— GESTAPÓ —
Næturdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 4/12/07
Froðubað dauðans

Ég fékk froðubað í afmælisgjöf sem ég var að prófa núna í kvöld, Svona cocanut froðubað. Hvað er betra en að slaka á í froðubaði eftir langan og erfiðan vinnudag. Það eru komin mörg ár síðan ég fór síðast í froðubað svo ég skellti bara slatta út í vatnið á meðan það var að renna í baðið. Það skondna við þetta allt saman var að þegar ég ætlaði að athuga með baðið var helmingurinn örugglega alveg helmingur baðkarsins. Þannig að ég held að ég hafi aldrei upplifað eins mikla froðu í einu baðkari. Ég hélt næstum því að ég hafi næstum því tínst í froðunni. En auðvitað var þetta bara gaman þegar allt kemur til alls. Reyndar sullaðist froða og vatn niður á gólf, en kommon, maður er nú einu sinni mannlegur ;)

   (8 af 17)  
4/12/07 03:02

Billi bilaði

Ég hélt að þú værir kvenleg. <Hleypur í felur>

4/12/07 03:02

Tigra

Ha? Var helmingurinn örugglega helmingur baðkarsins?

4/12/07 03:02

Kargur

Mannlegur? Það er ekkert mannlegt við að fara í freyðibað. Það er kvenlegt, jafnvel hommalegt.

4/12/07 03:02

Næturdrottningin

Billi: Ég er mjög kvenleg addna (glottir eins og fífl)

Tígra: Helmingur þess sem var í baðkarinu, var froða. jú sí?

Kargur: hvað er þetta.. sástu ekki friends, þar sem Chandler og Monika voru saman í froðubaði. ?

4/12/07 03:02

Kargur

Jú reyndar. Chandler virkar voða kvenlegur á mig alltaf.

4/12/07 03:02

Huxi

Þetta þykir mér vera frekar einkennilegt félagsrit. Froðubað?! Dauðans? Hver dó? Var helmingurinn af baðinu betri helmingur þinn? Hvar var þá Nermal á meðan? Er hann týndur í froðunni? Nú er ég hlessa. [Hrökklast aftur á bak inn á baðherbergi og hverfur í froðuna]

4/12/07 03:02

krossgata

Ég fer oft í freyðibað.
[Ljómar upp]

4/12/07 03:02

Garbo

Gott að þú nýtur enn lífsins, komin á þennan aldur...!

4/12/07 03:02

Næturdrottningin

Huxi: Nermal var í grennd og hjálpaði og kíkti á mig öðru hvori (glottir). Og hefuru ekki heyrt talað um að eitthvað sé svo æðislegt eða frábært að það er talað um það sem eitthvað "dauðans". Þetta byrjaði held ég í spaugstofunni hérna einhverntíma...

4/12/07 03:02

Næturdrottningin

Já og krossgata, Já, þetta er bara næs. Maður þarf að gera þetta oftar, og Garbo. Ójá, lífið er rétt að byrja

4/12/07 03:02

Aulinn

Er þetta eitthvað grín?

4/12/07 03:02

Útvarpsstjóri

Fór sláttumaðurinn slyngi með þér í bað? [hrökklast aftur á bak og hrasar við]

4/12/07 03:02

Nermal

Það vantar alveg á markað freyðibað með lykt fyrir karlmenn. T.d með smurolíulykt, eða lykt af reykspóluðum hjólbörðum.

4/12/07 03:02

Regína

Hehe, nú er ég sammála Nermal.

4/12/07 03:02

krossgata

Mér finnst nú alltaf Deep sleep frá Radox eiga ágætlega við fyrir karlmenn líka.

4/12/07 03:02

Jarmi

"Ég hélt næstum því að ég hafi næstum því tínst í froðunni."

Hvað er í gangi hérna?

4/12/07 03:02

Jóakim Aðalönd

Þetta er froðufélaxrit dauðans! Ég hef sjálfur skrifað þau sum innihaldslítil, en þetta tekur öllu fram...

Heldur þú að þetta sé eitthvað blogg? Verður næsta félaxrit um það þegar þú fórst út í búð og sázt svo stóran kornflögupakka að þú hélzt að þú myndir tína ber í honum??

4/12/07 03:02

Günther Zimmermann

Já, hver tíndi þig upp úr froðunni? Ekki varstu týnd í henni, þá hefðirðu sagt það.

En mér er fyrirmunað að skilja lok félagsritsins, það endar á depilhöggi (sem sumir kalla semikommu) og á lokun gæsalappa, sem aldrei voru opnaðar!

(Svo var þetta alltaf kallað freyðibað á mínu heimili.)

4/12/07 04:00

Aulinn

Skrifaðu magnaða smásögu, kynntu þér samfélagsmálefnin sem eru efst á baugi, taktu til og gerðu umhverfið fallegra, mótmæltu á táknrænan hátt okurstarfsemi bankanna, stofnaðu hljómsveit, leggðu drög að barneignum, málaðu málverk eða gakktu í skrokk á Gunnari Birgissyni! Eitthvað uppbyggilegt! Ekki skrifa um froðu!

4/12/07 04:00

Isak Dinesen

Maður hefði haldið að einhver sem hefur ritað hér yfir 5000 innlegg ætti vita að hér hafa broskallar og moggabloggskrif aldrei verið vinsæl.

4/12/07 04:00

Günther Zimmermann

(Innan sviga: í fyrri athugasemd minni átti ég að sjálfsögðu við sviga, ekki gæsalappir. Hér með er beðist velvirðingar á þessum mistökum.)

4/12/07 04:00

Upprifinn

Hvað eruð þið að tala illa um moggablogg?
margir gestapóar blogga á mogga.
Þetta félagsrit er hinsvegar óttalegt froðusnakk.

4/12/07 04:00

Stelpið

Það er góð hugmynd að lesa yfir það sem skrifað er áður en maður sendir það frá sér.
Einnig er góð hugmynd að velja sér skemmtileg, frumleg eða spennandi efnistök sem fólk gæti haft gaman af því að lesa.
Gangi þér betur næst.

4/12/07 04:00

Ívar Sívertsen

Ég fór einu sinni í freyðipott. Það var fjör. 20 manns í stórum potti og ógeðslega mikið af froðu!

4/12/07 04:00

Isak Dinesen

... og allir allsberir nema Ívar - sem fékk að kafa.

4/12/07 04:01

Texi Everto

Ég sá einu sinni dauðann í froðubaði - það var fyndið.

4/12/07 04:01

Útvarpsstjóri

Var Næturdrottningin líka með honum þá?

4/12/07 04:01

Texi Everto

Ég er á sömu nótum og Tigra. Ég skil heldur ekki þetta með að helmingurinn af baðinu hafi verið helmingur baðkarsins. Var það skorið þvert yfir? Í hvorum endanum varstu þá í baði?

4/12/07 04:01

Glundroði

Þetta kallar maður froðusnakk.

4/12/07 04:02

Texi Everto

Ég gef þessu félagsriti einkunnina 80 hringi.
eða 80ring.

4/12/07 05:01

U K Kekkonen

Bölvað væl er þetta í ykkur, það er góðu lagi með þetta félagsrit.
Ekkert væl, enginn að hætta né innihaldslítil langloka sem engin nennir að lesa.
Slappiði af börnin góð og njótið lífsins.

Næturdrottningin:
  • Fæðing hér: 2/5/07 22:47
  • Síðast á ferli: 6/11/10 22:32
  • Innlegg: 5515
Æviágrip:
Næturdrottningin er fædd og uppalin í Konungsríki langt langt langt í burtu. Svo langt að það er ekki einu sinni hægt að komast þangað. Hún ólst upp með álfum og huldufólki og því eins og hún er í dag. Flippuð, feimin og eilítið furðuleg.