— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Andþór
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/06
Ísland gerir í buxurnar.

Nú höfum við greitt atkvæði gegn ályktun Evrópuráðsins sem varar við því að sköpunarkenningin verði kennd sem vísindagrein í hinu opinbera menntakerfi Evrópulanda.
Fulltrúi okkar gerði það af því að henni fannst ekki að Evrópuráðið ætti að skipta sér af skólanámskrá einstakra ríkja. Samt veit ég ekki betur en eitt af aðalmarkmiðum þessa ráðs sé einmitt að samræma stefnu og aðgerðir ríkjanna í lögum og félagsmálum.

Núna lítur það þannig út í augum alþjóðasamfélagsins að okkur finnist allt í lagi að einhverjir bavíanar kenni í skólum, ungum sálum sem enn hafa ekki þróað með sér efahyggjuna, að heimurinn sé varla meira en 4000 þúsund ára gamall. Þróunarkenningin er bara þvaður og heimurinn kom tilbúinn beint úr kassanum.

Almáttugur guð skapaði okkur semsagt viljandi með botnlanga til þess eins að springa og drepa okkur og einnig rófubein sem aðeins getur brotnað og ekkert annað. Þvílíkur snillingur.

Lifi Darwin!

   (45 af 48)  
31/10/06 15:02

Suðurgata sautján

Lifir hann?

31/10/06 15:02

Tigra

Úff. Ég þoli ekki þegar einhver vitleysingur gerir svona asnalega hluti fyrir hönd þjóðarinnar.
Mér finnst líka asnalegt að kenna sögu frá trúarlegu sjónarmiði.
Það eru mörg sjónarhorn á öllum hlutum.

Ég ætla ekki einu sinni að byrja á því hvað mér finnst um sköpunarkenninguna vs. þróunarkenninguna.
Hefur fólk aldrei heyrt um myndlíkingar hmm?
Adam og Eva hefðu orðið pííínu inbreed er það ekki?

Ég segi það með þér Andþór:
Áfram Darwin!

31/10/06 15:02

Vladimir Fuckov

Vjer erum sammála, þetta er fáránlegt. Hafi Guðfinna eins og hún sagði verið efnislega sammála ályktuninni en ekki fundist hún eiga heima á vettvangi Evrópuráðsins átti hún að sitja hjá.

Nú lítur þetta út eins og stuðningur (eða í besta falli hlutleysi) við að kenna sköpunarsöguna í líffræði eða hliðstæðum greinum. Ef það á að kenna sköpunarsöguna á að gera það í kristinfræði eða trúarbragðafræði. En alls ekki í líffræði eða öðrum raungreinum [Strunsar reiður út af sviðinu og skellir á eftir sjer].

31/10/06 15:02

Óskar Wilde

Mikið ofsalega er ég sammála þér í þessum efnum. Leiðinlegt hvernig svokallaði ráðamenn þjóðarinnar afreka aftur og aftur að gera okkur öll að fíflum í augliti hugsandi manna.

Hinsvegar finnst mér þú fara ófögrum orðum um botnlangann, því vissulega hefur hann hlutverk og vísa ég í vef morgunblaðsins máli mínu til stuðnings.

http://mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1295938

31/10/06 15:02

Andþór

Ég blæs á þennan link. Það er vitnað í bandaríska vísindamenn með því að vitna í grein frá Aftenposten í Noregi. Hverskonar vinnubrögð eru það.
Botnlangin virðist hafa virkni í dýrum sem hann hefur ekki í okkur.
Ég treysti frekar góðvini mínum Jónasi Magnússyni prófessor.
http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=526

31/10/06 15:02

Huxi

Það getur verið að þið séuð komin af öpum, eða sverðköttum eða einhverju. Eða að kvenkynið sé aðeins gömul rifjasteik úr Adami. En ekki ég, ég spratt alkapaður út úr höfði Óðins. Þ.a.l. eru báðar þessar kenningar húmbúkk i mínum augum.

31/10/06 15:02

Andþór

Eruð þér semsagt Huxi, ekkert annað en ímyndun Óðins?

31/10/06 15:02

Tigra

Hvað varð um Ask og Emblu?

31/10/06 16:00

Vladimir Fuckov

Hvað með fljúgandi spaghettískrímslið ?

31/10/06 16:00

Nornin

Já veistu, ég fattaði ekki alveg hvað fréttin snérist um í gær... hvort þetta væri gott eða vont mál.

En að þessi kona (sem ég veit ekkert um) skuli hafa látið út úr sér með fullu viti (og í forsvari fyrir þjóðina alla) að sköpunarkenninguna eigi að kenna sem vísindagrein, það er fyrir neðan allar hellur!
Hvaða bavíani (pun intended) sem þú spyrð veit að "guð" skapaði ekki jörðina á 7 dögum. Þetta tók nú heldur lengri tíma en það.

31/10/06 16:00

Grágrímur

,,I believe god created me in one day.''
,,Yea looks like he rushed it.''

Have you noticed how people who believe in Creationism look really unevolved.

Lifi Bill Hicks! (þó hann sé dauður)

31/10/06 16:00

Óskar Wilde

Guð skapaði jörðina, svo hvíldist hann. Guð skapaði manninn og svo hvíldist hann. Guð skapaði loks konuna og síðan þá hafa hvorki guð né maðurinn fengið eina einustu hvíld.

31/10/06 16:01

Skabbi skrumari

Ein villa í textanum 4000 þúsund ár (4 milljónir ára)... annars er ég sammála... geta hvaða fífl sem er talað fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóðavettvangi...

31/10/06 16:01

krossgata

Er sköpunarsagan (stutta útgáfan af hinni) kennd í líffræði? Þegar ég var í skóla var hún í kristinfræðinni, þá nefnilega var ekki til trúarbragðafræði. Hún var ekki kenndi í náttúrufræði eða líffræði. Svo þetta er þá spurningin um að það var kosið um að fara að kenna hana í líffræði?

Annars skil ég ekki lætin, þetta er sköpunarSAGAN, saga skiljiði. Alltaf gaman að krydda með góðri sögu. Skil heldur ekki lætin vegna þróunarKENNINGARINNAR - kenning skiljiði - tilgáta. Alltaf gaman að velta fyrir sér kenningum, kenningar eru til þess fallnar að véfengja.

31/10/06 16:01

Grágrímur

Já þegar maður les um þennan fulltrúa íslands skilur maður hversvegna þróunarkenningin er enþá bara kenning.

31/10/06 16:02

Nermal

Ég held að þetta sé bara allt misskilningur. Íslenskir stjórnmálamenn eru upp til hópa gersamlega ómælandi á erlenda tungu. Þannig að máski vissi téður fulltrúi ekki um hvað hún var að tala. Annars er fyrra að kenna sköpunarsöguna sem einhverja blákalda staðreynd.

Darwin rokkar

31/10/06 16:02

Jóakim Aðalönd

Hvaða bull er þetta eiginlega? Það vita allir að Óðinn og bræður hans sköpuðu allt úr Ými. Hvurslax vitleysa er þetta og hver er þessi Djarvinn? Tónlistarmaður frá Kúbu?

31/10/06 17:02

Hakuchi

Þetta var lélegt hjá henni. Efnislega er hún sammála en segir nei. Ef hún var efnislega sammála en ekki viss um erindið þá átti hún að sitja hjá. Nú lítur út fyrir að Ísland sé þjóð fávita og þannig er áratuga markaðsstarfsemi og ímyndaráróðursvinnu við að sannfæra heimsbyggðina um hið gagnstæða stefnt í voða.

31/10/06 17:02

Sundlaugur Vatne

Ég skil nú ekki þessa hneykslan ykkar. Ég er fyllilega sammála Guðfinnu að það er ekki Evrópuráðsins að skipta sér af hverju sem er.
Hér í eina tíð þótti sköpunarsagan góð og gild vísindi en í dag er þróunarkenningin talin hin eina rétta kenning og við hlæjum að þeim sem halda öðru fram.
Ég hef stundum velt fyrir mér hvort afkomendur okkar eftir nokkrar aldir eigi eftir að hlæja að okkur fyrir að leggja trúnað á þróunarkenninguna, afstæðiskenninguna og ótal margt fleira.
Það er allavega ekki einhverra yfirpólitískra ráða að áðkveða hvað eru vísindi og hvað ekki. Sama hversu rétt eða röng þau þykja á hverjum tíma.

31/10/06 18:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Titill þessa rits er ögn villandi. Ég hélt að hér hlyti að vera pistill um íslenzka karlalandsliðið í fótbolta.

Andþór:
  • Fæðing hér: 16/9/07 17:35
  • Síðast á ferli: 4/3/12 19:32
  • Innlegg: 5220
Eðli:
Andþór veit ekki alveg hvernig hann ætti að lýsa sjálfum sér. Hann er ungur en hefur upplifað margt. Oftast rólegur, skemmtilegur og yfirvegaður náungi. En á þó til að bíta frá sér ef allt stefnir í óefni.
Prófíl mynd Andþórs er furðu lík honum í útliti og karakter ef undanskilið að Andþór er ljóshærður.
Fræðasvið:
AFSKIÐ MIÐ ÖLVAÐAN
Æviágrip:
B-moll.´
Áróðursmeistari forsetans og sendiherra Suðurskauts, norðurskauts og annarra heimsálfulausra ríkja.