— GESTAPÓ —
Óskar Wilde
Fastagestur.
Dagbók - 31/10/06
Skoðanir manna

Í dag var ég að vafra eilítið um heima veraldarvefsins á vinnutíma. Það er svosem eigi frásögu færandi nema fyrir utan það að hópur fólks safnaðist umhverfis mig.

Ég hafði eitthvað hváð við vegna pistils nokkurs um gulldreng íslensku þjóðarinnar í knattspyrnu, Eið Smára Guðjohnsen. Í þann mund er ég benti samstarfsmanni mínum á lesninguna gekk annar framhjá sem einnig var forvitinn. Það vakti síðan forvitni fleiri manna í kringum mig sem vakti síðan enn meiri forvitni. Sem var spaugilegt í meira lagi vegna þess hve pistill þessi var lítill og harla ómerkilegur.

Það sem ég taldi þó öllu merkilegra voru viðbrögð þessa fólks er þarna var samankomið yfir einhverju sem það hafði ekki hugmynd um. Hinsvegar þá höfðu allir álit og skoðun sem það nauðsinlega þurfti að koma á framfæri.

Einn sagði mér að Real Madrid væri mun sterkara fótboltalið heldur en Barcelona, lið Eiðs. Annar sagði mér að enski boltinn væri mikið skemmtilegri á að horfa en sá spænski. Mér var sagt að PC tölvur væru mun skemmtilegri í allri vinnslu en Machintosh tölvan sem ég var með. Ein kona vakti máls á því að ég væri á vafri um veraldarvefinn á vinnutíma þegar önnur svaraði henni svo um lögbundnar pásur og matartíma. Tveir fóru að rífast um óhæfni Eyjólfs Sverrissonar sem þjálfara íslenska landsliðsins í knattspyrnu, báðir þó á því máli að hann væri óhæfur. Ein telpa fór að tala um hversu sætur Eiður sé, og að hún hefði hitt hann í sumar. Þegar að mér var að lokum bent á að ég sæti vitlaust í stólnum mínum þótti mér nóg um.

Ég rak þetta fólk í burtu og benti þeim vinsamlegast á að pistillinn var um að Eiður hafði sungið á sviði á Hótel Sögu.

Ég hafði eilítið gaman að því að sjá hvað fólk þarf alltaf að koma sinni skoðun að í svona hópumræðum. Sama hvort skoðun þeirra tengist efninu á einhvern hátt eður ei.

   (8 af 9)  
31/10/06 22:01

Upprifinn

Mér finnst leiðinlegt að horfa á fótbolta. ekki þó eins leiðinlegt og að lesa þetta lélega félagsrit sem er of langt.

31/10/06 22:01

Regína

Uppi bara kominn með kústskaft.

31/10/06 22:01

Gísli Eiríkur og Helgi

tÆr sNiLD !

31/10/06 22:01

Andþór

Ég hafði mjög gaman af þessu félagsriti.

31/10/06 22:01

Óskar Wilde

Leiðinlegt má það vel vera, rétt eins og fótboltinn. En mikið þykir mér ofsalega fyrir því að hafa misnotað þinn afar dýrmæta tíma herra Upprifinn. Í að lokka þig út í lesningu á þessum ótrúlega langa bálki sem vissulega ætlar aldrei neinn endi að taka,

[íhugar að gera svar sitt lengra og leiðinlegra en félagsritið sjálft, en hættir við]

31/10/06 22:01

Upprifinn

hvað er þetta varstu ekki að tala um akkúrat þetta. Skoðanir manna ha.

og Regína kústskaft segir nú lítið á jafn stórum og stæðilegum manni og mér þetta er járnkarl!

Ég hafði þó fyrir því að lesa þetta sem er meira en segja má um sum nýleg féslagsrit nýliða.

31/10/06 22:01

Regína

Mér finnst þetta ekkert leiðinlegt félagsrit. Bara alveg ágætt. Einu orði var þó ofaukið, en það er bara tveggja stafa svo það telst ekki mikið.

31/10/06 22:01

Upprifinn

einu tveggja stafa orði. Regína ekki vera svona dásamlega jákvæð.

31/10/06 22:01

Þarfagreinir

Hótel Saga ... það minnir mig nú á klámráðstefnumálið. Það var nú meira ruglið, ha?

31/10/06 22:02

Hakuchi

Hmm...hafið þið ekkert að gera í vinnunni?

31/10/06 22:02

Óskar Wilde

Nei, það er frekar lítið.

31/10/06 22:02

Útvarpsstjóri

Bölvað rugl er þetta, Barcelona er klárlega mikið betra lið en Real Madrid!

31/10/06 22:02

Huxi

Djövulli ringdi í dag..

31/10/06 22:02

krossgata

Voðalega var fallegt af fólkinu að koma svona við hjá þér og spjalla. Sætur hópur að spjalla um hitt og þetta. Þú ert greinilega heppinn með vinnustað og -félaga.

31/10/06 23:00

Tigra

Situru rétt núna?

31/10/06 23:01

Texi Everto

Akkurru? Akkurru?

31/10/06 23:01

hvurslags

Skemmtilegt félagsrit, og til hamingju með nýju myndina!

31/10/06 23:01

Óskar Wilde

Takk fyrir það, kærlega.

En já veistu Tigra, ég er ekki frá því að ég siti réttara núna. Kannski er óþarfa afskiptasemi annarra af hinu góða þegar upp er staðið.

31/10/06 23:01

Andþór

Oh þú ert svo mikið dúllubossarassgat!

1/11/06 01:00

Óskar Wilde

Komandi frá rúsínubollu sem þér, þá skal ég hafa mig allann við að reyna að túlka þetta á einhvern hátt sem hrós. Þó án teljandi möguleika að það hafist.

1/11/06 01:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

[ Skoðar sig um ]

1/11/06 01:01

Óskar Wilde

[Skoðar Z. Natan skoða sig um]

Óskar Wilde:
  • Fæðing hér: 8/10/07 18:32
  • Síðast á ferli: 9/12/10 21:51
  • Innlegg: 691
Eðli:
Kurteis ungur piltur sem kemur vel fyrir sjónir við fyrstu sýn. Það verður síðan að koma í ljós bara hvort það sé bara við fyrstu sín eða ekki...
Fræðasvið:
Allt sem viðkemur drykkju, áfengi, öli, skemmtunum, skreppa í bæinn, kíkja út á djammið, fara á fyllerí og öðru sem gæti fallið undir eitthvað af ofangreindu.
Æviágrip:
Rétt nafn mitt var upphaflega Oscar Fingal O'Flahertie Wills Wilde. Ég fæddist þann 16. október árið 1854 en lést síðan á aldamótaárinu 1900. Á þessum tíma var ég leikskáld, bókahöfundur og ljóðskáld. Auk þess að vera bæði írskur og hommi.Eftir endurholdgun mína hef ég haldið uppi nafni mínu, Wilde, en þó aðallega vegna hljómlíkingar þess við enska orðið "Wild" sem útleggst á íslensku "villtur"Ég var á tíma mjög stilttur og prúður en gjörsamlega villtur í lífinu og vissi ekkert hvar ég ætti heima. Ég ráfaði um raunheima, land frá land, kringum jörðina, í leit að heimkynnum einhverskonar.Í dag bý ég í Baggalútíu en ber nafnið "villtur" bara fyrir annarra hluta sakir og í annarri merkingu en áður.