— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Andþór
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 1/11/07
Árshátið

Árshátiðinn fannst mér alveg glimmrandi vel heppnuð í alla staði og langar mig að þakka ykkur sem lögðuð til vinnu, áhuga og jafnvel ykkur sjálf til að gera hana að þeirri góðu skemmtun sem hún var.

Sundlaugur fær kærar þakkir fyrir veislustjórnunina. Ég myndi þakka honum á þýsku ef ég mögulega gæti.

Hljómsveitin var stórkostleg snilld í alla staði, Ívar, Billi, Anna, Álfelgur, Ríkisarfinn og Línbergur fá svakalegar þakkir fyrir sitt óeigingjarna framlag til að gera þessa veislu Gestapóíska. Ívar fær einnig sérstakar þakkir fyrir að sjá um þetta sem og að keyra okkur vitleysingana.
Þess verður minnst sem eitthvað það óeigingjarnasta framlag sem sést hefur í kring um svona viðburði.

Huxi og Upprifinn fóru á kostum í gestalögum sínum. Kærar þakkir fyrir að gera ykkur að fífli fyrir okkur. [Glottir]

Þarfi og Anna Panna gáfu okkur í nefndinni góð ráð og færum við þeim þakkir fyrir.

Barnapíunum sem pössuðu börn Gestapóa til að þeir kæmust á árshátíðina erum við í eilífri þakkarskuld við.

Árshátíðarnefndin á svo skilið alveg svakalega mikið þakklæti fyrir að nenna að standa í þessu. Skabbi skrumari, krossgata, Tígra, Billi bilaði og Dula eru þvílíkir snillingar að það hálfa væri feikinóg en sérstakar þakkir fær æðisleg eiginkona hans Billa fyrir að hýsa okkur og fæða á meðan á þessu stóð.

Þeir sem svo mættu, tóku þátt og afsökuðu hvort annað ölvuð fá svo öll gígantískar suðurskautskveður frá mér.

Viu Viu.

   (6 af 48)  
1/11/07 21:01

Finngálkn

Farðu í rassgat! - Það var enginn sem sagði mér að það væri árshátíð... Tilviljun! - Ég held ekki.

1/11/07 21:01

Regína

Tek undir með Andþóri. En hljóðið á árshátíðinni var ekki nógu gott, ég heyrði mjög lítið af því sem fram fór. Er ekki hægt að endurtaka skemmtiatriðin einhvers staðar í góðu tómi, þið voruð hvort sem er búin að æfa þetta svo vel?

1/11/07 21:01

albin

Hvaða árshátíð?

1/11/07 21:01

Anna Panna

Kommon albin, þú hlýtur að muna eftir þessari...

1/11/07 21:01

Tina St.Sebastian

Þetta var daginn sem þú hættir tímabundið að safna í mölletið.

1/11/07 21:01

Garbo

[Afsakar sig ölvaða]

1/11/07 21:01

Billi bilaði

Knús sjálfur.

1/11/07 21:01

Anna Panna

Heyrðu já, ég gleymdi nú barasta að segja takk sömuleiðis, þetta var yndisleg kvöldstund og ég vona að Stormsveitin hafi komist skammlaust frá sínu þrátt fyrir örlitla ölvun í framlínunni þegar leið á!

1/11/07 21:01

albin

Þetta var virkilega ljómandi árshátíð. Takk allir.

Ps.
Fyrra komment var grín.

1/11/07 21:01

Tina St.Sebastian

Takk fyrir að taka það fram, Albin. Annars hefði enginn fattað það. [Slekkur á kaldhæðninni]

1/11/07 21:02

Ívar Sívertsen

Takk fyriri að halda þessa árshátíð.
Næst vil ég annað hvort vera búinn að kaupa mér kerfi eða fá lánað betra kerfi!

1/11/07 21:02

Útvarpsstjóri

Takk sömuleiðis!

1/11/07 21:02

Annrún

Wenn du Sundlaugur bedanken möchtest.. kannst du einfach "danke sehr" sagen... so einfach ist das!

Ich möchte mich auch bei allem bedanken für das wunderbare "árshátið"

1/11/07 21:02

Dula

Já tajj fyrir Andþór minn ég skemmti mér konunglega þar til ég fór að hös...dansa [glottir ógurlega]

1/11/07 21:02

Fergesji

Jahresfest. So sagt immer unsere Deutschlehrerin. Ausserdem wollten wir, wie Annrún, euch allen für das Fest danken. Vielen Dank, und auf Wiedersehen.

1/11/07 21:02

Skabbi skrumari

Tek undir allt sem Andþór segir... það skal tekið fram að hinir í nefndinni kölluðu mig alltaf formann nefndarinnar og ég komst síðan að því að formenn gera alldrei neitt... takk öll fyrir að gera árshátíðina að því sem hún var...
... og takk Stormsveit
... og takk Sundlaugur
... og takk barþjónn
... og takk B.Ewing fyrir að þrífa upp æluna eftir mig...
... og takk allir sem mættu...

Skál...

1/11/07 21:02

Garbo

Takk fyrir skemmtunina!

1/11/07 21:02

Günther Zimmermann

Wieso bedanken einige hier sich auf deutsch? Dass kommt mir ein bischle komisch vor, aber gut. Herzlich sei's bedankt, dass diese jarhresfest oder árhátið gehalten war.

1/11/07 22:00

hvurslags

Ich bin für diesem Artikel dankbar; Leider könnte ich nicht da mit euch gewesen sein, aber nächstes Jahr weisst niemand davor...

Hvað um það. Þykir afskaplega leitt að hafa ekki getað verið meðal ykkar(eins og stendur fyrir ofan) en skila samt afskaplega góðum kveðjum. Á næsta ári mun ég ekki vera í útlöndum líkt og þrjú síðustu ár, þannig að vonandi mun ég þá komast.

1/11/07 22:00

hvurslags

*konnte. Allar frekari málfræðivilur skulu sendast mér í einkapósti.

1/11/07 22:00

Skreppur seiðkarl

Ég var heima að spila World of Warcraft þegar árshátíðin var.

1/11/07 22:00

Hexia de Trix

Það var nú aumi andskotans staðgengillinn. Grey þú.

1/11/07 22:00

Hexia de Trix

Já og takk - takk - takk þið öll sem gerðuð kvöldið ógleymanlegt (fyrripart) og ekki svo mjög takk til óvina ríkisins sem gerðu seinnipartinn gleymanlegan...

1/11/07 22:01

Fergesji

Nach Herrn Zimmermann: Es war Annrún, die begonnen hat. [Zeigt auf Annrún.]

1/11/07 22:01

krossgata

Tek undir með Andþór og þakka Gestapóum fyrir að vera svona skemmtilegir.

1/11/07 23:00

B. Ewing

Ekkert að þakka. [Ljómar upp, fölnar og verður dálítið flökurt] Reyni að lofa því að koma næst. Held samt að Hexía hafi verið sáttust við þáorðið fyrirkomulag.

1/11/07 23:00

Upprifinn

Fífli??

1/11/07 23:00

Þarfagreinir

Hmmm - átti ég eftir að skrifa við þetta? Já, svo er víst. Takk fyrir mig!

Aber was habt Annrún begonnen?

1/11/07 23:01

Villimey Kalebsdóttir

Takk fyrir mig!

Annars.. þá skil ég ekki svona útlensku.
[Stunsar út]

1/11/07 23:01

Fergesji

Sie hat mit dem deutsch begonnen. Das glauben wir, dass sie wollte Andþór zeigen, wie man sollte jemanden auf deutsch danken.

1/11/07 23:02

Sundlaugur Vatne

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir síðast, kæru vinir. Þetta var vel heppnuð árshátíð og yndislegt að fá að hitta ykkur öll. Ég þakka nefndinni fyrir að koma þessu öllu á koppinn og hljómsveitinni fyrir að halda uppi stuðinu. Svo langar mig að klappa fyrir þýzkukveðjunum hérna á síðunni [hlær og klappar].

2/11/07 03:00

Þarfagreinir

Ach ja. Ich verstehe.

Andþór:
  • Fæðing hér: 16/9/07 17:35
  • Síðast á ferli: 4/3/12 19:32
  • Innlegg: 5220
Eðli:
Andþór veit ekki alveg hvernig hann ætti að lýsa sjálfum sér. Hann er ungur en hefur upplifað margt. Oftast rólegur, skemmtilegur og yfirvegaður náungi. En á þó til að bíta frá sér ef allt stefnir í óefni.
Prófíl mynd Andþórs er furðu lík honum í útliti og karakter ef undanskilið að Andþór er ljóshærður.
Fræðasvið:
AFSKIÐ MIÐ ÖLVAÐAN
Æviágrip:
B-moll.´
Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.