— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Zion deWitt
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Pistlingur - 2/11/06
félagsrit númer 1

stuttur pistlingur um lán.

Okurlán með verðtryggingu.
fyrir um það bil ári síðan vorum jeg og eiginmaður minn komin ansi langt ofan í skuldafen.
Við höfðum þurft að hækka yfirdráttinn vegna flutninga í september 2005, svo aftur vegna jólanna, svo einu sinni enn þegar kom að brúðkaupinu í maí 2006, sem var þó ódýrara en flest brúðkaup en þó kostar nú allt peninga í dag.
Þegar brúðkaupinu lauk var komið að ísskápnum að eyðileggjast svo við tókum visa rað á nýjan skáp (lítinn og ódýrann bara) og til að toppa allt hitt ákvað þvottavjelin að fylgja ísskápnum eiginmanni sínum í gröfina, svo þá þurftum við enn einusinni að hækka heimildina.
Þegar þarna var komið skulduðum við (ef við reiknum gamlar yfirdráttsskuldir og fleira með) upp í rúm sjöhundruð þúsund. svo við tókum lán sem með viðbættum vöxtum mundi vera svona rjett rúm milljón.
Svo við skrifum undir samansöfnunar lán til sjö ára og tökum alla yfirdráttarheimild (og möguleika um slíka) af reikningunum okkar, ásamt því að skella visanu inn í banka til klippingar og fá okkur plúskort í staðinn.
Þegar svo var komið áttum við að greiða 14.000 kr á mánuði næstu sjö árin samkvæmt þar til gerðu greiðslu áætlunar yfirliti, en kom á daginn að núna rjett um ári síðar erum við að greiða rúmlega 25.000kr á mánuði fyrir andsvítans lánið. Hvar mun þetta enda?
Hugsa sjer þessa þenslu á littla hagkerfinu okkar.

Eftirskrift.
Jeg vil taka það fram að jeg er bara að nefna sjálfa mig sem dæmi. Margir hafa farið mun verr útúr viðskiptum við okurlánastofnanir sem kalla sig banka.

Hafið því í huga næst þegar taka á lán að það er betra að taka lán með föstum vöxtum og að öllum líkindum betra að hafa það í erlendri mynt.

   (1 af 1)  
2/11/06 03:01

Anna Panna

Ok, nú ætla ég ekki að þykjast vera einhver fjármálasérfræðingur, langt í frá, enda er ég bláfátækur námsmaður með slatta af fjárhagsörðugleikum á bakinu.

En það sem kemur fram í þessu félagsriti er nákvæmlega það sem er að í þjóðfélaginu.
Þegar ísskápurinn bilar og maður hefur ekki efni á nýjum (það að setja hann á Visa-rað er ekki að hafa efni á honum) þá er hægt að setja smáauglýsingu í blöðin og óska eftir notuðum fyrir lítið eða gefins í staðinn fyrir að æða út í búð og kaupa nýtt, nýtt, NÝTT!!! Sá notaði ætti að duga í a.m.k. þann tíma sem það tekur að safna sér fyrir nýjum ísskáp (ef það er nauðsynlegt fyrir geðheilsuna að eiga nýjan ísskáp). Þar hefðirðu getað losnað við smábrot af skuldinni þinni og það sama með þvottavélina.

Brúðkaupið skil ég vel að þið hafið viljað hafa sem veglegast miðað við efni, en að hækka yfirdráttinn fyrir jólin... æ mér finnst bara að ef maður hefur ekki efni á hlutunum þá verði maður einfaldlega að slaka á boganum í staðinn fyrir að spenna hann enn frekar. Það er hægt að finna ódýrar en sniðugar jólagjafir nú eða bara byrja að versla snemma á árinu. Maður veit nú yfirleitt af því fyrirfram hvort maður kemur til með að vera blankur í desember eða ekki.

Þessi hugsunarlausa neysla og að ætla bara að redda öllu á yfirdrætti hefur ekkert minni áhrif á hagkerfið en vextirnir einir og sér. Hvernig væri að spá aðeins í því?

2/11/06 03:01

Galdrameistarinn

Ég tók eitt lán og gerði upp allan yfirdrátt og greiddi niður allar visaskuldir um daginn. Borga nú bara rúm 14 þús á mánuði en ekki 90 þúsund og er sáttur við mitt í dag því eftir 2 ár verð ég skuldlaus.
En það er rétt sem Anna segir hér að ofan, það má oft redda sér með notuðu meðan safnað er fyrir nýju í stað þess að elta neysluþjóðfélagið út af bjargbrúninni.

2/11/06 03:01

gregory maggots

Bróðir minn notast enn við rúmlega fertugan ísskáp sem móðir vor keypti í Danmörku á sínum tíma. En þrátt fyrir dygga þjónustu víðsvegar á þessum fjörutíu árum þá teljum við stórfjölskyldan að nú sé kominn tími á stærri skáp, og jafnvel nýjan, þó ekki nema fyrir þá staðreynd að á síðastliðnum 3 árum hefur fjölskylda bróður míns stækkað úr einum í þrjá, eða um 200%.

Sá sami bróðir gekk reyndar í hjónaband fyrir rúmu ári, en veislan og viðhöfn mun bíða betri (fjármála-)tíma. En ekki að ég hafi lært, né muni læra neitt af honum.

2/11/06 03:01

Zion deWitt

Jeg vil benda á að gamli ískápurinn var notaður númer tvö og þvottvjelin líka. Við eigum EKKERT nýtt nema þú teljir bókahilluna úr rúmfó með. Þegar maður býr útá landi kaupir maður frekar ódýrt nýtt sem maður fær sent heim frítt en að spandera flutningskostnaði úr borginni. Ekki halda að við höfum ekki reynt að fara þá leið fyrst. Eftir meira en mánuð án þvottavjelar sagði hún amma mín sem aldrei hefur hent sokk sem má bæta eða hvað þá keypt nýtt ef mætti fá notað einhversstaðar frá, að nóg væri komið, við færum og keyptum okkur þvottavjel ekkert múður, eitt barn og annað á leiðinni þýddi þörf á þvottavjel. Svo við notuðum síðasta möguleikann og versluðum þvottavél. Ísskápinn keyptum við nýjann vegna þess að það var ekki hægt að vera ísskápslaus með tveggja ára barn á heimilinu og enginn notaður fjekkst þá tvo daga sem við gerðum tilraun til að leita.
Hvað brúðkaupið varðar vorum við búin að bíða tæp tvö ár með það og fanst bara kominn tími til. Við söfnuðum einsog við gátum, buðum bara þeim nánustu og engum börnum og svo var ódýrasta kassahvítvínið blandð í sprite sem fordrykkur og veislan höfð eins ódýr og hægt var.
Og við hækkuðum yfirdráttinn um Jólin til að geta gefið ódýrar gjafir til þeirra sem gáfu okkur, en ekki til að spandera og spreða í örtröðinni.
Nógu skýrt?

2/11/06 03:01

Garbo

Gott rit. Hver kannast ekki við eitthvað svipað.

2/11/06 03:01

Anna Panna

Alveg nógu skýrt Zion!
Það breytir samt ekki þeirri skoðun minni að þessi þensla er að stórum hluta tilkomin vegna þess að Íslendingar kunna yfir höfuð ekki að fara með peninga.
Ég viðurkenni það alveg að ég kann það ekki en ég er alla vega búin að borga niður yfirdráttinn og ætla héðan í frá ekki að vera hluti af vandamálinu.

2/11/06 03:01

Zion deWitt

Já þegar þessi skuld verður að baki verður ekki framar notaður yfirdráttur á þessu heimili.

2/11/06 03:01

Tigra

Ég hef nú aldrei tekið yfirdrátt eða lán... (vegna þess að ég er enn ung) ..og ég ætla að gera mitt besta til að komast alfarið hjá því.
Mér finnst það bara hreint ekkert sniðugt.
Auðvitað verða langflestir að taka íbúðar og mögulega bílalán... en allt annað læt ég alfarið vera.
Frekar ét ég gras og snjó heldur en að fá mér yfirdrátt.
Ég reyndar á ekki einu sinni visa og ætla ekki að fá mér.

2/11/06 03:01

albin

Nægusemi er dyggð. Hana reyni ég að stunda, án þess að reyna vísvitandi að gera líf mitt óþarflega leiðinlegt. Maður verður jú að leyfa sér eitthvað.
Samt fer nú stundum svo að lántökur verða lausnin. Ekki góð lausn alltaf.

2/11/06 03:02

Huxi

Það var í byrjun síðustu aldar að bóndi nokkur kom í kaupstaðinn að reyna selja vetrarafrakstur búsins. Eitthvað gekk salan illa og verð reyndust lægri en gert var ráð fyrir og dugðu ekki fyrir fyrri úttektum. Altént, um kvöldið sat bóndi þessi á ölstofu bæjarins og bar sig aumlega. Sagði henn hverjum sem heyra vildi: "Nú er ég dapur og skuldugur við guð og menn."
Segir nú ekki af bónda fyrr en síðegis daginn eftir. Þá er hann aftur kominn á krána og nú öllu kátari. Er hann var ynntur eftir ástæðunni fyrir þessum sinnaskiptum svaraði bóndi: "Nú er ég glaður og skuldlaus við guð og menn, - tók víxil og borgaði."
Boðskapur þessarar sögu er kannski sá að það hefur lengi loðað við Mörlandann að halda að það sé eitthvað LÁN að taka lán. Það virðist vera að fólk huxi ekki til næsta gjalddaga. Ég veit ekki að það sé sama orðið notað yfir heppni og að auka skuldir sínar í neinu öðru tungumáli. En svona höfum við verið og svona erum við enn. Og á meðan þessi huxunarháttur er við lýði þá minnkar ekki okrið bankanna.

2/11/06 03:02

Anna Panna

Mikið rosalega erum við öll skynsöm. Enda er engin verðbólga í Baggalútíu! [Ljómar upp]

2/11/06 04:00

Skabbi skrumari

Það er auðvelt að vera skynsamur þegar maður þarf bara sjálfur að lifa við hungurmörk... en þegar maður þarf að fæða nokkur börn og veita þeim góð lífsskilyrði þá tekur annað við... [strunsar út af sviðinu]...

2/11/06 04:01

Nermal

Það er staðreynd að bankarnir fitna á þessum hugsanahætti Íslendinga. Það er hægt að fá lán og greiðsludreyfingu fyrir allann fjandann. Ég man að ég reiknaði einhverju sinni út tölvulán sem var auglýst hjá BT til 59 mánaða!! Þar komst ég að því að um tvö ár af afborgunum voru einungis vextir. Það er voða gott að reyna að spara, leggja lítlsháttar til hliðar mánaðarlega. Skoða hvað má jafnvel missa sín. Bendi t.d á að það kostar 20 - 30 þús á mánuði að reykja. Par sem leggur hvort um sig 5000 kall á mánuði til hliðar safnar 120 þús á ári + vexti. Það ætti t.d vel að duga fyrir nýjum ísskáp, þvottavél eða þessháttar. Yfirdráttur er bara að lengja í hengingarólini. Ég vil vinna fyrir sjálfann mig ekki feita illa banka!

2/11/06 04:01

Upprifinn

ég er oft sammála Skabba en aldrei sem nú.
Mér finnst bara ekki mikið mál að skulda nokkurhundruð þúsundkall aukalega og borga nokkra tugi þúsunda aukalega í vexti á ári ef það er það sem þarf til að tryggja að börnin komist í gegnum framhaldsskólan og eigi að honum loknum greiða leið í það nám eða starf sem þeirra hugur stendur til.
En ég er sossum ekkert hrifinn af því að borga vexti.

2/11/06 05:00

Jóakim Aðalönd

Aldrei taka lán fyrir neinu, nema huxanlega húsnæði. Fáir geta staðgreitt það, sérstaklega ekki fyrstu árin.

Bílalán eru sko ekki nein nauðsyn. Ég keypti mér fínan (8 ára gamlan) bíl fyrir rúmu ári síðan og kostaði hann ekki nema 350.000 kall. Hann hefur ekkert klikkað og ég kemst allt á honum sem jeppakallar komast. Það er betra að kaupa ódýran bíl (passa að hann sé í lagi og Subaru) en að kaupa einhvern nýlegan og greiða okurvexti af láni.

Svo er líka þjóðráð að vera sem lengst inni á hóteli Mömmu og að sjálfsögðu eignast aldrei maka eða börn. Þau eru peningasugur dauðans!

Zion deWitt:
  • Fæðing hér: 23/11/07 23:02
  • Síðast á ferli: 12/5/11 12:18
  • Innlegg: 61