— GESTAPÓ —
Skreppur seiðkarl
Fastagestur.
Dagbók - 5/12/08
Simmi.

Blíður drengur og hjartahreinn, afturhaldinn líkamlega eftir fæðingu, fatlaður en skýr í sinni, glaður og brosmildur, góður við nágranna sína og vinmargur, alltaf til í spjall og hafði skoðanir.

Simmi dó í fyrrinótt.

Ef einhver hér til hans þekkir þá vil ég, sem Skagamaður sem þekkti til hans og hafði talað við hann stöku sinnum úti á götu, votta fjölskyldu hans og vinum samúð mína vegna missis þeirra. Hann var eitt af þekktari andlitum Akraness og einn sem allir þekktu.

Þetta var hress strákur, hreyfði sig mikið, gekk allt sem hann fór, æfði íþróttir með Þjóti og spilaði á trommur heima hjá sér.

Ég bið að heilsa þér Simmi minn.

   (4 af 4)  
5/12/08 23:01

Billi bilaði

Fallegt.

5/12/08 23:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Samhryggist frændi

Skreppur seiðkarl:
  • Fæðing hér: 26/1/08 13:31
  • Síðast á ferli: 18/10/14 21:31
  • Innlegg: 539
Eðli:
Býr tímabundið í Vancouver, British Columbia, Canada. Saknar þess að tala íslensku og gengur í skóla.
Fræðasvið:
Ýmislegt en þó ekki svo margt. Þetta er kannski ekki tölulegt en ég gæti nefnt allavega tvö atriði en þá þyrfti ég að hugsa uppí hvað ég er að telja og ég nenni því ekki.
Æviágrip:
Hefur gaman af því að rífast við fólk um suma hluti. T.a.m. þegar einhver segir að ein sú fiskategund sem eigi ekki að veiða séu hvalirnir því þeir séu túristaauðlind. Líka þegar þetta sama fólk segir að hákarlar séu hættulegasta hvalategundin, þá fer ég alveg í keng. Margir vilja auk þess halda því fram að typpi sé vöðvi, þá klæjar mig einmitt í puttana að fá að slá þeim á hné og segja, "Vertu nú ekki með þessa vitleysu..."