— GESTAPÓ —
Heimskautafroskur
Heiđursgestur.
Dagbók - 2/12/08
Tré

Ţessi sálmur var ortur áriđ 2000 viđ lag meistara Tom Waits, Time

Finnst ţér líka hvimleitt ţetta fólk hér út um allt,
mađur finnur ekki nokkurn griđastađ.
Ţađ er sími, ţađ er útvarp, ţađ er sjónvarp, ţađ eru blöđ
og svo má lengi telja, ţú kannast viđ ţađ.

Ţađ eru karlar ađ hugsa um fótbolta og krakkar ađ sníkja dót,
konur eru ađ falda gluggatjöld
og ţau velta sér upp úr einkalífi alókunnugs fólks,
međ engilhreina samvisku ţau sofna hvert kvöld.

Ţađ eru tré, tré, tré.
Já tré, tré, tré.
Ţađ eru tré, tré, tré sem ég vil.
Tré, tré, tré.

Ţađ er sama hvert ţú lítur, ţađ er líka einhver ţar
og líklegt ađ hann sé ađ fylgjast međ.
Hver leikur hann er rangur, ţetta er vonlaust, tapađ tafl,
ţađ tekur ţví bara alls ekki ađ valda eitt peđ.

Ţú heldur kannski líka ađ ţú hafir ţykkan skráp
en harla reynist ţunn sú mjúka skurn.
Og ţegar upp er stađiđ verđur fjandi fátt um svör,
finnst ţér kannski hart ađ enda ţetta í spurn?

Ţađ eru tré, tré, tré...

En trén ţau eru ţögul og ţau ţvćlast aldrei neitt,
ţađ er sama hvađa ósköp ganga á.
Hvort ţú sefur undir krónunni eđa sagar ţau í eld
sama er ţeim – segja engum frá.

Svo taktu međ ţér grćđling og grafđu hann í jörđ,
gefđu honum vatn og hrossatađ.
Ţá getur ţú ađ lokum bundiđ reipi um bogna grein,
brugđiđ snöru um hálsinn – og hert svo ađ.

Ţađ eru tré, tré, tré...

   (33 af 35)  
2/12/08 02:01

Grágrímur

haha, snilld. Waits er bestur.

2/12/08 02:01

Hugfređur

Ég er sammála ţeim sem eru ósammála ađdáendum Tom Waits um ađ hann sé skemmtilegur. Ennfremur er ég ósammála ţeim sem voru á sínum tíma sammála um ađ ţessi umrćđa vćri búin.

2/12/08 02:01

hlewagastiR

Ég spyr enn og aftur hver ţessi Biđ-Tómas er. Í ţessu felst engin fyrirlitning á ţeim vafalaust ágćta manni sem ţiđ hafiđ svo miklar mćtur á. Ég hef einfaldlega aldrei heyrt hann nefndan og er orđinn forvitinn hvađa andans jöfur ţetta muni vera.

2/12/08 02:02

Garbo

Flott!

2/12/08 03:00

Tina St.Sebastian

Ţetta er bara assgoti gott.

Hlebbi minn: Ţarf ađ matreiđa allt oní ţig? Röltu ţig bara út í nćstu hljómplötuverslun og náđu ţér í eftirfarandi breiđskífur: Mule Variations, Small Change, Rain Dogs, Bone Machine og Closing Time.

2/12/08 03:00

Regína

.. eđa fletta ţví upp á rörinu.
Já, ţetta er gott. Eitt af ţví sem er gaman ađ lesa aftur og aftur.

2/12/08 03:02

Huxi

Tom Waits...[Fölnar upp og hleypur organdi út úr orđabelgnum]

Heimskautafroskur:
  • Fćđing hér: 29/11/07 15:40
  • Síđast á ferli: 5/6/23 18:54
  • Innlegg: 2708
Eđli:
innrćti frosksins ber af útliti hans eins og gull af eiri
Frćđasviđ:
bókmenntir, myndlist og innsýn í skógrćkt. hefur gaman af ţví ađ hnođa saman vísum.
Ćviágrip:
klaktist út viđ Eyjafjörđ og ól ţar aldur međ nokkurra ára hléi í hálfan fimmta áratug ađ hann stökk til Reykjavíkur.