— GESTAPÓ —
Huxi
Heiðursgestur.
Dagbók - 4/12/07
Af veðráttu.

Óvinir ríkissins er slóttugir skrattar með íllt skopskyn.

Það hefur verið töluvert um það rætt hvar veðurvélin sé niðurkomin og hafa ýmsar kenningar um það verið viðraðar. það er ekki ólíklegt að ég sé komin með skýringuna. A.m.k. er það sem ég hef lent í ekki einleikið.
Ég hef íllan grun um að óvinir ríkissins hafi náð tökum á vélhjóli sem er í minni eigu. Þannig er mál með vexti að ég eignaðist hjól þetta fyrir nokkrum misserum síðan og var það þá allmjög laskað eftir að eigandi þess hafði kollhlaupið sig á því. Í fyrrasumar vann ég ötullega að því að gera það ferðafært á ný, en alla þá sólbjörtu sumardaga kom ekki dropi úr lofti og var það því all þrúgandi að vera innilokaður við þessa iðju þegar sólin skein í akkorði fyrir utan. Það var því með verulegri gleði í hjarta að ég gat reynsluekið gripnum um miðjan ágúst s.l.Sá ég fram á sólríkt síðsumar með ísferðum á Selfoss og haustlitahring um Þingvallasveitina. En daginn eftir að ég hafði rennt nöðrunni í gegnum skoðun og gert mig albúinn til skemmtiaksturs, opnuðust flóðgáttir himinsins af þvílíku offorsi að halda hefði mátt að ég hefði verið að smíða örk en ekki Hondu. Að lokum gafst ég upp fyrir ótíð þessari og lokaði hjólið inni í skúr. Þá létti upp. En ávallt er hugur minn flögraði að því að að kíkja í skúrinn og taka smá hring, þá lagðist hann að með snófjúki, fannkomu, skafbyl eða blindhríð. Fór svo fram í allan vetur. Nú á síðvetri hafa komið bjartir og stilltir dagar með þurrum götum og hitastigi yfir frostmarki. Því var það laugardaginn fyrir viku, að ég, í langlundarstyrktu bjartsýniskasi, fór og náði í Honduna og keyrði fagnandi út í sólina. Ég rétt gat komið hjólinu í öruggt skjól um kvöldið, því þá var skollin á hríð. En ég er þrjóskur, enda hafði ég þá bjargföstu trú að nú færi vorið að koma. Fór ég því aftur í gær og ákvað með sjálfum mér að nú væri hjólasumarið 2008 hafið á Huxastöðum og ekkert humm eða ja með það.
Þeir sem búa í Reykjavíkurhreppi og nágrenni sjá afleiðingarnar út um gluggann hjá sér.
Því er það orðið morgunljóst í mínum huga. Veðurvélinni hefur verið skipt í a.m.k. tvennt. Vera má að Galdrameistarinn sé með góðviðrishluta hennar í hinum óvissu útlöndum, en óveðurs og úrkomuhluti hennar hefur verið dulbúin sem Honda CBR 1000F

   (24 af 35)  
4/12/07 13:01

Galdrameistarinn

[Leggst í gólfið og veinar af hlátri]
Þér var nær að fá þessa hluti að láni úr veðurvjelinni kúturinn minn.

4/12/07 13:01

Upprifinn

Viltu bara gjöra svo vela að halda þessu ódói innandyra og fá þér bara Kawasaki eða Súkku í staðinn.

4/12/07 13:01

krossgata

"En ávallt er hugur minn flögraði að því að að kíkja í skúrinn og taka smá hring, þá lagðist hann að með snófjúki, fannkomu, skafbyl eða blindhríð."

Mætti ég biðja þig um Huxi minn að leiða ekki hugann framar að innliti í skúrinn. Bestu þakkir.

4/12/07 13:01

Nermal

Þetta lagast allt littli kútur. Ekki örvænta.

4/12/07 13:01

Günther Zimmermann

Þetta minnir mig á regnguðinn sem Douglas Adams sagði frá í einhverri Hitchhiker's guide bókanna, hann elti regnið á röndum hvurt sem hann fór.

Þú gætir gert líkt og hann, gert samning við ferðamannastaði um að halda Hondunni frá þeim gegn greiðslu.

4/12/07 13:01

Garbo

Blessaður losaðu þig við þetta Hondubrak

4/12/07 13:01

Andþór

Þetta skýrir margt. [Hlær]

4/12/07 13:01

Huxi

Það þíðir ekkert að fá mig til að hætta með Honduna, en það þarf sennilega að afdjöfla hana einhvernveginn. Nema að ég fari með hana á þurrkasvæði heimsins og verði frægur sem The Rain Man. [Fer að æfa sig í að telja tannstöngla]

4/12/07 13:01

Bjargmundur frá Keppum

Þú hugsar of smátt. Hið rétta er að jörðin er ein stór veðravél sem er biluð, eða í besta falli illa stillt. Ein af hugmyndum ríkisstjórnarinnar var einfaldlega að breyta mönduhalla jarðar þannig að Reykjavík snéri nánast alltaf að sólu, fyrir utan nokkra tíma á nóttunni til að hvíla fólk á sólinni. Þú munt vonandi sjá árángur þessarar aðgerðar á næstu mánuðum.

4/12/07 13:01

Vladimir Fuckov

Nú er augljóslega komið fram á sjónarsviðið tæki er leyst getur það vandamál er skapaðist þegar Hakuchi var ásamt veðurvjelinni rænt af óvinum ríkisins (það er eina mögulega skýringin sem vjer sjáum á fjarveru hans).

Þarf þegar í stað að stofna nýja stofnun er t.d. gæti heitað Veðurstofnun Baggalútíu. Verður hlutverk hennar að finna leið til að stjórna veðrinu á ný með tæki því er Huxi hefur hjer lýst svo skilmerkilega. Beinast liggur við að Huxi verði forstjóri þeirrrar stofnunar.

4/12/07 13:02

B. Ewing

Ég vil endilega fá embætti inna slíktrar stofnunar. [Ljómar upp og sendir óhugnalega flottar mútur til Ríkisstjórnarinnar, forsetans og Huxa]

4/12/07 13:02

Bleiki ostaskerinn

Fyrrum eigandi hefur kannski reynt að slátra hjólinu viljandi. Mér dettur bara í hug bíómyndin Christine sem er um andsetinn Plymouth Fury. Nema hvað að veðurbreytingar falla í skugga sinda þess illa tækis.

4/12/07 13:02

Huxi

Jahá. Það er bara svona. Ég færi forseta vorum og fósturjörð mínar dýpstu þakkir fyrir þann trúnað sem mér hefur verið sýndur á þessum erfiðu veðurfarstímum. Ég mun gera mitt besta til að sinna starfi þessu af trúmennsku og mun nú án tafar hefja undirbúning stofnunar þessarar nýju stofnunar. Mitt fyrsta verk verður að ráða B. Ewing sem sérstakann veðurvita, og mun starf hans vera að safna saman og birta upplýsingar um það veður sem íbúar Baggalútíu óska eftir að verði í nánustu framtíð. [Fer að svipast um eftir hentugri höll eða herrasetri fyrir starfsemi hinnar nýju stofnunnar]

4/12/07 14:00

Rattati

Það getur alveg stemmt að óvirki hluti vélarinnar sé Honda CBR 1000. Eins og allir vita þá er Honda bara stafsetningarvilla. Þarf að skipta út o fyrir e.

4/12/07 14:01

Hexia de Trix

Huxi minn, gerðu það nú fyrir okkur að nota bara strætó þangað til líða fer að jólum. Hm?

4/12/07 14:01

Myrkur

Ég held að þetta sé tengunda tengt. Best væri fyrir þig að skipta út CBR fyrir Hondu skugga, en eins og allir vita þarf að vera sól til að það sé skuggi.

4/12/07 14:02

Huxi

Rattati: Ekki bjóst ég við svona ósvinnu úr þessari átt. Ég neyðist til að biðja yður að skammast yðar og bíta í boruna á yður.
Skuggi: Vissulega góð humynd og allrar athygli verð, ef ekki væri fyrir þann stóra galla, að ég álít ekki að Honda Skuggi sé vélhjól, heldur aðeins færanleg loftpressa.

4/12/07 16:02

Jóakim Aðalönd

Prófaðu að fara með hjólið til Nazca í Perú. Þar hefur ekki rignt svo heitið geti síðan á síðustu ísöld. Norður-Chile er líka ákjósanlegt.

31/10/09 05:01

Sannleikurinn

tómt kjaftæði hr. Huksi

Huxi:
  • Fæðing hér: 20/9/07 20:16
  • Síðast á ferli: 19/5/20 12:12
  • Innlegg: 8180
Eðli:
Alltaf gapandi. Óáreiðanlegur tækifærissinni og pólitískur ójafnaðarmaður. Besti vinur þess sem er við völd eða á péning.
Fræðasvið:
Doktor í fáfræði. Ónytjafræðingur með sundrunarlíffræði sem sérgrein. Veit allt um ekki neitt...
Æviágrip:
***Top secret***
[Ritskoðað]
Huxi var fæddur að -----------------þann ------- og ólst upp að -------------------- Eftir nám -------------------------------------- sem -------------------------------------------------------- en þar var þá kennari --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Hann fór síðan til starfa að ------------------- en ---------------------------------------------- Ekkert varð úr frekari ------------------------------------------------------------------- ------------------------------ Hann kynntist fljótlega ------------------------------------------------------------------------------ en ekki varð það henni til framdráttar. Huxi flutti þá til ---------------------------------og þar skrifaði hann sín helstu verk um ---------------------------------------------------------------------. Eftir komu sína til ---------------------------------------------------- hefur hann ekki getað á sér setið að blanda sér í umræður ----------------------------- og ------------------------------ en yfirleitt með -----------------------. Huxi er nú í sambúð með Færeyingnum og hefur undanfarið helst skipt sér af því hvernig sá sakleysingi lifir lífinu ásmt með því að tjá sig á hinum ýmsustu vefsíðum s.s.-----------------------------------------------Þar er ekki tekið mark á honum þar ferkar en annarstaðar samkvæmt áætlun sem ---------------------------------------------------------------------