— GESTAPÓ —
Línbergur Leiðólfsson
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/11/07
Hugleiðing á rafmælisdegi

Þá er maður orðinn eins árs. Og hefur ekki afrekað neitt í lífinu hingað til, a.m.k. ekkert sem mark er á takandi.
Þrjú félagsrit! Er það allt og sumt eftir allan þennan tíma?
Ég hef ekki heldur mætt á einn einasta Gestapóhitting.
Hér verður að gera breytingar. Hverjar þær verða veit ég ekki, en breytinga er þörf!

En hvað hefur gerst á þessu ári sem liðið er?

Lítum yfir farinn veg:
-Ísland fór á hausinn.
-Svartur maður var kosinn Bandaríkjaforseti í fyrsta sinn.
-Baggalútur gaf út nýjan disk.
-Ég fór í leynilega njósnaferð til Austurríkis ásamt Ívari og Hexíu og Næturdrottningunni
-Nermal og Næturdrottningin trúlofuðu sig.
-Ég gekk til liðs við Stormsveit Gestapó.
-Mrgir Gestapóar hurfu af þessum vettvangi og nýir komu í staðinn.

Fleira markvert hefur ekki gerst, svo ég muni.

   (7 af 9)  
1/11/07 07:01

Wayne Gretzky

Til hamingju með rafmælið sæta mín.

1/11/07 07:01

Huxi

Til lukku með rafmælið góurinn... Þú ert ágætur.

1/11/07 07:01

Hexia de Trix

Til hamingju! Þú ert nú að fara að bæta hressilega úr þessu með Gestapóhitting fljótlega.

1/11/07 07:01

Kífinn

Til góðs með rafmælinguna! skál í tvo botna! En gleymdu þó ekki þeim merkisviðburði Ísbjarna(r)bólunni. Menn fór að dreyma fyrir líkt og á fornum tímum

1/11/07 07:01

Billi bilaði

Þá er bara að gera næsta ár markverðara og gefa út Gestapódisk.

Skál!

1/11/07 07:01

Anna Panna

Til hamingju með árið! Þótt það hafi kannski ekki verið stútfullt af einhverju markverðu þá geturðu örugglega ekki neitað því að það hefur verið aðeins skemmtilegra en önnur!!

1/11/07 07:01

Villimey Kalebsdóttir

Til hamingju með daginn !

1/11/07 07:01

krossgata

Ekkert afrekað sem mark er á takandi? Þú mættir hér!

Til hammó með rammó.

1/11/07 07:01

Næturdrottningin

Innilega til hamingju með rafmælið.. Línbergur. Ég veit að það á eitthvað ótrúlega flott eftir að gerast hjá þér áður en þú verður tveggja ára.

1/11/07 07:02

Garbo

Til hamingju með rafmælið !

1/11/07 08:00

Ríkisarfinn

Til lukku félagi, þó seint sé.

1/11/07 08:00

Skabbi skrumari

Til lukku... skál

1/11/07 08:01

Nermal

Til hamingju með rafmælið félagi. Mér finnst ansi skondið að trúlofun okkar Nóttu sé einn af merkisviðburðum ársins.

Línbergur Leiðólfsson:
  • Fæðing hér: 7/11/07 18:21
  • Síðast á ferli: 26/2/14 23:57
  • Innlegg: 5190
Fræðasvið:
Gagnfræði, ölfræði
Æviágrip:
Fæddur í Litlu Ávík einhverntíma á síðasta fjórðungi síðustu aldar. Hneigðist snemma til menningar og lista en hefur alla tíð verið óalandi og óferjandi.Býr núna í firði einum skammt suður af höfuðborg Íslands.