— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Andþór
Heiðursgestur.
Sálmur - 3/12/07
Eitt andartak

Jóakim Aðalönd hafði orð á því að seinasta félagsrit mitt væri of væmið. Ég held að honum finnist leiðinlegt að vera skilinn útundan og vilji fá sitt eigið ljóð.

Hérna litli hnoðrinn minn
hafðu þetta kvæði.
Skaltu happaskildinginn
skjólið veita´ og næði.
Veit ég þú munt væmið ljóð
vilja´ og þykja æði.
í því vara- eiga -sjóð
svo ekkert þér á mæði.

Fiður þitt þó fjúki burt
og fátækt þjaki löndin.
Og Hexía þig heimskan durt
heldur, brúkar vöndinn.
Þá mundu krúttakjúllinn þinn
er kreppist fjárhagshöndin,
þú veist að ávallt vinur minn,
þú verður aðalöndin.

   (22 af 48)  
3/12/07 12:01

krossgata

Hahahaha. Krúttlegt.

3/12/07 12:01

Útvarpsstjóri

<Hlær upphátt> Góður!

3/12/07 12:01

Tigra

[Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið]

3/12/07 12:01

Ívar Sívertsen

eins og amma!

3/12/07 12:01

B. Ewing

Æðislegt. Bíð spenntur eftir að öndin lesi þetta. [Ljómar upp]

3/12/07 12:01

Galdrameistarinn

Nú er bara að bíða viðbragða frá aðalöndinni.
BA-GAK

3/12/07 12:01

Offari

Þetta félagsrit er væmið.

3/12/07 12:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Þú ert strákurinn sem hlær í bottlanga lútsins og
sólargeysli okkar allra

3/12/07 12:02

Þarfagreinir

Já, þú heitir ekki And-þór fyrir ekki neitt.

3/12/07 12:02

Nornin

Húrra! [Klappar]
Mjög skemmtilegt, sérstaklega í ljósi yfirlýsinga andarinnar.

3/12/07 13:00

Günther Zimmermann

Kvæðið er prýðilegt!
Þessi hending fer þó ögn í fallmörkunina í mér:
,,Skaltu happaskildinginn
skjólið veita´ og næði."
Þar sem sögnin að veita stýrir þágufalli, en ekki þolfalli, sbr.: Hann veitti mér skjól.
Tillaga að umorðun:
,,Skaltu happaskildinginn
skoða æ í næði."
Einnig datt mér í hug skrína, sbr. að geyma eitthvað í skríni.

3/12/07 13:00

Jóakim Aðalönd

[Vöknar um augu og þrýstir krepptum hnefa annarrar handar í lófann á hinni (ekki ógnandi), dregur andann djúpt og segir:]

Ó, mikið var þetta sætt hjá þér Andþór minn. Má ekki bjóða þér kaffi og kleinur (í boði Glúms)?

3/12/07 13:00

Útvarpsstjóri

[nælir sér í kleinu]

3/12/07 13:01

Hexia de Trix

Nei heyrið mig nú! Ætla allir bara að taka því þegjandi og hljóðalaust að ég sé vond við hann Kima minn?
...svo er ég með Happa.

3/12/07 14:02

Upprifinn

fínt hjá þér.

3/12/07 15:00

Jóakim Aðalönd

Reyndar er Hexia óvenju gæf við mig þessar mundir (sennilega vegna þess að hún fattar ekki að hennar ,,Happapeningur" er í raun gervipeningur sem ég sá til þess að hún fengi...)

3/12/07 15:00

Vladimir Fuckov

Það tilkynnist hjer með opinberlega að oss fannst þetta spaugilegt. Skál !

Andþór:
  • Fæðing hér: 16/9/07 17:35
  • Síðast á ferli: 4/3/12 19:32
  • Innlegg: 5220
Eðli:
Andþór veit ekki alveg hvernig hann ætti að lýsa sjálfum sér. Hann er ungur en hefur upplifað margt. Oftast rólegur, skemmtilegur og yfirvegaður náungi. En á þó til að bíta frá sér ef allt stefnir í óefni.
Prófíl mynd Andþórs er furðu lík honum í útliti og karakter ef undanskilið að Andþór er ljóshærður.
Fræðasvið:
AFSKIÐ MIÐ ÖLVAÐAN
Æviágrip:
B-moll.´
Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.