— GESTAPÓ —
Huxi
Heiðursgestur.
Saga - 4/12/10
Sunnudagur

Sönn saga

Stofnunin er steinsteypt bygging, 7 hæðir, með stórum gluggum, byggð í síðfúnkisstíl um 1960. En dyrnar á deildinni er alltaf læstar og aðeins hægt að opna smá rifu á gluggana. Á skilti við dyrnar er rituð beiðni til gesta þess efni að gæta þess að vistmenn sleppi ekki út. Sjálfsagt kæmi það óorði á starfsemina ef vistmenn týndust, svona hægri vinstri.
Það er matartími en ég er ekki að borða, heldur sit ég inn á auðri stofu og horfi út um gluggann. Alltaf sama veðurblíðan eða hittþó. Á túninu handan götunar er fótboltaleikur í gangi. Liðin samanstanda af börnum af báðum kynjum og nunnum. Þær busast um blautan völlinn í skósíðum kuflunum og reyna að reka tærnar undan pilsföldunum þegar boltinn kemur nærri, með afar lélegum árangri. Markverðir beggja liða eru nunnur og þar nýtist hollingin á þeim betur. Margoft flækist boltinn í forugum pilsunum og hverfur jafnvel undir þau. En alltaf finnst hann aftur og leikurinn heldur áfram.
Á hliðarlínunni standa svo 3 nunnur í röð og syngja. Ég greini ekki hvað, en sú í miðið slær gítar í jötunmóð og látbragð þeirra allt lýsir mikilli innlifun.
Nú kemur svartskeggjaður maður á reiðhjóli inn á völlinn og hjólar mitt í gegnum alla þvöguna án þess að skeyta hið minnsta um leikinn sem heldur áfram án sýnilegrar truflunar. Boltinn skoppar út á götu og ein nunnan hleypur á eftir honum og verður nærri fyrir bíl. Bílstjórinn hefur sjálfsagt aldrei heyrt slagorðið: Á eftir bolta kemur nunna.
Þungur dynur borar sér inn í meðvitundina, eins og hvalur sem kemur úr undirdjúpunum, og fyllir að lokum heyrnarskynið áður en ég átta mig á því að þetta eru klukkurnar. Þær eru að kalla til aftansöngs og leikurinn á túninu leysist upp . Nunnurnar hverfa í einfaldri röð inn í kirkjuna, eins og býflugur sem renna inn í búið eftir söfnunarferð út á engið.
Fólk af öllum stærðum og gerðum fylgir síðan á eftir og síðast kemur par, hann stór og ljóshærður en hún smávaxin og dökkhærð. Þau ganga saman upp kirkjutröppurnar og rétt áður en þau hverfa inn, klípur maðurinn konuna í rassinn. Þegar farið er í kalþólska kirkju er alveg nauðsynlegt að vera með kynferðislegu áreitnina á hreinu.

   (5 af 35)  
4/12/10 18:01

Regína

Skýr mynd dregin upp. Lokahnykkurinn er þó fyrirsjáanlegur, eða hvað?

4/12/10 18:01

Texi Everto

[Finnur ekki Like hnappinn og örmagnast yfir því hvað þetta er allt saman erfitt eitthvað]

4/12/10 19:01

Golíat

Ljómandi!

4/12/10 19:01

Kífinn

Þú segir nokkuð, afbrags skemmtun.

4/12/10 19:02

Garbo

Ég ætla ekki að láta sem ég skilji þetta.

4/12/10 20:00

Kiddi Finni

Flott mynd. Við lúterstrúamenn erum sko aldrei með svona áreitni.

4/12/10 20:01

Huxi

Garbo: Það er ekkert að skilja. Þetta er bara sönn frásögn af raunverulegum, nýliðnum atburðum.
Regína: Það er vissulega fyrirsjáanlegt að það örli á einhverjum pervertisma hjá kaþólikkunum. A.m.k. segir sagan okkur það.

4/12/10 20:01

Garbo

Jú sjáðu til Huxi. Ég skil ekki hvar þú komst í tölvu, lokaður þarna inni.

4/12/10 21:00

Huxi

Hver segir að það hafi verið ég sem var lokaður þarna inni?

4/12/10 21:01

Regína

Þú sagðir ég.

4/12/10 22:00

Huxi

Garbo: Hvar segi ég það?

5/12/10 00:00

Garbo

Púkinn í mér ákvað að skilja skrif þín þannig en að sjálfsögðu varstu bara í stuttri sunnudagsheimsókn ekki satt?

5/12/10 01:00

Billi bilaði

Það er matartími en ég er ekki að borða...

5/12/10 01:00

Huxi

Oftúlkanir eru góð skemmtun... [Glottir eins og blábjáni]

9/12/10 11:00

Huxi

Huxi:
  • Fæðing hér: 20/9/07 20:16
  • Síðast á ferli: 19/5/20 12:12
  • Innlegg: 8180
Eðli:
Alltaf gapandi. Óáreiðanlegur tækifærissinni og pólitískur ójafnaðarmaður. Besti vinur þess sem er við völd eða á péning.
Fræðasvið:
Doktor í fáfræði. Ónytjafræðingur með sundrunarlíffræði sem sérgrein. Veit allt um ekki neitt...
Æviágrip:
***Top secret***
[Ritskoðað]
Huxi var fæddur að -----------------þann ------- og ólst upp að -------------------- Eftir nám -------------------------------------- sem -------------------------------------------------------- en þar var þá kennari --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Hann fór síðan til starfa að ------------------- en ---------------------------------------------- Ekkert varð úr frekari ------------------------------------------------------------------- ------------------------------ Hann kynntist fljótlega ------------------------------------------------------------------------------ en ekki varð það henni til framdráttar. Huxi flutti þá til ---------------------------------og þar skrifaði hann sín helstu verk um ---------------------------------------------------------------------. Eftir komu sína til ---------------------------------------------------- hefur hann ekki getað á sér setið að blanda sér í umræður ----------------------------- og ------------------------------ en yfirleitt með -----------------------. Huxi er nú í sambúð með Færeyingnum og hefur undanfarið helst skipt sér af því hvernig sá sakleysingi lifir lífinu ásmt með því að tjá sig á hinum ýmsustu vefsíðum s.s.-----------------------------------------------Þar er ekki tekið mark á honum þar ferkar en annarstaðar samkvæmt áætlun sem ---------------------------------------------------------------------