— GESTAPÓ —
Speisi
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Saga - 3/12/07
Rithöndin

Hann beygði sig fram og skrifaði fallega sveigða og samhangandi stafi. Stafirnir hölluðu lítið eitt til hægri, upphafstafir stórir og tignarlegir. Lokastafir enduðu í lítilsháttar sveiflu sem gaf orðunum líflegan svip. Hann rétti úr sér og renndi augunum yfir handbragðið, honum þótti vænt um rithönd sína, vissi að hún var tákn liðinna tíma.

“Fólk í dag krafsar ólæsilega og óreglulega og kallar það svo bókstafi, orð og setningar” hugsaði hann. Fyrir honum hélt orð ekki fegurð sinni og merkingu ef rithöndin var ljót.

Hann hallaði sér aftur fram, setti punkta og kommur yfir stafi sem söknuðu slíkra tákna og byrjaði í rólegheitum á síðasta orði. Eftir drykklanga stund hætti hann að skrifa, kinkaði kolli með sjálfum sér, lagði pennan frá sér og ýtti sér mjúklega frá borðinu með báðum höndum.

Hnarreistur horfði hann á stúlkuna hinumegin við borðið sem hrifsaði handverk hans af borðinu og rak það í skúffu án þess eitt andartak að líta á stóra stílfærða effið eða lipru sveifluna sem lokaði enninu í “son”.

Nei, hún virti hann ekki viðlits heldur sagði eitthvað glettið á pólsku við samstarfsstúlku sem brosti hvítum tönnum, snéri sér svo við og greip samlokuna mína af færibandinu og færði fyrir framan geislalesarann, “blíp” hvað við og upphæðin 399 blasti við mér á til þess gerðum skjá. Ég rétti fram debetkortið mitt eins og gamli maðurinn hafði gert stundarkorni áður.

Ég leit á karlinn sem var að raða vörum í poka og handfjatlaði hvert stykki rólega og varleg eins og postulín væri. Við horfðumst augnablik í augu, ég og hann, en sögðum ekkert.

   (1 af 2)  
3/12/07 03:02

Skabbi skrumari

Skemmtilegt... Skál

3/12/07 03:02

Nermal

Úffff.... ég minnist bara krotsins sem ég set á kvittanirnar....... Ólesanlegur déskoti. Skemmtinleg pæling

3/12/07 03:02

Günther Zimmermann

Til athugunar:
http://baggalutur.is/gestapo/profile.php?mode=viewprofile&u= 1821&n=4914

Hnignun rithandarinnar er hluti af almennu menningarhruni sem plagar vesöldina (sem er jú upprunalega sama orð og veröld, sbr. wesen á þýzku, (til)vera) þessa áratugina.

3/12/07 03:02

albin

Skemmtilegt.

3/12/07 03:02

B. Ewing

Flott rit. En þar sem ég er ekki með orðabókina hjá mér, hnakreistur ?? Sé orðið rétt þá er það sjaldgæft og fyrir það er stór plús. [Ljómar upp]

3/12/07 03:02

Günther Zimmermann

(Reyndar er það 'hnarreistur' - en slík yfirsjón er auðfyrirgefanleg.)

3/12/07 04:00

Speisi

Leiðrétti orðið góða. Takk.

3/12/07 04:00

Andþór

Góð frásögn og takk fyrir mig.

3/12/07 04:00

Heiðglyrnir

Hér sé friður....Riddara-Skál....

3/12/07 04:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Dágóð frásögn, habbðu þökk fyrir.

3/12/07 04:00

Regína

Skemmtilesning.

3/12/07 04:02

Garbo

Skemmtilegt!

3/12/07 01:00

Skreppur seiðkarl

Rosalega var þetta dýr samlokudjöfull.

3/12/07 02:01

Jarmi

Gott rit. Ég glotti.

3/12/07 04:01

Texi Everto

Gamalt fólk - það veit eitthvað sem ég veit ekki.

Speisi:
  • Fæðing hér: 5/11/07 12:19
  • Síðast á ferli: 8/10/10 13:31
  • Innlegg: 97