— GESTAPÓ —
ÖrvarÖnugi
Fastagestur með  ritstíflu.
Dagbók - 31/10/06
Baggalútur - Mín reynsla

Ég sit hér í hugleiðingum um hvað mitt fyrsta félagsrit eigi að snúast um. Ég fæ mér tesopa og velti því fyrir mér hvernig síða þessi hefur tekið á móti mér og hvernig mér hefur líkað hún. Eftir smá stund er svarið augljóst. Síða þessi hefur með snilligáfu sinni og kærleika algjörlega heillað mig. Sjaldan kemst maður í tæri við jafn viturt og kurteist fólk og hér er að finna. Fróðleiksmolarnir hellast yfir mig úr öllum áttum og bæði leikir og umræður hér eru hreinasta afbragð og er ég glaður að hafa loksins ratað inná þessa ljómandi síðu. Kynni mín við gestapóa hér eru ekki bara vinsamleg heldur einnig afar fróðleg og upplýsandi. Það þarf líka ekki einhver ótrúleg myndagæði eða hraða spilun til að búa til príðisgóða tölvuleiki. Leikir eins sniðugir og teningaleikir, nafnaleikir, spurningaleikir og ekki má gleyma Mafíu eru hin hreinasta snilld og geta skemmt manni klukkustundum saman. Og þegar maður byrjar að lesa greinar og félagsrit annarra gestapóa getur maður algjörlega gleymt sér. Ég lík við tebollan minn og vil þakka öllum meðlimum Baggalúts sem hafa sýnt mér góðmennsku og hjálpsemi með þessu ljóði.

Gestapóar góðir verða
gala afar fagran söng.
Nýliða þeir ávalt herða
þó að stundin verði löng.

Afbragðsvitrir dáðadrengir
ey má gleyma fögurm frúm.
Fléttast þarna klókir fengir
kunnir öllum heimsins trúm.

   (2 af 2)  
31/10/06 21:02

Billi bilaði

Skólastofu skaltu sækja,
skoða nokkur innlegg þar.
Stuðlamálið sterkt svo rækja.
<Stendur upp og fer á bar...>
<... inn>

31/10/06 21:02

Upprifinn

Velkominn vinur minn.
ég verð nú að taka undir með Billa.
Lærðu að yrkja.

31/10/06 21:02

blóðugt

Velkominn. Sammála Billa og Uppa.

31/10/06 21:02

ÖrvarÖnugi

Ég er nú ekki mikið skáld en er þó ávalt að læra og mun reyna að bæta skáldagáfu mína um ókomna tíma.

31/10/06 21:02

Huxi

Þarft þú ekki að fara í gegn um Innflytjendahliðið fyrst?

31/10/06 21:02

Dula

Velkominn til okkar.

31/10/06 21:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Velkomin ég ar alltaf sammála öllum alltaf hér því það verður maður alltaf að gera

31/10/06 21:02

Fergesji

Varið yður á því að þér munuð ánetjast umræðusvæðinu allverulega, og vart geta slitið yður frá því. Sú er í það minnsta reynzla allflestra þeirra er hingað koma. Gangi yður vel að aðlagast og vegni yður vel í ljóðsmíðalærdóminum.

31/10/06 22:00

Nornin

Húrra!
Gerðu bara eins og Gísli segir og þá verður þú óhultur [Flissar]

31/10/06 22:00

krossgata

Velkominn. Regína drekkur líka te, en hún er flinkari í bragfræðinni. Gestapó er náttúrulega einstakt, þar hefurðu aldeilis rétt fyrir þér.

31/10/06 22:00

Sundlaugur Vatne

Aulinn þinn! Gaztu ekki látið vera að hnoða þennan leir í lok þíns annars meðalgóða félagsrits?
Sæktu þér meiri leikni og þekkingar áður en þú dritar svona á skeiðvöll ljóðlistarinnar.

31/10/06 22:00

U K Kekkonen

Velkominn Örvar.

31/10/06 22:00

blóðugt

Oh ég man þá tíð er Sundlaugur talaði svona tili mín [fær nostalgíukast]

31/10/06 22:01

Texi Everto

Svindl. Þú hljómar bara ekkert önugur.

31/10/06 22:01

B. Ewing

Þú átt eftir að ná tökum á ljóðlistinni ennþá, það er greinilegt. Hinsvegar ertu efnilegur nýliði sem hlýtur að verfa enga stund að tileinka sér grunnatriði ljóðagerðar. Velkominn.
[Hengir öskupoka á bakið á Örvari]

31/10/06 22:01

Haraldur Austmann

Djöfuls fokkings væmni.

31/10/08 17:01

Offari

Það verður að fara að skrúfa naglana úr kistuni og vekja Halla upp.

ÖrvarÖnugi:
  • Fæðing hér: 17/10/07 22:22
  • Síðast á ferli: 27/11/07 01:07
  • Innlegg: 323