— GESTAPÓ —
Huxi
Heiðursgestur.
Pistlingur - 3/11/07
Í miðri flugeldagleðinni.

Í tilefni af riti Nornarinnar fór ég að hugleiða...

Ég vil byrja á því að taka fram að ég vil ekki að neinn fái einkasölu á fíriverkinu, en ég vona hins vegar að sumum aðilum gangi ver en öðrum að selja raketturnar...
Ég var að glugga í falsmiðilinn Fréttablaðið og rakst þar á auglýsingu frá flugeldasala. Í auglýsingunni frá söluaðilanum stendur nokkurnveginn þetta: Við styðjum Regnbogabörn... Þar stóð ekki: Allur hagnaður af flugeldasölunni rennur til Regnbogabarna... Þetta þykir mér vægast sagt ömurleg auglýsingamennska og verið að nota nafn Regnbogabarna til þess að fegra gróðabrallið. Fólk er náttúrlega fífl eins og löngu er sannað, og þar eð það er vant því öll flugeldasala sé fjáröflun til að styrkja einhver félaga- eða björgunarsamtök þá er hætt við að einhverjir gangi í gildruna og glepjast til að versla af þessum flugeldasala, þó svo að Regnbogabörn fái bara brotabrot af hagnaðinum. Hagnaðurinn af sölunni lendir að langmestu leyti bara í vasanum hjá einhverju fólki út í bæ til að fjármagna áframhaldandi neyslufyllerí þess. Það veit ég frá fyrstu hendi...
Umræðan snýst fyrst og fremst um siðferði og mér þykir það siðferðilega réttast að versla við Björgunarsveitrnar. Mér þykir það siðferðislega afleitt að versla við tuðrusparkarana, sérstaklega þegar maður veit hversu mikið af fjármunum þeirra hefur verið varið í að ofborga lélegum íþróttamönnum og þjálfurum... Og mér þykir það siðferðislega ótækt með öllu að versla við einkaaðila sem eru bara í þessu til að græða péning og bíta svo höfuðið af skömminni með því að láta að því liggja að salan sé á vegum einhverra líknar- eða hjálparsamtaka.
Látið ekki blekkjast...

   (16 af 35)  
3/11/07 06:01

Wayne Gretzky

Þau styðja Regnbogabörn já. Ég er smá að pæla..er það alveg öruggt að það sé fjárhagslega?

Þetta er líklega langsótt pæling en...

3/11/07 06:01

Wayne Gretzky

Það er alveg örugglega fjárhagslega..en mætti það ekki koma skýrar fram..eins og að segja td.. þetta mörg prósent renna til regnbogabarna.

3/11/07 06:01

Andþór

Amen meistari!

3/11/07 06:01

Garbo

Hjartanlega sammála.

3/11/07 06:01

Billi bilaði

Jamm.

3/11/07 06:01

Günther Zimmermann

Nú má ég til með að segja eina sögu.
Í fyrra átti ég leið í skjalavörzlustofnun eftir áramót — en fyrir þrettánda.
Í sama húsi tók ég eftir því að var flugeldasala.
Ég vakti máls á þessu við húsráðanda (sem hafði ekki tekið eftir rakettunni í rassgatinu milli jóla og nýárs) en hann hringdi nokkur símtöl í sýslumenn og lögreglu. Samdægurs var búið að bera sprengiefnið út, og bjarga þar með skjölum þessa ágæta bæjarfélags frá mögulegum bráðum bana.
Þetta var gróðapungaflugeldasala, svo ég var harla ánægður með dagsverkið.

En að efni pistilsins: Ég var óvanur fírverki og kaupum á því, þar til ég varð fyrir því í fyrra að misstíga mig á fjalli, og liggja óvígur eftir. Síðan hef ég haft það fyrir sið að kaupa nokkrar sprengjur hjá því ágæta fólki sem bar mig til byggða, og kann ég þeim miklar þakkir fyrir þjónustuna.

3/11/07 06:01

krossgata

Amen eftir efninu.

3/11/07 06:01

Skreppur seiðkarl

Ég veit ekki mikið um hvernig starfsemi Regnbogabarna stendur, hvort hún hefur ekki tapað glóru sinni eftir að Stefán Karl ákvað að gefast upp á því verkefni og verða frægur tröllkarl í útlöndum þar sem enginn þekkir andlit hans. Þá langar mig að benda á aðra stofnun sem lítur í sömu átt en aðdragandi hennar var öllu erfiðari en samt þörf, sbr: http://lidsmennjerico.wordpress.com

3/11/07 06:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Enn aftur. Af hverju í andskotanum eigum við að kaupa flugelda til að styðja einhver málefni er ekki betra að gefa allan peninginn sem við spöruðum til góðgerðarstarfsemi og njóta friðsældarinnar til samans með glæðu hundonum okkar og hlera saung náttúrunnar í staðinn fyrir þettað helvítis infernó sem flugeldar eru

3/11/07 06:02

Huxi

Væni: Þetta lið sem stendur fyrir þessari sölu er ekki að gera þettta til að styrka Regnbogabörn. Þau einfaldlega lofa þeim einhverjum aurum gegn því að meiga nota nafn samtakanna til að blekkja fólk til að verzla við sig. Og því miður held ég að raunin verði sú, að þó þau þurfi að sjá af einhverjum 100 þúsundköllum í Regnbogabörnin, verði hagnaðaraukinn af því að tengja braskið við samtökin, meiri en þau léttvægu útgjöld.
Gunter: Þú ert gangandi dæmi um nauðsyn þess að verzla við Slysavarnarskátana. Og gott hjá þér að stöðva gróðapúngana í eldflaugabraskinu...
Gunter rúlar feitast...
Skreppur: Mér finnst svona einhvernveginn að Regnbogabörnin séu að breytast í stofnun og eitthvert batterí. Eldurinn virðist hafa kulnað þegar Glanni glæpur stal Tröllajólunum...

3/11/07 06:02

Huxi

Gísli og þið bræður: Við kaupum sprengiefnið því að það er svo gaman að sprengja það. Og ef við getum látið gott af okkur leiða um leið, þá nagar samviskan okkur ekki eins mikið, þegar við erum búin að kveikja í síðustu rakettunni, yfir því að hafa brennt öllum þessum péning á örfáum mínútum.

3/11/07 06:02

Kondensatorinn

Það er eflaust maklegt og réttvíst að styrkja Hjálparskátana.

Þó að einstakir flugeldasalar auglýsi á einn eða annan hátt þá er það undir kaupandanum komið hvar verslað er.

Eitt sinn skáti ávallt skáti.

3/11/07 06:02

Günther Zimmermann

Hah, gangandi dæmi. Það var þá.
[Hnussar og lætur björgunarsveit bera sig út af sviðinu]

3/11/07 07:00

Hexia de Trix

Til Gísla Eiríks og Helga (afritað af öðrum félagsritaþræði):

"Glöð sprengi ég mína mengandi flugelda - þó ekki væri nema til tákns um hugrökkustu menn Íslands! "

Það er nefnilega þannig að flugeldaregnið er ein af sérkennilegum hefðum okkar Íslendinga - eitt að þessu skrítna sem við erum stolt af. Það er líka annað sem við megum vera stolt af, og það er að við getum NOTIÐ þess að hafa flugeldasprengjur í kringum okkur vegna þess að við HÖFUM ALDREI UPPLIFAÐ STRÍÐ!
Málið er nefnilega það að í mörgum öðrum löndum vekja svona sprengingar upp sárar minningar um vonda tíma. Við höfum sem betur fer aldrei þurft að upplifa niðursprengdar byggingar og endalausan ótta hér á klakanum okkar og vonandi þurfum við þess ekki. Njótum þess í botn að sprengja! (Gæludýrin eiga að vera inni, ljós hjá þeim og dregið fyrir. Kveikt á útvarpinu, og góður matur handa greyjunum. Villt dýr forða sér, rétt eins og við önnur læti.)

3/11/07 07:00

Hexia de Trix

P.s. - þegar ég segi að við höfum ekki upplifað stríð, þá er ég að tala um stríð þar sem allt er lagt í rúst af sprengjum, ekki neitt í líkingu við hernámsárin. Bara svo það sé á hreinu.

3/11/07 07:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Elsku besta Hexía það er als ekki Íslensk hefð að sprngja kínverska Flugelda þessi að mínu mati ósiður tíðkas um allan heim . Það er vitað mál að þettað hræódíra púður er búið til í fæÁækum löndum Asíu atvinnuskilyrði þeirra sem setja saman þettað drasl
eru áræðanlega fyrir neðan allar hellur sem og aldur þeirra sem vinna óhreinustu skítaverkinn . Þettað drasl er bölvunn fyrir náttúruna og veldur skelfingu hvers lifandi dýrs þúsundir manna láta lífið annaðhvort við framleyðslu eða ekki minst við notgunn þessara helvítis púðurkellínga sem fara í allar helvítis áttir stjórnlausar. Að lokum hvað eru Íslendingar að halda upp á í ár ?
flugeldanna og

3/11/07 07:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég vil biðjast afsökunnar á insláttarvillonum enn ég sé
nánast ekki neitt lengur þrátt fyrir hjálpartæki og að það sé ekki hægt að leiðrétta orðabelginn

3/11/07 07:00

Hexia de Trix

Það sem er sér íslenskt er að allur almenningur sprengir flugeldana á nýársnótt - ekki einhverjar stofnanir, fyrirtæki og samtök.

Og ég hef það fyrir satt að björgunarsveitirnar fái sinn skammt frá viðurkenndum verksmiðjum. Ég veit ekki hvernig það er hjá öðrum söluaðilum, hinsvegar.

Varðandi slysin sem verða af þessu, þá er bara eitt að segja: Það má ekki selja ungmennum sprengiefni (en sumir brjóta lögin og gera það samt) og svo eru alltaf til óábyrgir foreldrar sem leyfa börnunum sínum að hafa aðgang að sprengiefni. Það eru kannski sömu foreldrar og kenna börnunum ekki umferðarreglurnar, svo þau hjóla á fullu í veg fyrir trukk.

3/11/07 07:00

Kondensatorinn

Skyldi það geta verið að kínversk börn séu læst inn í flugeldaverksmiðjum til þess að við getum verið góðir strákar og hjálpað hjálparskátunum.

Hingaðtil hefur enginn dirfst þess að spyrja hvaðan Stráka...ég meinti Skátaknallið kemur.

Sennilega finnst kannski sumum augljóst að fyrst og fremst starfi hamingjusamir kínverjar við þessa skuggalegu framleiðslu dag og nótt til að þeir megi gleðja skátana sem ekki mega vamm sitt vita.

3/11/07 07:01

Hexia de Trix

Ég veit nú ekki betur en það séu líka flugeldaverksmiðjur í Vestur-Evrópu.
Annars finnst mér það nú verðugt umhugsunarefni hvort við Íslendingar ættum ekki að setja á fót flugeldaverksmiðju - til útflutnings sem innanlandsnota. Þá væri hægt að senda fiktglöðu unglingana í launuð störf við sprengifiktið, í öruggu umhverfi og undir vökulum augum þeirra sem betur kunna að fara með efnið.
Ég sting upp á Vladimir sem forstjóra verksmiðjunnar, það liggur í augum uppi! [Ljómar upp]

3/11/07 07:01

Huxi

Kondi: Þeir skátaforingjar sem sjá um hergagnainnflutninginn segjast vera þess fullvissir að ekkert stórlega ámælisvert sé að finna í þeim verksmiðjum sem þeir verzla við, s.s. barnaþrælkun eða óheilnæm vinnuskilyrði. Allt það fíriverk sem flutt er inn þarf að standast einhverja staðla, (DIN að mig minnir), og það er sjálfsagt ástæðan fyrir því að þessar verksmiðjur eru einhverjar hákalssaverksmiðjur á kínverskan mælikvarða...

31/10/09 05:01

Sannleikurinn

Kabúlsjitt!!

Huxi:
  • Fæðing hér: 20/9/07 20:16
  • Síðast á ferli: 19/5/20 12:12
  • Innlegg: 8180
Eðli:
Alltaf gapandi. Óáreiðanlegur tækifærissinni og pólitískur ójafnaðarmaður. Besti vinur þess sem er við völd eða á péning.
Fræðasvið:
Doktor í fáfræði. Ónytjafræðingur með sundrunarlíffræði sem sérgrein. Veit allt um ekki neitt...
Æviágrip:
***Top secret***
[Ritskoðað]
Huxi var fæddur að -----------------þann ------- og ólst upp að -------------------- Eftir nám -------------------------------------- sem -------------------------------------------------------- en þar var þá kennari --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Hann fór síðan til starfa að ------------------- en ---------------------------------------------- Ekkert varð úr frekari ------------------------------------------------------------------- ------------------------------ Hann kynntist fljótlega ------------------------------------------------------------------------------ en ekki varð það henni til framdráttar. Huxi flutti þá til ---------------------------------og þar skrifaði hann sín helstu verk um ---------------------------------------------------------------------. Eftir komu sína til ---------------------------------------------------- hefur hann ekki getað á sér setið að blanda sér í umræður ----------------------------- og ------------------------------ en yfirleitt með -----------------------. Huxi er nú í sambúð með Færeyingnum og hefur undanfarið helst skipt sér af því hvernig sá sakleysingi lifir lífinu ásmt með því að tjá sig á hinum ýmsustu vefsíðum s.s.-----------------------------------------------Þar er ekki tekið mark á honum þar ferkar en annarstaðar samkvæmt áætlun sem ---------------------------------------------------------------------