— GESTAPÓ —
Óskar Wilde
Fastagestur.
Pistlingur - 1/11/06
Stöðumælaverðir

Við verðum að passa upp á ungdóminn í dag, og ákvarðanatöku hans.

Einstaka sinnum hef ég velt þvi fyrir mér hvernig fólk lendir í hinum og þessum starfsstéttum. Nú þegar algjörlega ekkert atvinnuleysi ríkir á landinu þá fær fólk vinnu við í raun hvað sem þeim dettur í hug. Allavega alltaf innan þess geira sem það hefur áhuga á að starfa.

Samt sem áður er fólk þarna úti sem er að vinna sem stöðumælaverðir.

Hvaðan kemur sú ákvörðun eiginlega. Eru virkilega börn þarna úti sem ákveða þetta einn daginn:
"Mamma, ég veit hvað mig langar til að gera, ég veit hvar ég ætla að leggja metnað minn, ég veit hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Mig langar að vera sem algjör fáviti og vera öllum til ama, samt ekki þingmaður sko. Nei, mig langar nefnilega líka að vera í illa borguðu starfi þar sem allir hata mig og ég er geymdur úti í kuldanum allann daginn. Ég vil vinna við það að labba milli fólks og eyðileggja daginn fyrir þeim og koma öllum í vont skap. Mamma, ég ætla að verða stöðumælavörður! [barnið ljómar upp]"


Kannski er eitt fáfrótt barn þarna úti sem fær þessa hugmynd, en það er þá skylda foreldranna að vera ábyrg og tala um fyrir heimska barninu.

Einnig er til fullorðið fólk sem ákveður þetta, það ætti einfaldlega að loka það inni á stofnunum því það er klárlega ekki hæft til að taka eigin ákvarðanir. Hverjum dettur í hug að vilja þetta af fúsum og frjálsum vilja.

Þess ber að gæta að það eru margir mánuðir síðan ég fékk síðast stöðumælasekt og er þetta því ekki skrifað í neinni gremju, heldur í fyllstu alvöru. Passið nú upp á börnin ykkar, það vill enginn eiga krakka sem endar á götunni, sama hvort það er í dópi eða sem djöfullinn í búningi stöðumælavarðar.

   (5 af 9)  
1/11/06 08:01

B. Ewing

Ég hef mikið meiri áhyggjur af þeim skelfilegu ákvörðunum sumra sem hafa ákveðið að vera "frægir". Að því er virðist hvað sem það kostar. Slíkt fólk verður að loka inni í dýpsta og dimmasta klefa sem finnst, týna eina lyklinum og gleyma að hringja í lásasmið.

1/11/06 08:01

Offari

Ég er alveg harðákveðinn í því að ég ætla að verða frægur. Þetta er allveg að bresta á hjá mér.

1/11/06 08:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Stöðumælaverjur eru krútt .

1/11/06 08:01

Upprifinn

ég veit hver fékk stöðumælasekt. ha ha.

1/11/06 08:01

Anna Panna

Stöðumælaverðir eru þeir sem fengu ekki vinnu sem dyraverðir. Dyraverðir eru þeir sem fengu ekki vinnu sem öryggisverðir. Öryggisverðir eru þeir sem komust ekki í lögguna.

Með (afar) rökréttri ályktun má því segja sem svo að allir krakkar sem segjast ætla að verða löggur eigi á hættu að enda sem stöðumælaverðir...

1/11/06 08:02

Aulinn

Ég er sammála kenningu Önnu Pönnu. En ef maður kemur að bílnum áður en hann er búinn að setja sektina á þá gefa þeir yfirleitt sjens.

1/11/06 08:02

krossgata

Ég held að Anna Panna hafi hárrétt fyrir sér. En það er glás af störfum þarna úti sem einhver verður að vinna og mörgum finnst ekki merkileg.

Verst að það eiga ekki allir skriðdreka eins og Vlad, þá væri nú auðvelt að afgreiða stöðumælaverði.

1/11/06 08:02

Heiðglyrnir

Tíu litlir stöðumælaverðir.....hmmmm.

1/11/06 08:02

Óskar Wilde

Góður punktur Anna og stórskemmtilegur.

Krossgata, vissulega er fullt af þannig störfum og ber ég jafnan ríka virðingu fyrir því fólki sem leggur það á sig að vinna þau störf.

Hinsvegar eru stöðumælaverðir ekkert nema illskan uppmálið og þarftu að vera samviskulaust fól með svart hjarta til að skila þessu starfi sómasamlega frá þér.

1/11/06 08:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég held nú að það yrði nú meiri ringulreyðinn ef Stóðumælagæslan hyrfi. Og auðvitað er þettað besta fólk sem bara gerir sytt starf

1/11/06 09:00

Tigra

Ég held nú að enginn hafi framtíðarstarf í að vera stöðumælavörður. Ætli þetta sé ekki e-ð tímabundið hjá flestum.
Mikið af þessu ungt fólk sem t.d. droppar út úr skóla osfrv.

1/11/06 09:00

Jóakim Aðalönd

Ég íhugaði það vandlega á sínum tíma að gerast stöðuvörður. Það hæfir skapvondum og kvikyndislegum öndum eins og mér...

[Rekur upp púkahlátur dauðans]

1/11/06 09:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Stöðumælaverðir eru stöðumælanna verðir.

1/11/06 09:00

Skabbi skrumari

Bansettir fordómar eru þetta gagnvart stöðumælavörðum...

1/11/06 09:01

Billi bilaði

http://www.baggalutur.is/gestapo/profile.php?mode=viewprofile&u=2158

1/11/06 09:01

Dula

Þegar maður pælir í því þá r stöðumælavarsla mjög gott starf á sumrin ef er gott veður, annars ekki.

1/11/06 09:01

Álfelgur

Anskotans rugl í þér. Hvað gefur þér rétt til þess að setja út á stöðumælaverði, allflestir stöðumælaverðir sem ég hef átt samskipti við eru bara andskoti fínir. Ef við fáum stöðumælasekt þá er það okkur sjálfum að kenna í flestum tilfellum, við tímum ekki aumum hundraðkalli í mælana og höldum að við eigum einhvern rétt á að leggja frítt frekar en aðrir, og ég tala nú ekki um fíflin sem leggja í stæði fyrir fatlaða.
Það er bara ekkert að því að vera stöðumælavörður frekar en að vera bréfberi eða alþingismaður eða jarðfræðingur. Ég ber virðingu fyrir fólki sem nennir að vinna. Þessi þjóð er nú orðin svo andskoti löt að það eru bara nokkuð margir sem VILJA hanga heima á atvinnuleysisbótum frekar en að taka að sér störf sem ekki eru talin merkileg. Ég vil frekar passa að börnin mín taki ekki uppá svoleiðis helvítis aumingjaskap.

1/11/06 09:01

Óskar Wilde

Gaman að sjá einhver viðbrögð, ég hefði svosem getað giskað á að góðhjörtuðu ljúfmenninn hér myndu taka upp hanskann fyrir þennan skríl.

1/11/06 09:01

Nornin

Ég er sammála Önnu Pönnu og ég er sammála Álfelgi (eða Álfelgu, er hún ekki kvennkyns?)

Margir sem fara í að vinna sem stöðumælaverðir eru fasistar sem komust ekki í lögguna. Ég hef lent í svoleiðis mönnum, en fáum.
Margir sem vinna sem stöðumælaverðir eru fólk sem finnst gaman að vinna úti en hefur ekki líkamsburði í að vera bréfberar (þekki líka svoleiðis dæmi).
Og margir eru öryrkjar sem nenna ekki að hanga heima og bíða eftir að bæturnar þeirra verði mannsæmandi (og hef talað við þá líka).

1/11/06 09:01

Skabbi skrumari

Ég fékk stöðumælasekt áðan... það var mér að kenna...

1/11/06 09:01

Álfelgur

Mér finnst meiri skrílsháttur í að skrifa níð um heila starfsstétt heldur en að vinna fyrir sér og sínum.

Og jú mikið rétt Norn, ég mundi vera kvenkyns.

1/11/06 10:00

Hvæsi

Sammála Álfelgnum.

Að ráðast á eina starfsstétt og niðurlægja hana eins og hún leggur sig er klárlega ekki í anda Gestapóa.
Hér berum við (Oftast) virðingu fyrir náunganum, burtséð frá því hvað hann gerir til að framfleyta sér og sínum.
Við hin erum ekkert merkilegri manneskjur þó að við teljum okkur vera í "merkilegra" starfi.

1/11/06 10:01

Skabbi skrumari

Heyr heyr... Álfelgur og Hvæsi...

1/11/06 11:00

Jóakim Aðalönd

Kokkar eru kúkalabbar sem gátu ekki meikað það sem húsmæður...

1/11/06 11:00

Hvæsi

Þegiðu fulla önd.

Er ekki hægt að nota lifrina úr þér í fois gras ?

<Glottir hringinn og flettir upp uppskrift af önd>

1/11/06 13:02

Jóakim Aðalönd

Ekki ef rétturinn á að bragðast vel...

Óskar Wilde:
  • Fæðing hér: 8/10/07 18:32
  • Síðast á ferli: 9/12/10 21:51
  • Innlegg: 691
Eðli:
Kurteis ungur piltur sem kemur vel fyrir sjónir við fyrstu sýn. Það verður síðan að koma í ljós bara hvort það sé bara við fyrstu sín eða ekki...
Fræðasvið:
Allt sem viðkemur drykkju, áfengi, öli, skemmtunum, skreppa í bæinn, kíkja út á djammið, fara á fyllerí og öðru sem gæti fallið undir eitthvað af ofangreindu.
Æviágrip:
Rétt nafn mitt var upphaflega Oscar Fingal O'Flahertie Wills Wilde. Ég fæddist þann 16. október árið 1854 en lést síðan á aldamótaárinu 1900. Á þessum tíma var ég leikskáld, bókahöfundur og ljóðskáld. Auk þess að vera bæði írskur og hommi.Eftir endurholdgun mína hef ég haldið uppi nafni mínu, Wilde, en þó aðallega vegna hljómlíkingar þess við enska orðið "Wild" sem útleggst á íslensku "villtur"Ég var á tíma mjög stilttur og prúður en gjörsamlega villtur í lífinu og vissi ekkert hvar ég ætti heima. Ég ráfaði um raunheima, land frá land, kringum jörðina, í leit að heimkynnum einhverskonar.Í dag bý ég í Baggalútíu en ber nafnið "villtur" bara fyrir annarra hluta sakir og í annarri merkingu en áður.