— GESTAPÓ —
Einn gamall en nettur
Heiðursgestur.
Sálmur - 9/12/07
Fuglasöngur

Einhverstaðar saumaði ég saman fyrstu tveimur erindunum og skildi þau eftir á glámbekk. Mér til mikillar undrunar hafði einver sem kallar sig Grandvar bætt við öðrum tveimur og var það vel enda varð kvæðið mikið betra fyrir vikið.

Einsamall ráfar þú andlega snauður og kaldur
úrhrak sem lifandi´ ert dauður vel langt fyrir aldur.
Þín sjálfs ert -kráka og óheilla- örlagavaldur
yfirgefni litli saklausi vængbrotni tjaldur.

Útlagi hrakinn í kaldan faðm nístandi nætur
sem neyðin ein huggar og hughreystir þegar að grætur.
Í sendinni jörðinni eitt sinn þú fyrst stóðst á fætur
og fyrir þær sakirnar einar þú lífið þar lætur.

En lífið þér býður – ef leitar þú eftir – að fljúga
um loftvegi himins í fegurð og draumkyrrð að smjúga
og leggjast ei flatur og hræddur sem afsíðis hrúga.
Til himinsins líttu og þeirra sem vona og trúa!

Hver tjaldur sem aðeins er vonsvikinn, hikandi og hræddur
í háloftum styrkist og lærir að til þess er fæddur
að leita uppi þann, sem er máttvana, lítill og mæddur
og meðbróður styrkja unz kjarki og þrótti er gæddur.

   (4 af 11)  
9/12/07 01:01

Billi bilaði

Já, þeir geta verið góðir þessir glámbekkir.

9/12/07 01:01

Regína

Glæsilegt!

9/12/07 01:01

krossgata

Ljómandi samvinna.

9/12/07 01:01

Offari

Ég sem hélt að þú værir mállaus.

9/12/07 01:01

hlewagastiR

Drullufínt.

9/12/07 01:01

Garbo

Þetta þykir mér fallegt ljóð og vel gert.

9/12/07 01:01

Huxi

Ha... Sagðiruðu klámbekk... Allt er nú klámvætt... Flott kvæði samt...

9/12/07 01:02

Kargur

Ég sé að þú tórir enn...[dæsir]

9/12/07 02:02

Skabbi skrumari

Nokkuð flott...

9/12/07 03:02

Jóakim Aðalönd

Vannstu á dekkjaverkstæði? Annars fínasta ljóð...

9/12/07 21:01

Stella Orlofa

Ertu í ástasorg útaf þessu með mömmu þína?

Einn gamall en nettur:
  • Fæðing hér: 23/4/08 15:27
  • Síðast á ferli: 24/2/11 10:54
  • Innlegg: 1106