— GESTAPÓ —
Villimey Kalebsdóttir
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/07
Tölvuvandamál

Saga gærdagsins..

Í gær þá tók tölvan mín uppá þeim skemmtilega leik, að detta útaf veraldarvefnum. Það hefur nú komið fyrir áður og hún tengdi sig bara sjálf aftur eins og venjulega. En, í þetta skiptið fór hún að haga sér frekar grunsamlega.
Ég komst ekki inná neinar síður, og ekki á msn. Þó ég hafi stundum komist inná hlusta af síðunum. Já ég veit, mjög spes og tölvan sýndi fullkomið samband. Allt var reynt. Ég prófaði að endurræsa bæði tölvu og beini (e. Router). Á endanum hringdi ég á hjálp. Ég ræddi við herramann hjá símafyrirtækinu í hátt í klukkutíma. Drengurinn var mjög hjálplegur greyið. Hann lét mig gera allskyns hundakúnstir svo sem faststilla dns, athuga proxy, kíkja á vírusvörnina, en ekkert virkaði. Hann gaf mér meira að segja nýja IP-tölu. Á endanum var ákveðið að ég mundi koma með þessa græjurnar til hans daginn eftir.

En, seinna um kvöldið, þá fór ég nú með tölvuna heim til vinkonu minnar, en ég flaug á netið þar. Ekkert mál. Mikil endemis vitleysa er þetta.

En, ég fór með tölvu og beini í Vodafone áðan, þar sem þeir grúskuðu eitthvað í þessu. Svo þegar ég sótti, þá var mér tilkynnt að það hefði ekki verið neitt vandamál hjá þeim. Einhver vill semsé ekki að ég sé á netinu heima hjá mér. En bara heima hjá mér. Ef það er einhvertímann staður og stund til að bresta í óstöðandi grát .. þá finnst mér það vera núna.

Ég, er ekki klár þegar kemur að tölvum, þannig ef það er einhver hérna sem hefur einhverjar hugmyndir.. þá er ég opin fyrir hugmyndum.

Mér finnst þessi leikur tölvunar... ekki skemmtilegur lengur.

   (21 af 25)  
1/11/07 07:01

Wayne Gretzky

Pissaðu á hana , ég mæli með því.

1/11/07 07:01

Hexia de Trix

Hvar varstu stödd þegar þú ritaðir félagsritið? [Klórar sér í höfðinu]

1/11/07 07:01

krossgata

OgVodafone er ekki til svo það er ekki skrítið þó þeir hafi ekki fundið neitt.
[Glottir eins og fífl]

Bjóddu þeim hjá Vodafone heim til þín að ræða sambandið og sjá það með eigin augum.

1/11/07 07:01

Villimey Kalebsdóttir

Ég plantaði mér í sófa móður minnar.

Haha.. heitir það bara Vodafone ? nú jæja já.. eða það, ég rugla þessu öllu saman.. Best að breyta því þá. [Flissar]

1/11/07 07:01

Huxi

Símalínan inn til þín er sennilega léleg. Prófaðu að skipta um snúruna úr veggdósinni yfir í beininn. Ef ekkert breytist getur farið svo að þú þurfir að láta mæla línuna í húsiinu, þ.e. frá inntaki að veggdós. Prófaðu samt að láta símafyrirtækið lækka hjá þér hraðann og athugaðu hvort netið lafi ekki lengur inni þannig...

1/11/07 07:01

Villimey Kalebsdóttir

Gaurinn í símanum sagðist vera að mæla línuna. Ég veit ekkert hvaða línu hann var að mæla .. En sú lína var allavega í góðu lagi.

[andvarpar]

1/11/07 07:01

Hvæsi

Ég lennti í svona veseni einusinni... þá talaði tækniórangútinn um stíflu í símasnúrunni eða eitthvað.
Hann rístartaði því og það datt í lag.
Hann tjáði mér að í gömlum húsum væru símainntökin of slöpp fyrir of mikla netnotkun....
Kanski hefur einhver hjá þeim bara rekið sig í off takkann á mér og þeir búið til þessa sögu...Tja maður veit aldrei.

1/11/07 07:01

krossgata

Það er klárlega ekki línan frá inntaki hússins í veggdósina þína.

1/11/07 07:01

Rattati

Þetta bendir til þess að routerinn sé í tómu tjóni. Ég myndi biðja um nýjan hja þessum herra mönnum. Það að þú komist á netið annarsstaðar gerir routerinn mjög grunsamlegann.

1/11/07 07:01

Grágrímur

Huxi er ekki eins vitlaus og ég lít útfyrir að vera... mæli með því að hlustað sé á hann hér eftir.

1/11/07 07:01

Ívar Sívertsen

Sko, hægrismelltu á My Computer og veldu manage. Þar smellirðu á Device manager. Ýtir svo á Network adapters, hægrismellir á wireless þar og velur uninstall. Þá koma skilaboð um að þetta sé óráðlegt en þú samþykkir. Eftir að því er lokið og þú sérð ekki lengur wireless þá hægrismellirðu á network adapters og velur scan for hardware changes og þá dettur það inn aftur. Þá þarftu að tengjast þráðlausa netinu aftur og slá inn aðgangskóðann á routernum.

1/11/07 07:01

Villimey Kalebsdóttir

Sko, ég var að tala við gaurinn aftur.. og hann sagði að það gæti ekki verið snúran.. því að öll ljósin á routernum eru rétt!

1/11/07 07:01

Villimey Kalebsdóttir

Takk þið öll!!

Bara.. knús á línuna.

1/11/07 07:01

Galdrameistarinn

Beinishræið er hrunið.
Hentu honum í hausinn á tæknórangútunum hjá vódafokk og segðu þeim að skaffa þér nýjann.

1/11/07 07:01

Villimey Kalebsdóttir

Ójá, það var sko greinilega hrunið! Því, ég var að tengja nýjan og ég flaug inná netið !!

[Ljómar eins og sólin]

1/11/07 07:01

Hugfreður

Man eftir svipuðu, þ.e. ná sambandi stundum og stundum ekki, þegar beinirinn ofhitnaði. Ágætt líka að slökkva á honum af og til t.d. yfir nóttina.

1/11/07 07:01

Rattati

hvað sagði ég ekki.....?

1/11/07 07:02

Huxi

Ekki hlusta á Grágrím...

1/11/07 07:02

Skreppur seiðkarl

Ég lenti í svona hjá Voddðefokk, fór bara yfir í Hæv, það er miklu betra.

Villimey Kalebsdóttir:
  • Fæðing hér: 31/8/08 22:59
  • Síðast á ferli: 26/10/16 22:05
  • Innlegg: 8300
Æviágrip:
Er af ætt Ísfólksins. Pínulítið göldrótt.