— GESTAPÓ —
Línbergur Leiðólfsson
Heiðursgestur.
Saga - 2/11/06
Kennarinn

Saga þessi er uppspuni frá rótum og öll tengsl við raunverulegar persónur eða atburði er hrein tilviljun.

Skólastjórinn bankaði á útidyrnar þennan kalda og hráslagalega desembermorgun. Maðurinn kom til dyra og bauð honum inn. Skólastjórinn gekk inn og börnin á eftir honum, eitt af öðru, svo undarlega þögul. Það var ekki laust við að tár hafi runnið niður kinnar sumra þeirra, enda höfðu flest þeirra verið hænd að kennaranum sínum frá upphafi, jafnvel litið á hana sem nokkurskonar móður sína. Ein stúlkan hélt á blómvendi ásamt korti sem hún afhenti manninum.
Kennarinn þeirra var ung kona, bara rétt um þrítugt.
Og svo, þessa nótt fyrir tveimur vikum. Allir voru ennþá hálflamaðir yfir þessu. Enginn vissi almennilega af hverju hún hafði gert þetta. Því að á miðanum sem hafði fundist við hlið hennar stóð bara:
„Ég get þetta ekki lengur“.

   (8 af 9)  
2/11/06 14:02

Aulinn

Vel skrifað. Sorgleg saga.

2/11/06 14:02

Regína

Já, það finnst mér líka.

2/11/06 14:02

Isak Dinesen

Fínasta saga, en appelsínusafaritið verður alltaf þitt besta.

2/11/06 15:00

krossgata

Góð saga.

2/11/06 15:00

Garbo

Vel skrifað en hvað var það sem hún gat hún ekki lengur? Það eru nefnilega til verr borguð störf en kennarastarfið en það er ekkert starf sem gefur manni meira.

2/11/06 15:00

Tígri

Mikið skil ég hana vel.
Sumt getur maður bara ekki og lífið er stundum þannig að maður getur ekki meira........................

2/11/06 15:00

Jóakim Aðalönd

[Huxar til Galdra]

Vel skrifað um erfitt mál...

2/11/06 15:02

Huxi

Náði helvískur einkageirinn henni? Það er þá ekki fyrsti kennarinn sem fær vinnu sem er sómasamlega borguð t.d. símsvörun í banka eða námskeiðahald fyrir grasekkjur milljarðamæringa.

Línbergur Leiðólfsson:
  • Fæðing hér: 7/11/07 18:21
  • Síðast á ferli: 26/2/14 23:57
  • Innlegg: 5190
Fræðasvið:
Gagnfræði, ölfræði
Æviágrip:
Fæddur í Litlu Ávík einhverntíma á síðasta fjórðungi síðustu aldar. Hneigðist snemma til menningar og lista en hefur alla tíð verið óalandi og óferjandi.Býr núna í firði einum skammt suður af höfuðborg Íslands.