— GESTAPÓ —
Næturdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 3/12/07
30 ár

Jæja, nú styttist í það að ég verði 30 ára. Ég hef mikið verið að spá í því hvort að það sé eitthvað sem maður ætti að vera búinn að gera áður en maður verður þrítugur. Hvað segið þið..

Ég er komin með æðislegan kærasta
Ég er koin með íbúð
Ég er rosalega hamingjusöm í lífinu
Ég er búin að fara til útlanda, á samt eftir að fara aftur til útlanda, samt ekki áður en ég verð þrítug.

Hvað segið þið,
Dettur ykkur eitthvað í hug sem er möst að gera fyrir þrítugt. Ég væri alveg til í að fara í fallhlífarstökk, en ég held einhvernveginn að það sé ekki möguleiki fyrir þrítugs aldurinn.

Svo er spurning líka, Þið sem eruð komin yfir þrítugt. Var þetta ekki soldið erfitt að vakna og bara VÁ.!!! Ég er ekki lengur tuttugu og eitthvað. !!!!
Fyrir mér er þetta ekkert svakalegt áhyggjumál. Mér finnst þetta pínu gaman. En samt, verður skrítið að segja ekki "Já ég er tugguguogníu" mér finnst ég samt í rauninni bara vera 25 ennþá.

En hvað segið þið... Hvað á ég að gera af mér áður en ég verð þrítug

Næturdrottningin kveður..

   (9 af 17)  
3/12/07 15:00

Grágrímur

Viku áður enn ég varð 30, sökk ég í þunglyndiskast, var varla mönnum sinnandi, fannst lífið bara búið, drakk mig blindfullan á afmælisdaginn og vaknaði morgunninn eftir á eldhúsgólfinu heima hjá vinkonu minni... ekki mitt stoltasta augnablik , en ég huxaði að lífið gæti alla vega bara farið upp á við eftir þetta... og það hefur næstum ræst.

Og ég er 32ggja... en finnst ég vera sex ára.

3/12/07 15:00

Nermal

Lesa skáldsögu eftir Halldór Laxnes... án þess að það sé skólaverkefni.

Fyrirfram til hamingju með daginn ástin mín

3/12/07 15:00

Kargur

Það er ekkert líf eftir þrjátíuáraafmælið.

3/12/07 15:00

Næturdrottningin

Já, Grágrímur. Ég held að ég detti ekki svona rosalega í það. Það verður veisla já, en ég ætla að vera með rænu alla veisluna. Ætla ekki að fara í þunglyndi, en takk samt fyrir að deila þessu með mér og hinum

Nermal minn. Já, veistu, geri það fyrir 35 ára aldurinn (Ljómar upp) Sé ekki fram á að ég hafi tíma og athugaðu það að ef ég færi að snúa mér að því að lesa skáldsögu eftir H L, þá hefði ég mun minni tíma fyrir elskauna mína. Hugsaðu um það. Viltu ennþá að ég lesi skáldsögu eftir Laxnes?

Kargur: Ekki segja þetta

3/12/07 15:00

Nornin

Mér fannst frábært að verða þrítug, en það var frekar erfitt að verða 31. Þá fyrst var "fertugsaldurinn" staðreynd.

En það eina sem þú ættir að gera á árinu er að eignast barn... það er best í heimi [Ljómar í hringi]

3/12/07 15:00

Næturdrottningin

Já, sko það er ekki hægt fyrir þrítugsaldurinn því það eru einungis nokkrir dagar í það.

En þetta er pottþétt á "todo listanum" áður en ég verð 35 (Ljómar upp)

3/12/07 15:00

Línbergur Leiðólfsson

Hlutir til að gera fyrir þrítugt:
*Horfa á sólarupprásina
*Syngja fyrir framan áheyrendur
*Fara út fyrir heimsálfuna sem þú býrð í
*Vinna einhverskonar ólaunaða sjálfboðavinnu
*Fara á svo hræðilegt fyllerí að þú munir ekki hvað gerðist og dagurinn eftir verði ónýtur.

Allt þetta hef ég gert og þó er ennþá u.þ.b. hálft ár þangað til ég verð þrítugur....

3/12/07 15:00

Kargur

Er ekki nóg að gera einn af þessum hlutum oft? Til dæmis þann síðastnefnda?

3/12/07 15:00

Línbergur Leiðólfsson

Jú, að sjálfsögðu.

3/12/07 15:00

Ívar Sívertsen

Að verða þrítugur var ekkert vont. Það varð eiginleg gott. Þá fyrst finnst manni maður vera orðinn fullorðinn. Þegar maður verður 36 þá fer maður að hugsa hvað maður hefur farist á mis við á yngri árum og 38 þá er maður orðinn farlama gamalmenni að eigin mati þrátt fyrir allt annað ástand

3/12/07 15:00

Jóakim Aðalönd

Það er nefnilega það...

Ég var búinn að heimsækja 6 heimsálfur áður en ég varð 30 ára.

Að verða 30 ára er hreint ekkert merkilegt og að setja saman einhvern lista til að fara yfir fyrir þann tíma er ótrúlega heimskulegt.

Ég segi (30 ára): Gerðu það sem þig langar og ekkert kjaftæði! Aldur skiptir hreint engu máli!

3/12/07 15:00

Krúsi

Kannski að panta líkkistuna, þú virðist vera komin á grafarbakkann.

3/12/07 15:00

Offari

Það er langt síðan ég varð þrítugur og ég er ekki ennþá búinn að finna mér æðislegan kærasta (en eignaðist samt æðislega kærustu fyrir þrítugt og á hana enn) Ég á enga íbúð núna (En átti samt einbýlishús þegar ég var þrítugur en þar sem það var statt í bakgarðinum hjá Upprifinn fannst mér best að losa mig við kofan) Það lengsta sem ég hef farið frá Íslandi var sólarferð til Grímseyjar sem ég fór áður en ég varð þrítugur. En málið er að lífið heldur áfram eftir þrítugt þannig að ef þú átt eftur eitthvað ógert í lífinu þá hefurðu enn nægan tíma til að gera það. gangi þér vel.

3/12/07 15:01

Bleiki ostaskerinn

Ég er búin með öll atriðin á lista Línbergs, þó á ég alveg rúm 6 ár í þrítugsafmælið.

3/12/07 15:01

Aulinn

Úff, ég er að fríka út yfir að verða 19 ára. Guð veri með þér elskan mín.

3/12/07 15:01

Dula

Vertu alveg slök vinan, lífið er rétt að byrja og þú ert búin að gera helling nú þegar, njóttu lífsins og láttu engan stjórna þér.

3/12/07 15:01

Næturdrottningin

Sko. ég er búin að gera allt á lista Linbergs líka. (Ljómar upp) Ég er meira að segja bæði komið til Afríku o Ameríku já og Evrópu auðvitað.

Þið hin takk fyrir þetta. Og Já takk Dula, ég er alveg róleg, ég hlakka bara soldið til að verða þrítug. Þetta verður bara gaman.

3/12/07 15:01

Galdrameistarinn

Voðalegt væl er þetta.
Bíddu bara þangað til þú verður fertug. Þá getur þú farið að kvarta.
Þrítug? Piff!
[Strunsar út af sviðinu og skellir á eftir sér en man síðan að hann gleymdi smáræði og stingur því hausnum inn um gættina og æpir]
Til hamingju með þrítugsafmælið!

3/12/07 15:01

Upprifinn

aldur er aukaatriði.
mér finnst ég enn vera tvítugur þó að það séu víst að verða tuttugu ár síðan.

3/12/07 15:01

Huxi

Þrítugur, þrítugur... mig rámar vissulega í það að hafa einhverntíman verið þrítugur en ég get ómögulega munað hvernig það var. [Dæsir mæðulega og fer að leita að flókainniskónum sínum]

3/12/07 15:01

Vambi Vöðvafjall

Þú verður að taka þátt í kraftakeppni. Kazmæerinn....Kazmæerinn !!!

3/12/07 15:01

Herbjörn Hafralóns

Það eru liðin ár og öld síðan ég varð þrítugur. Ef maður er ungur í anda og við góða heilsu, skiptir aldur engu máli.

3/12/07 15:01

krossgata

Það er líf eftir 30 og því engin þörf að skella sér á einhvern lista verkefna sem maður gæti verið að missa af. Mér fannst frábært að verða 30 og næstu 10 ár mun skemmtilegri en árin milli 20-30. Ég hafði samt eina reglu og það var að ég ætlaði ekki að eignast börn eftir 35, sem ég stóð við og átti yngra barnið 6 vikum áður en ég varð 30.

Bestu hamingjuóskir með 30 ára afmælið og til lukku með að vera að komast á einn ágætasta áratug lífsins.

3/12/07 15:01

Tigra

Línbergur: Ég er búin að gera allt á listanum þínum og ég er rétt 22!
Það þarf klárlega lengri lista.
Mæli með fallhlífastökkinu Nótta... það er awesome!
Farðu líka í svifflug.. það er líka awesome!
OG á fílsbak! Það er yndi!

3/12/07 15:01

Næturdrottningin

Já það er einmitt það.

Tígra. Takk fyrir þetta, já ég fer í fallhlífarstökk og svifflug einhverntíma :D já og vonandi fæ ég einhverntíma að sitja á fílsbaki. Reyndar hef ég setið á úlfalda en það er ekki það saman býst ég við.

Krossgata: Takk fyrir þetta. Ég held að ég setji mér enga reglu um börn, vona samt að það verði komið að minnsta kosti eitt þegar ég verð 35. (Ljómar upp)

3/12/07 15:01

Regína

Bíddu nú við, er ekki hægt að fara í fallhlífarstökk eftir þrítugt?

3/12/07 15:01

Næturdrottningin

Jú jú, það er örugglega hægt. Það er stefnan að gera það, já og fara í svifflug

3/12/07 15:01

Línbergur Leiðólfsson

Það er greinilegt að maður þarf að lifa lífinu í alvörunni í þetta hálfa ár sem maður á eftir...

3/12/07 15:02

Útvarpsstjóri

Lista Línbergs kláraði ég fyrir tvítugt, liggur leiðin þá bara niður á við?

3/12/07 16:00

Isak Dinesen

Hvað eru elskaunar?

3/12/07 16:00

Jarmi

Isak, þetta er rökfræðiþraut, þú átt að vita betur en að spyrja svona. "Gáfað" fólk þekkir slangrið.

3/12/07 16:01

Garbo

>Stjörnuspá dagsins.< Næstu 10 ár gætu orðið þau bestu í lífi þínu. Byrjaðu að hlakka til.

3/12/07 16:01

Fætter Højben

Drífðu þig í að gera það sem þig hefur alltaf dreymt um en aldrei framkvæmt.
Nú er rétti tíminn fyrir þig og gangi þér vel og til hamingu með daginn og aldurinn.

3/12/07 17:02

Skreppur seiðkarl

Gull - silfur og kopar víbradorasett, jarðaberjasleipikrem og hleypa kallinum í rassinn, ég er viss um að þér hafi ekki tekist það ennþá, þó þú sért að komast á fertugsaldurinn.

3/12/07 17:02

Jóakim Aðalönd

Það er greinilegt að Jarmi er enn að jafna sig eftir rökfræðiþrautirnar forðum. Eru berin súr kúturinn minn?

[Klappar Jarma á kollinn]

3/12/07 19:01

Texi Everto

Bjóða öllum í svakalega afmælisveislu og láta sig svo hverfa með því að setja upp hring sem manni áskotnaðist þegar maður var að díla við viðskotaillan ævafornan hóstandi hobbita.

3/12/07 20:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Til hamingju með allt og Nermal líka

3/12/07 21:01

krumpa

Tek undir með Nornu - 30 var ekkert mál - 31 var hræðilegur bömmer - þrátt fyrir frábæra vinnu, mann, íbúð, menntun og allt það. Samt bömmer. Bendi annars á félagsrit mitt um það að verða 31 - BÖMMER. Ég vona annars að elliárin séu besti tími ævinnar - þá ætla ég að búa á ítölskum sveitabæ, ræktas hænur og reykja jónur og njóta lífsins - án ábyrgðar!

3/12/07 23:01

Jóakim Aðalönd

Segðu mér eitt Krumpa: Hvers vegna að bíða þar til maður verður gamall til að gera þetta sem þú nefnir?

4/12/07 03:00

Bölverkur

Segðu kærastanum upp!

4/12/07 03:02

Nermal

PRUMPAR Á BÖLVERK BJÁNA

4/12/07 03:02

Nýliða-Ninjan

[Heggur Bölverk á herðar niður með flugbeittu Katanasverði]

Næturdrottningin:
  • Fæðing hér: 2/5/07 22:47
  • Síðast á ferli: 6/11/10 22:32
  • Innlegg: 5515
Æviágrip:
Næturdrottningin er fædd og uppalin í Konungsríki langt langt langt í burtu. Svo langt að það er ekki einu sinni hægt að komast þangað. Hún ólst upp með álfum og huldufólki og því eins og hún er í dag. Flippuð, feimin og eilítið furðuleg.