— GESTAPÓ —
Fjap
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Gagnrýni - 2/12/04
Frímerki, óuppbyggileg gagnrýni

Þau eru lítil, fokdýr, asnaleg og sum hver afskaplega ljót.

Starfs míns vegna þarf ég að umgangast frímerki nánast daglega. Nú er svo komið að ef ég þarf að afhenda einni manneskju í viðbót þessi asnalegu bréfsnifsi þá kemst ég á forsíðu DV á morgun:

"Ellilífeyris-þegi neyddur til að éta tvö fjörtíuogfimm króna frímerki. Búðarloka dreginn út í lögreglubíl æpandi: Þú getur bara asnast til að senda tölvupóst. Þessir vanþakklátu horgemlingar þínir vilja hvort eð er ekki kannast við þig!!"

Í alvöru, frímerki eru líklegast asnalegasta hönnun mannkynsins og versta hugmynd (ef undan er skilin pælingin hans Einars Bárðar um að það væri sóknarfæri á íslenskum stúlknakóra markaði) Ef litið er til þess að frímerki virðast ekki hafa þróast neitt undan farin 150 ár þá er komin tími til að leggja þeim. Hér eru mín rök.

Fyrstu rök: Hvers vegna í ósköpunum er gerð sú krafa að hvert einasta snifsi sé sleikt, vætt eða áhrækt áður en það nái viðunandi viðloðunar krafti? Miðað við allar tegundir af lími sem til eru í heiminum, lím sem líma nánast alla skapaða hluti saman og fjölmargar tegundir af límmiðum sem eru ýmist laus eða fastlímdir þá finnst mér að bakhlið frímerkja sem virðast vera húðuð með efnum unnum úr þefkirtlum pokarotta vera úrelt.

Önnur rök: Til að byrja með þá höfðu myndirnar sem skreyttu framhliðar frímerkja eitthvað með landið, þaðan sem það var upprunnið, að gera. Tígullegir prófílar af þjóðhöfðingjum, myndir af dýrum sem eitthvað voru einkennandi fyrir landið og svo framvegis. Í þá daga voru það listamenn sem sköpuðu merkin og safnarar kepptust um að eignast sjaldgæfar myndir en mér fannst nú reyndar öfuga flugvélin bara asnaleg. Nú orðið virðist hver sem er geta smellt mynd á frímerkið liggur við í gegnum MMS og prentað það út heima hjá sér.

Algengar framhliðar í dag eru: Landróver jéppi (90 kr. ) Hreindýr (45 kr.) Erlendir hjólreiðamenn (65 kr.) og Spói (250 kr.) Skoðum þetta aðeins nánar. EKKERT af þessu er upprunnið á Íslandi. Landróverinn er innfluttur, Hreindýrið líka, sömuleiðis erlendu hjólreiðamennirnir og Spóinn er farfugl!! Á 10-20-55 og 100 króna frímerkjunum eru: Brúðarauga (10kr.) íslenskur smágróður, Dílaskarfur(20kr.) er líklega með vetursetu, Flatey(55 kr.) Örugglega íslensk enda vel merkt með rauðum punkti á Breiðafjörðinn. Nóbelaulinn er svo á hundraðkallinum.

Rök þrjú: Verðskráin fyirir útlagðan kostnað vegna bréfasendinga virðst hafa verið skipulögð í samræmi við þyngdarafls áhrif tunglins á bakhár þess sem samdi hana. Fyrir bréf innanlands sem vegur 101-250 g þarf maður að reiða af hendi 95 krónur. Kostnaðurinn er óverulegur en púslið að koma þessu saman er pínlegur. Til eru eftir farandi frímerki:10 kr-. 20 kr.- 45 kr.- 65 kr. -90 kr. -100 kr. og 250 kr. Það þarf sem sagt minnst þrjú frímerki á þetta bréf: 1 x 10 + 1 x 20 + 1 x 65 = 95. Á bréf sem vegur 251-500 g, innanlands, þarf líka þrjú merki. 2 x 65+ 1 x 10= 140.

Á bréf sem vegur 51-100 g til Evrópu þarf maður að borga 150 kr. Aftur, enginn verulegur kostnaður en bölvað maus að finna rétt merki. Best sýnist mér: 2 x 65 + 1 x 20= 150.

Frímerki fá falleinkun hjá mér!

Ég segi: Hættum þessu bréfa vafstri. Sendum tölvupóst með viðhengjum eða hættum að hafa samband við fólk lengra en upp í Mosó.

   (1 af 2)  
2/12/04 09:01

Órækja

Frímerki eru augljóslega ætluð til að kenna búðarblókum grunnskólastærðfræði, en það kemst greinilega ekki til skila. Vonandi gengur málfræðiátak íslandspósts betur.

2/12/04 09:02

Ísdrottningin

Þau eru úrelt, það liggur nokkuð ljóst fyrir... En það eru þessir déskotans safnarar sem standa í vegi fyrir því að þessi ósómi verði lagður niður. Ég hef aldrei kynnst frímerkasafnara sem fellur undir skilgreininguna ,,eðlilegt fólk" svo að mín vegna mega þeir missa sín...

2/12/04 09:02

Ísdrottningin

frímerkjasafnara, afsakið *roðnar*

2/12/04 09:02

Melkorkur

]brestur í óstöðvandi hlátur]
Já, vel skrifað. Og mæltu heilastur, rafrænn póstur er ef til vill hraðari og hagkvæmari heldur en venjulegur, en það er kannski ekki jafn innilegt?

2/12/04 09:02

Hermir

Æji sleiktu á mér frímerkið, dusilmennið þitt og hættu þessu væli. Vissulega er þörf á að nota mörg frímerki. Það sendir varla nokkur maður nokkuð lengur og ekki viljum við að það fari að safnast upp gamlar birgðir af frímerkjum. Bara skella 30-40 merkjum á hvert snitti sem þarf að senda og be done with it.

2/12/04 10:01

Skabbi skrumari

Þetta er ljómandi félagsrit... fyrir utan nokkrar smá villur eða skort á upplýsingum...
Það væri vel þegið ef þú myndir útskýra hvað MMS þýðir...
Netið nær aðeins lengra en upp í Mosó...
... og eitt... spóinn er íslenskur... það er talinn vera hans heimahérað þar sem hann byggir sér hreiður og elur upp unga sína... ekki gerir hann það í útlöndum...

2/12/04 10:02

Amma-Kúreki

Sammála nema að einu leiti
í gamladaga ef þú áttir ekki þessa
skemmtilegu pappírs ferhyrninga
þá var vonin um drátt út úr myndini
hvað gat maður sagt annað en viltu koma með mér heim að skoða frímerkja safnið mitt
þannig varð hin fyrsta íslenska picup lína til góðir hálsar
enn ég veit að þessi picup lína hefur þurft að víkja fyrir öðrum línum sem standast tímanns tönn
þannig að ég ylja mér við minningarnar um frímerkið og held mínum hugsunum fyrir mig
Takk fyrir

2/12/04 11:01

Lómagnúpur

Hvaða endemis rugl er þetta. Frímerki eru afar sniðug, ein af snjöllustu uppfynningum mannkynsins. Hrinti samskiptabyltingunni af stað. Einföld og lógísk leið til að sýna að burðargjald hafi verið greitt. Og þau eru til sem límmiðar. Hættu svo þessu tuði og sæstu við umhverfi þitt.

4/12/06 01:02

albin

Kæri Skabbi, þar sem enginn virðist ætla að útskýra fyrir þér hvað MMS er sé ég mig knúinn til þess. Þó vona ég að biðin eftir svarinu hafi ekki gert þér neitt illt.

MMS er skammstöfun fyrir Multimedia Message Service sem er svipuð SMS (Short Message Service), nema þú getur sent hljóð- og mynd-skrár með GSM (Global System for Mobile Communications) símanum þínum.

10/12/06 01:01

Billi bilaði

Alltaf læt ég stimpla jólapóstinn. Annars, til hamingju með rafmælið.

Já, og Skabbi, í símtali við Rás 2 í gær var Stefán Jón að segja frá Spóanum sem býr að mestu leiti í Namibíu, en bara rétt skreppur til Íslands í nokkrar vikur til að fá frið við útungun. Karlfuglinn drífur sig strax heim og færi gefst, kvenfuglinn um leið og ungarnir eru komnir á ról, og svo ungarnir um haustið. (Ef þetta er rangt kennið þá Rás 2 um.)

Fjap:
  • Fæðing hér: 25/9/03 17:43
  • Síðast á ferli: 31/5/06 16:29
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Allt sem mér kemur ekki við og margt sem ég þarf ekki að vita.