— GESTAPÓ —
Ahraun
Nýgræðingur.
Dagbók - 5/12/04
Úr smiðju Dr. Helga Pjeturs.

“Það sem þúsundir milljóna hafa haldið vera líf í andaheimi eða goðheimi er lífið á öðrum hnöttum”. <br /> Þessi stórmerkilega yfirlýsing er opnunar setning Nýals.<br /> <br />


Orðið lífheild er hugtak sem nær yfir líf af hvaða stofni sem er og hvar í veröld sem er. Lífheild er einnig skilgreining á tilveru einstaklings ekki síður en heildar.
Hver einstaklingur er samsettur úr milljörðum af frumum og sameindum og má í litlu raska jafnvæginu sem þar ríkir, til að viðkomandi lífheild verði óvirk.
Um hugtakið efnisheild er sama skilgreining. Það sem gerist í einu kerfi gerist í þeim öllum segja frumkvöðlar skammtafræðinnar. Það sem gerist í efnisheild gerist einnig í lífheild, allt er ein samfella.
Þess ber að geta að án efnis er ekkert líf, en gerð eru skil á milli þess sem er lífrænt og ólífrænt.
Allt sem gerist á sér efnislegar forsendur, ekkert verður að engu.
Nýall boðar að til sé aðeins einn lífheimur og einn efnisheimur óþekktur íslenskur
alþýðuheimspekingur hefur látið svo um mælt, að til sé aðeins einn veruleiki og það er sá sem við búum við ).
Lífið er eilíft og hvert það strá sem til verður og hver sú mannvera sem fæðist, lifir að eilífu. Lífheild skapar líforku, líforkan hefur áhrif á heiminn. Án líforku er ekkert líf, án efnis engin líforka, ekkert líf. Lífið hefur lögmál og ferla eins og efnið. Lífið kemur sér fyrir hvar sem skilyrði eru fyrir hendi og hvar í veröld sem er.
Lífið er í stöðugum tengslum innbyrðis frá lífskviknun til eilífðar.

Þetta er að mínu mati sá grunnur er Nýallinn byggir á.
Heimsfræði Dr. Helga er að miklum hluta byggð á lestri og leitun að samsvörun frásagna í andatrúar og eða spíritistabókum. Með Náttúru og jarðfræði menntun og reynslu vísinda manns sem uppgötvar kennileiti í jarðsögu landsins, þar sem fjöldi annara og frægari höfðu gengið yfir án þess að veita eftirtekt hvar stigið var niður fæti. leit hann þannig á efni þessara rita að þar færi tilraun að koma því til jarðarbúa að svokallaður andi byggi við jarðfræðilegar aðstæður. Andinn, hann væri í efni og notaði hugsunarflutning til samskipta við aðra einstaklinga. Þeir væru ekki andar heldur af holdi og blóði og ættu heima á venjulegri jörð.

En hvar ? Sumir framliðnir gátu nefnt lit og stærð sólar í sínu sólkerfi
Lestur allra þessara rita skiluðu sér í þessum skilnigi á viðleitni framliðinna að koma þekkingu áleiðis til jarðarbúa
“Það sem þúsundir milljóna hafa haldið vera líf í andaheimi eða goðheimi er lífið á öðrum hnöttum”.
Þessi stórmerkilega yfirlýsing er opnunar setning Nýals.

Hver sá er meðtekur boðskap Nýals, meðtekur um leið nýjan heimsskilning og tendrast er hann uppgötvar hve heimurinn er einfaldur. Þannig var mér innanbrjósts er ég las Nýal í fyrsta sinn og í kjölfarið rann upp fyrir hugskotsjónum mínum þessi einfaldi boðskapur að með skilning á líf og helstefnu er maður fróðari um hvað væri rétt og hvenær rangt stefnt. Auk þess öðlumst við skilning á:

· Eðli og tilurð trúarbragða, guða og samstilling lífheilda.
· Viðleitni guða að koma frumlífshnöttum til vits og þroska.
· Lögmálum líforkunnar í orku og efni.
· Eðli mögnunar, kærleikans, ástarinnar, draumlífsins og framlífsins.
· Lífsstefnu og helstefnu, tilgangi lífs og náttúru.

Hér er upp talið aðeins brot af því sem eftir stendur í huga þess sem lokið hefur lestri Nýals. Ekki er hægt að skaffa öðrum þann skilning í gegnum tölvur nema að fyrir liggi einlægur áhugi á að fræðast um þessa heimsfræði. Frekari umræður og kynningar af minni hálfu um þetta málefni verða ekki að sinni því jarðvegurinn er grýttur og ekki í fljótu bragði séð að hann beri ávöxt.

En maður skal aldrei segja aldrei, því okkur langar til að skýra málið og svara spurningum áheyrenda
Hugtakið, Heimsfræði Nýals, má nota sem táknræna regnhlíf yfir undirstöðuskilning á tilverunni. Þeir sem fara undir regnhlífina fá skilning á ferli tilverunnar í grófum dráttum, hvernig það má vera að líf þróist til guðlegs óendanleika. Við fáum skilið hvernig lífið tekur stökk við aukinn hugrænan þroska og þjálfun hugarstarfs og notkun hugverkafræðinnar eða sambands fræðinnar. Við fáum skilið ferli framlífs og hvað veldur niðurröðun einstaklinga á hina ýmsu staði við undirspil lögmálsins,” líkur sækir líkan heim” og hversvegna sumir búa við góðar aðstæður og aðrir hræðilegt víti, einnig hvað þarf til að komast þaðan til aukins þroska.
Við fáum skilið hvernig ferli sambandsins tengir lífheildir tilverunnar, allt frá örsmárri öreind til guðlegra lífheilda.
Frá smæsta einfrumungi til flóknasta frumufélags. Allt frá eðlishvöt dýrs til starfandi sambandshugar sem farin er að sækja þekkingu til æðri lífsstöðva.
Við fáum skilið hvað Dr. Helgi á við er hann segir, “ekki á móti trúarbrögðum heldur upp fyrir”. Fáum skilið eðli draumlífsins og eðli hugrænrar starfssemi.
Það er svo margt sem skilst undir regnhlífini að það er næstum því hægt að snúa þessu við og segja, styttri er upptalnig á því sem ekki skilst.

Þó má geta nokkurra atriða til viðbótar eins og mun á lífstefnu og helstefnu.

Tilgangi lífs og náttúru, eðli ástar og mögnunar og hvað kærleikurinn er mikilvægur öllu lífi til framþróunnar.

   (4 af 4)  
5/12/04 05:01

Hakuchi

Nokkrar spurningar:

* Varðandi verurnar sem við höfum hingað til kallað guði ellegar anda. Nú höfum við orðið var við þessar verur fyrir tilstuðlan hugsanaflutninga ef ég skil kenninguna rétt. Eru þessar verur að senda okkur viljandi þessar sýnir af sér eða gerist það ósjálfkrafa einfaldlega af því að þær eru á svo háu þróunarstigi (svona eins og sjónvarpsútsendingar fara út í geiminn þó þær séu aðallega fyrir jarðarbúa)?

*Ef svo er, að þessar sýnir frá öðrum hnöttum, eru í raun bara eðlisfræðilögmál sem ekki eru endilega sendar viljandi (þó það ætti líka að vera hægt) til okkar. Getur þá verið að við og líf okkar á þessari jörð flytjist að einhverju leyti til annarra hnatta, og að við séum þá líka andar og guðir í augum annarra aðila á öðrum hnöttum?

* Skv. kenningunni er lífið eilíft og sú mannvera sem fæðist lifir að eilífu. Þegar einstaklingur deyr á þessari jörð, þá fer hann eitthvað annað væntanlega. Líf hans eyðist ekki. Ég geri ráð fyrir að það sé rétt skv. kenningu. En það sem ég hef áhuga á að vita er hvort vitund einstaklingsins, minningarnar, sálarvenslin við aðra á jörðinni og í raun allt það sem gerir hann að þeirri Persónu sem hann er, flytjist með í næsta heim. Spurningin er því hvort lífheild hans lifi en Persónan þurrkist út og byrji upp á nýtt.

Í guðanna bænum ekki hætta að fræða okkur kær Ahraun. Þetta er úrvalsvettvangur til predikana. Þó þér líði af og til eins og hrópanda í eyðimörkinni áttu ekki að láta það á þig fá. Það er fólk þarna úti að meðtaka visku Nýals.

5/12/04 05:01

Númi

Svei mér þá Atli - ég held þú hafir slegið sjálfum þér við með þessum pistli.

5/12/04 05:01

Skabbi skrumari

Þetta er væntanlega konfektmoli sem gott er að borða einn og í góðu tómi... því mun ég lesa þetta síðar... Takk Atli...

5/12/04 05:01

Vímus

Á einhver örvandi?

5/12/04 05:01

Dalai Lama

Póstmódernismi.

5/12/04 06:01

Ahraun

Ágæti Hakuchi.

*Vegna eðlissambands lífvera berst hugsun, eða heilastarfssemi, út um allt um leið og hún er framkvæmd. Það er einnig hægt að einskorða hana við ákveðna lífveru og stundum gert.
Það er með Guðina eins og með annað í mannheimum og þá sérstaklega hjá stjórn landsmála að allar lausnir verða að vera lausnir heildar. Guðlegar verur hugsa í heildum vegna eðlis líforkunnar. Guðlegt afl eltist ekki við einn og einn í einu, en einn á þessari jörð og svo aðrir eins á öðrum jörðum, þannig verða vandamála pésar allra hnatta teknir fyrir í heild. En um smá verkin sjá liðnir ættingjar og vinir, enda þeim nauðsyn vegna eigins þroska til framtíðar litið.
Hugsun birtist altaf í mynd þess er sendir en þó er hægt að sjá með annara augum á sama hátt og þú getur séð hvað annar gerir í tölvunni sinni með tengingu þar á milli. Stundum greinum við mannverur sem við teljum okkur þekkja, hvort sem það er í vöku eða í draumi og er þá oft um að ræða, það sem við köllum atbeini þriðja aðila. Virkar þannig, ég sé mömmu eins og hún lítur út núna, ekki eins og hún leit út síðast er ég sá hana. Þá er sambandið við þann sem þá stundina er að horfa á móðurina.
*Eins og fram hefur komið er líkaminn samvinnuverkefni frumna og sameinda og skapar lífheild sem hefur, sjálf, (vitund)og er þá strax farin að hafa áhrif á umhverfið með eigin mati og úrvinnslum.
Lífið er snjallt það hefur komið sér upp útgönguleið sem fellst í eðlissambandi lífvera. Eins og allir eiga að vita, vegna eigin reynslu, eru sum mannamót skemmtileg og gefandi og svo þessi hin þar sem einn eða fleiri eru svo leiðinlegir að það hálfa væri nóg. Í fyrra sinnið kemur maður hress og endurrnærður heim og til alls búinn, en í hinu tilfellinu er maður gjörsamlega búinn að vera. Í fyrra sinnið hefur hópurinn víxlmagnast en síðari hópurinn tapað gífurlegu magni liforku til þess aðila sem stýrir húmor þessa leiðinda hóps, hann eða þeir eflast sem aldrei væri.
Það sem þessi stutta viðbót mun segja þér, er að málshátturinn, “ sækjast sér um líkir”, er lögmál og þangað leitar sambandið þegar það er ekki upptekið við gæslu allra hinna. Þegar lífheildinn skaddast og getur ekki haldið starfseminni gangandi. Þá leitar eðlissambandið til skyldleika sambandsins í aflsvæði og myndar þar aðra lífheild enda hafði lífveran samstillst þessu svæði. Sækjast sér um líkir. Aflsvæðin eru þau sömu.
Þegar hnettir verða mjög skyldir í aflsvæði myndast svona sambandsleiftur, þannig að íbúar hvors hnattar sjá sem í skyndingu annað fólk sem er svona og svona. Þetta fólk var óhöndlandi en skyldi eftir sig sögur og annað í minningu hvors annars. Þetta huldufólk er á sínum heima hnetti, sjálft holdi klætt og með heitt blóð. Þannig hafa skapast þessar huldufólkssögur og andatiltrú . Veran sem þú sérð við klettinn er almynd verunnar sem stendur við húsið sitt á öðrum hnetti og spyr sjálfa sig hvað er þetta sem ég sé, þegar hún horfir á þig.
Spurningin er þessi, hvernig getur þú rannsakað veruna eða sannað fyrir öðrum það sem þú sérð og gerist aðeins í heilanum þínum. Þó eru þið báðir efnislegir eins og við öll hin.
Ágæti Hakuchi.
Sýndu mér biðlund með svarið við spurningum þínum þær eru unnar með hraði og ekki nægilega grundaðar og tek mér leyfi til að lagfæra ef þarf.

5/12/04 01:01

Enter

Stórmerkilegt og fróðlegt, eins og alltaf, kæri Atli. Ég tek undir með Hakuchi; ekki halda að þó viðbrögðin séu ekki alltaf mikil að þetta sé ekki lesið eða menn hafi ekki áhuga á skrifum þínum. Ég held hreinlega að menn setji hljóða við lesturinn, enda af talsvert öðrum, fróðlegri og alvarlegri toga en flest það sem hingað er sent.
Ég hvet menn til að opna þráð í Vísindaakademíunni um skrif þín, því þessum málum hefur sannarlega ekki verið sinnt sem skyldi undanfarið.

Ahraun:
  • Fæðing hér: 22/9/03 16:57
  • Síðast á ferli: 12/5/06 21:39
  • Innlegg: 0
Eðli:
Uppgjafa málari og heimsfræðagutlari.
Fræðasvið:
Sérfróður um málningu málun og kvikmyndasýningarOgsem fræði þá er ég uppfullur af kennningum og heimsfræði og skilning á hugmyndaheimi Dr. Helga
Æviágrip:
of llítið gerst er markvert getur taalist. Ef til vill gerist eitthvað á næstu 38 árum, sem kann að vera á annann hátt til komið en það sem nú gerist.