— GESTAPÓ —
Bu.
Fastagestur með  ritstíflu.
Pistlingur - 1/11/07
Flottmenni

Flottmenni , ( eyðinea meirus ), er dýrategund í hópi spendýra sem brátt mun deyja út. Karlkynið kallast flottræfill, kvenkynið flottræfla og afkvæmið dekurrófa.

Ástæða komandi aldauða þessarar tegundar er einfaldlega sú að algjörlega vantar skynsemi í heilann á þeim. Þau verða alltaf að vera flottust , í besta forminu og betri og ríkari en aðrir. Í góðærinu sem ríkti á Íslandi eyddi þessi tegund um efni fram, keypti sér hús, flotta jeppa, yfirleitt 2 - 3, og notaði peninga sem einfaldlega voru ekki til, tók lán til að kaupa hlutabréf sem núna eru verðlaus og þau borga bara lánið. Þau eru einn hluti ástæðu kreppunnar sem ríkir á Íslandi.

Núna eru flottmennin í djúpum skít, hafa mörg misst vinnuna og þurfa að borga miklar skuldir. Aldauði blasir við þeim.

   (2 af 2)  
1/11/07 05:01

Jarmi

Pfff, ég blæs á svona dómsdagsspár. Þetta er alveg eins og með fávitana sem fá "Verðlaun Darwins". Það verður alltaf nóg af þeim, þó svo að eðlið sé að þeir ættu að deyja út.

Auk þess sem ég er flottræfill í hjarta mínu, sem og snobbhani og yfirlætisfullur fáviti... inn við beinið. Mig vantar bara peninga til að koma þessum tilfinningum út á við.

1/11/07 05:01

krossgata

Er þetta ekki ævintýr?

1/11/07 05:01

Huxi

Vertekki svona öfundsjúkur þó að þú hafir aldrei fengið að leika þér með ríku strákunum...

1/11/07 05:02

Garbo

Góður, Bu!

1/11/07 05:02

Bleiki ostaskerinn

Þó það kreppi að okkur flestum þá mun flottræflishátturinn aldrei hverfa að fullu.

1/11/07 05:02

Offari

Þetta er mesti misskilnugur hjá þér það erum við sem þurfum að borga skuldir þeirra.

1/11/07 06:00

Jóakim Aðalönd

Misskilnugur? Er það ekki líka útdeyjandi dýrategund?

1/11/07 06:01

Dexxa

flott rit.. en ég er sammála Bleika ostaskeranum.. þessi tegund deyr aldrei alveg út..

1/11/07 07:00

Jóakim Aðalönd

Þið vitið ekkert um það.

1/11/07 01:01

Skreppur seiðkarl

Flottmenni? Er það ekki Ken?

Bu.:
  • Fæðing hér: 1/9/08 09:48
  • Síðast á ferli: 26/11/11 21:17
  • Innlegg: 134