— GESTAPÓ —
Næturdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 3/11/06
Gleðileg jól!

Jæja, góðan daginn og gleðileg jól..
Já já. ég er alveg á lífi. ‹Glottir eins og fífl›
Tölvan mín, já eða straumbrettið mitt ákvað að bila fyrir ca mánuði síðan ‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann› sú er því ástæða þess að ég hef næstum ekkert verið hérna síðasta mánuðinn.

En yfir í jólin. Já, þau hafa verið æðislegt. Við Nermal erum búin að hafa það rosalega gott. Fengum við ýmislegt. Við fengum meðal annars, gjafabréf hjá IKEA, já og lampa, rúmföt, Ég fékk hálsmen og eyrnalokka, peysu og kápu

Á Þorlsáksmessukvöld dró ég Nermalinn min með mér á Laugarvergsrölt. Það er eitthvað sem ég geri alltaf á Þorláksmessu. Reyndar var skata hjá múttu fyrr um daginn og var það mikil stemmning. Öll fjölskyldan hennar mömmu þar saman komin.

Reyndar langar mig að koma jólaóskum til allra Bagglútinga nær og fjæri og óska þeim farsældar á komandi ári. Þetta hefur verið skemmtilegt ár og var gaman að uppgötva þessa skemmtilegu afþreyingu í vor. (Ljómar upp)

Hafið það gott um áramótin.. En passið ykkur á bombunum.

Næturdrottningin kveðjur í bili

   (10 af 17)  
3/11/06 03:01

Upprifinn

gleðileg jól.

3/11/06 03:01

Skabbi skrumari

Til lukku... og gleðileg jól...

3/11/06 03:01

Andþór

Já gleðileg jól!

3/11/06 03:01

krossgata

Gleðilega hátíð.

3/11/06 03:01

Grágrímur

Gleðilega pásk... meina jól.

3/11/06 03:01

Dula

Gleðileg jól og veriði svolítið duglegri að hanga hér.

3/11/06 03:01

Næturdrottningin

Kærar þakkir fyrir jólakveðjurnar. Og já Dula við skulum reyna það. Þegar ég hef látið gera við straumbrettið mitt getum við farið að hanga hérna eins og vanalega. Verst bara að það kostar örugglega hellings pening að gera við straumbrettið (dæsir mæðulega og horfir út um gluggann)

3/11/06 03:01

Sundlaugur Vatne

Bombunum??[lítur flóttalega í kringum sig]

Gleðilega hátið, kæra Næturdrottning. Bið að heilsa Nermal.

3/11/06 03:01

Nermal

Gleðileg Jól dúllan mín. Og allir aðrir Bagglýtingar sömuleiðis

3/11/06 03:01

Mjákvikindi

Eru bomburnar ekki frosnar? Gleðilega hátíð.

3/11/06 04:01

Huxi

Gleðileg jól.

3/11/06 06:00

Jóakim Aðalönd

Skál!

Næturdrottningin:
  • Fæðing hér: 2/5/07 22:47
  • Síðast á ferli: 6/11/10 22:32
  • Innlegg: 5515
Æviágrip:
Næturdrottningin er fædd og uppalin í Konungsríki langt langt langt í burtu. Svo langt að það er ekki einu sinni hægt að komast þangað. Hún ólst upp með álfum og huldufólki og því eins og hún er í dag. Flippuð, feimin og eilítið furðuleg.