málfræðilexíur sem eru alltaf kærkomnar.

2/11/07 11:00

Einn gamall en nettur

Það vellur nú uppúr þér blússandi snilldin alltaf hreint. Skál!

2/11/07 11:00

Kiddi Finni

Takk fyrir kvæðið.

2/11/07 11:01

Wayne Gretzky

Minnti mig líka dálítið á litlu stúlkuna með eldspýturnar.

[ Fær mikið af rykkornum í bæði augun )

2/11/07 11:01

Skabbi skrumari

Þakka þér fyrir þetta... Skál

2/11/07 11:01

Offari

Takk fyrir.

2/11/07 11:02

Hexia de Trix

Fallegur boðskapur sem á alltaf erindi til okkar.

2/11/07 11:02

Takk takk aftur og einkum Tina fyrir réttmæta málfræðigagnrýni (þó mig gruni að hún hafi ætlað sér að nefna þolfall til sögunar en ekki þágu-).

2/11/07 11:02

Huxi

Þetta er ég búinn að lesa upphátt fyrir fjölskylduna og það er samdóma álit að þetta sé sérlega gott kvæði. Og þó að það sé sorglegt, sé í því fallegur jólaboðskapur.

2/11/07 12:00

Altmuligmanden

Mér finnst vanta hinn sanna vínanda jólanna í þetta kvæði. Sérstaklega á Þorláksmessu með skötunni.

2/11/07 14:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Flott, flott. Skál fyrir jólaandanum !

2/11/07 14:02

Álfelgur

Ég táraðist... enda alltaf hálf viðkvæm fyrir raunveruleikanum.

2/11/07 15:00

Einstein

Jólaandinn svífur yfir vötnum. Takk fyrir þetta kvæði.

2/11/07 15:01

Dexxa

Fallegt þetta..

Pó:
  • Fæðing hér: 22/9/08 01:50
  • Síðast á ferli: 22/5/22 23:24
  • Innlegg: 2331
Eðli:
Áhugamaður um hitt og þetta.
Fræðasvið:
Hitt og þetta.
Æviágrip:
Borinn í Rvk og verið þar síðan með undantekningum.